Morgunblaðið - 11.07.2022, Page 21

Morgunblaðið - 11.07.2022, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2022 ✝ Sveinbjörg Eygló Jens- dóttir fæddist í Keflavík 11. janúar 1942. Hún lést í faðmi fjölskyld- unnar á Landspít- alanum við Fossvog 30. júní 2022. Foreldrar henn- ar voru Sólveig Sigurðardóttir, f. 19.10. 1913, d. 3.3. 2008, frá Keflavík. og Jens Ingvi Jóhannsson, frá Mjóabóli í Dala- sýslu. f. 27.2. 1917, d. 27.7. 1951. Systur Sveinbjargar Eyglóar eru Halldóra Ingibjörg Helga, f. 5.11. 1936, Magnea Eyrún, f. 10.4. 1938, d. 17.9. 2014 og Jó- hanna, f. 20.1. 1946. Sveinbjörg Eygló giftist hinn 15.11. 1958 Guðmundi Árna Sig- urðssyni, f. 2.11. 1938, d. 20.9. 1998. Börn þeirra eru: Sólveig Ágústa, f. 22.4. 1959. Maki: Frið- Sveinbjargar Eyglóar eru 14, búsett bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Eygló ólst upp á Suðurgötu 51 í Keflavík og stundaði nám í grunnskóla og gagnfræðaskóla Keflavíkur ásamt því að læra hárgreiðslu, en flutti síðar á Há- holt 16 í Keflavík ásamt eig- inmanni sínum og börnum. Eygló flutti til New York ásamt fjölskyldunni 1969 og bjó þar í hartnær 40 ár. Hún helgaði sig fjölskyldunni fyrstu áratugina, en upp úr 1980 hóf hún rekstur á gistingu fyrir ferðalanga á leið frá Íslandi til annarra áfangastaða í Bandaríkjunum. Þegar Eygló var orðin ekkja hóf hún verslunarrekstur í Flórída ásamt því sem hún sá um fast- eignir fyrir Íslendinga sem áttu húsnæði þar. Eygló var mjög li- taglöð og glysgjörn kona og voru vörurnar hennar eftir því og þótti barnabörnunum mikið ævintýri að kíkja í búðina til ömmu enda mikið að sjá og upp- lifa. Eygló fluttist aftur heim frá Bandaríkjunum til Keflavíkur 2010. Útför hennar er gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, 11. júlí 2022, klukkan 13. jón Einarsson. Börn: Eygló Anna Tómasdóttir, Kar- en Lind Tóm- asdóttir og Samúel Kári Friðjónsson. Helga Kristín, f. 25.5. 1961. Maki: Vigfús Guðmunds- son. Börn: Guð- mundur Árni Eyj- ólfsson, Ingveldur Eyjólfsdóttir og Sævar Freyr Eyjólfsson. Sonja, f. 13.6. 1963. Maki: Mike Frey. Börn: Helga Kristín Danoy, Meghin Robbin Danoy og Frank Peter Danoy. Guðmundur Jens, f. 11.9. 1965. Maki: Björk Þor- steinsdóttir. Börn: Auður Erla Guðmundsdóttir og Sonja Steina Guðmundsdóttir. Ásgeir Freyr, f. 25.2. 1975. Maki: Jaime C. Sigurdsson. Börn: Sara Rós Sigurdsson, Siena Riley Sig- urdsson og Sóley Ruth Sig- urdsson. Barnabarnabörn Úr huga mínum streyma núna minningarkorn sem fara til árs- ins 1976. Heimilið ykkar í Há- holtinu, ung glæsileg hjón og fimm börn, eiginmaðurinn í stuttri heimsókn frá vinnu sinni í NY en þið komin til að vera eitt- hvað hérna heima á Íslandi. Elsta dóttirin ófrísk og ég að reyna að vera eins ábyrgðarfullur 19 ára strákur og ég gat og dóttirin 17 ára komin sex mánuði á leið. Ég lofaði því að ég skyldi reyna að standa mig sem tengdasonur ykkar. Þú hafðir þannig nærveru að ég hreifst af þér og hafði grun um það að vinasamband okkar gæti orðið gott. Þú sagðir mér frá því að þú hafðir komið á mitt heimili þegar ég var barn og fleiri ungar konur og þið dásömuðu hvernig móðir mín hélt heimili, hvernig allt var hreint og fínt og fataskáp- arnir með fötin öll í röð og reglu. ég varð bara pínu montinn að heyra þetta. Svo kemur nafna þín í heiminn, við ungu krakkarnir förum að búa, þið farið aftur til NY og framundan eru ár sem ein- kennast af miklum bréfaskrifum milli okkar og ferðalögum milli KEF-NY og það eru tengslanet í fluggeiranum sem geta gert okk- ur það kleift að senda annað veif- ið á milli landa ferðatöskur með hinn ýmsa varning, barnamat, bleyjur, Tide-þvottaefni og allt milli himins og jarðar. Á móti fór héðan alls kyns íslenskur varn- ingur, m.a. lýsi, lopapeysur, fisk- ur o.fl. Svo kemur tímabilið okkar sem viðskiptafélagar, þú sendir alls konar dót úr henni Ameríku, m.a. gervineglur, talstöðvar, glingur og dúllusokkar og Guð einn veit hvað kom ekki og ég út um allt að koma þessu á kaup- þyrsta landann okkar. Ég get ekki annað en brosað vegna þess að þú fórst með mig í einhver skipti í Kínahverfið í NY til að versla. Það voru skemmtilegar ferðir og í minningunni fannst þér þetta allt sjálfsagður hlutur. Þú bara framkvæmdir það sem þér datt í hug. Ferðir mínar til ykkar sem tengdasonur í 14 ár eru mér ákaflega dýrmætar, allt- af tekið vel á móti okkur og hugs- að vel um barnabörnin. Þegar nýtt tímabil tók við héldust okkar vinabönd, ég kom oft við hjá ykk- ur Guðmundi á leið minni til Flór- ída þegar ég lagði stund á kaf- arakennaranámið mitt. Eftirminnilegt er þegar þú redd- aðir mér fari frá NY til FT. Lau- derdale með TWA fyrir $ 14.99 aðra leiðina. Þetta varst þú í þinni bestu mynd, einhverjar redding- ar og ekkert væl. Ég er þér ákaflega þakklátur fyrir góð tryggðabönd frá fyrstu tíð, ég á öll bréfin sem þú skrif- aðir okkur og læt þau núna af hendi til dætra minna og svo á ég gulu Adidas-handtöskuna sem ég keypti 1976 og er líklega einhver ferðaglaðasta taska sem til er. Núna fer hún uppi á hillu í Tóm- asarhaga og minnir okkur á það hversu oft við glöddumst við það að fá hana í hendurnar. Guð geymi þig, glaða og trygga kona sem gafst mér mikið og mínum dætrum og fyrir það er ég þakklátur. Þín verður sárt saknað af fjölskyldunni þinni sem ég sendi mínar dýpstu samúðar- kveðjur og eitt að lokum, takk fyrir allar samlokurnar sem þú gafst mér í gegnum tíðina með bologne, osti og káli með Hell- manns-mæjónesi sett saman með Wonder-brauði. Hinzta vinarkveðja. Tómas J. Knútsson. Ég er ekki enn búin að átta mig á því að hún Eygló tengda- móðir mín sé ekki að fara að droppa inn eins og hún var vön að gera þegar hún var á landinu. Hún var af gamla skólanum og kíkti í heimsókn án þess að hringja eða senda skilaboð áður eins og tíðkast meira nú til dags. Við Gummi kvörtuðum oft góð- látlega undan þessu en núna gæf- um við mikið fyrir innlitið. Ég kynnist Eygló upp úr 1990 í New York þar sem fjölskyldan bjó, ég þekkti annan sona hennar sem dvaldi oft á Íslandi og var nú aftur kominn heim. Ég stundaði háskólanám og því fylgdi mikið skemmtanalíf og eitt af því fyrsta sem hún sagði við mig var: „Ert þú stúlkan sem er alltaf að draga hann Gumma minn í partí?“ Ég var stúlkan sem dró Gumma í partí og hún vissi að það var ekki erfitt enda hefur Gummi partí- genin frá henni. Eygló var mikil gleðskapskona, broshýr og til í að dansa og tjútta og gaman að vera í kringum hana. Matarboðin hennar voru einstök, hún var langt á undan nútímaveitinga- húsum í að bera fram óvissuferð- ir því það var mikil flóra á mat- arborðinu hennar. Kjötmeti, núðlur, bakað „ziti“ og pítsur í bland ásamt salati, sósum og öðru meðlæti og hún ávallt klædd í litríkar flíkur með stóra skart- gripi. Já hún Eygló var litríkur karakter og fannst Íslendingar oft of svartir og gráir. Gjafirnar hennar voru líka litríkar og fjöl- margar. Dæturnar voru alltaf spenntar að opna pakkana frá ömmu Búbbís, en það var gælu- nafn sem hún kom með sjálf og bar hún það gælunafn með rentu. Hún hitti ekki alltaf á réttu gjaf- irnar en þær vöktu alltaf mikið umtal og gleði. Ég deildi með Eygló miklum bling-áhuga og ég elskaði að róta í skartinu sem hún var að selja í búð sinni í Flórída, þar sem hún bjó síðustu ár sín í Bandaríkjun- um. Úr varð að ég opnaði verslun sem hét Bling Bling og minning- ar þess tíma eru dýrmætar. Fjölskyldan var Eygló hjart- kær og ræktaði hún þau tengsl dyggilega. Var það mikið verk þar sem hún á fimm börn í tveim- ur löndum, 14 barnabörn og 14 barnabarnabörn. Börnin dýrka ömmu Búbbís, hún nennti alltaf að sprella með þeim og segja sög- ur sem fékk þau til að gapa, hún amma gat farið í splitt og allt og svo hafði hún gert svo margt skemmtilegt og þekkti svo marga fræga. Hún elskaði skafmiða en skemmtilegast fannst henni að komast í alvöru Casino. Gummi bauð mömmu sinni með okkur fjölskyldunni til Los Angeles og Las Vegas fyrir nokkrum árum og var gaman að sjá hvað Eygló var á miklum heimavelli þar. Fór- um á tónleika í LA og heimsótt- um stjörnurnar á Hollywood Boulevard, flugum yfir Grand Canyon í þyrlu og heimsóttum spilavítin og hún geislaði. Eygló hefur alltaf verið með annan fótinn í Bandaríkjunum og því er erfitt að trúa að hún sé al- farin, en Eygló er komin í faðm ástvina sinna sem hittast á ný eft- ir langan aðskilnað. Ég kveð þig elsku Eygló og þakka þér litríka og góða sam- fylgd síðastliðin 30 ár. Votta öll- um aðstandendum innilega sam- úð, en munum að Eygló vildi gleði og lit í lífið og minnumst þeirra mörgu gleðistunda sem við áttum með henni og spörum svarta lit- inn eins og við getum. „Ást“. Meira á mbl.is/andlat Björk Þorsteinsdóttir. Elsku besta og mesta uppá- haldið okkar. Við sáum það ekki svo auðveld- lega fyrir að þurfa að kveðja þig… þú varst svo ung í anda og full af orku og lífi. Það hefur aldr- ei verið annað hægt en að brosa við tilhugsunina af þér en þér tókst með eftirtektarverðum hætti að lífga upp á tilveru okkar allra. Ég, Samúel Kári, á margar frábærar minningar af okkur saman. Ég gleymi því ekki þegar ég heyrði í þér án undantekning- ar kallandi inn á völlinn „kick ass“. Þér fannst mjög gaman að koma og horfa á mig spila og varst einn mesti og stoltasti aðdáandi minn. Einnig er ferðin til Parísar mér minnisstæð, en við gistum saman á hótelherbergi og hroturnar þínar voru svaka- legar. Þegar ég bjó á Íslandi elsk- aði ég að gista hjá þér á laug- ardögum. Ég er þakklátur fyrir öll símtölin á Facetime en við töl- uðum nánast saman daglega þar sem við ræddum oft pólitík og hlógum þess á milli. Þú varst lím- ið í fjölskyldunni en núna hefur þú gefið okkur það hlutverk og ætlum við okkur að halda því áfram. Frá því ég, Karen Lind, var lít- il varstu í einstöku uppáhaldi, en ekkert var betra en að kúra hjá ömmu búbbís í Ameríku. Ég ólst upp við að sakna þín þar sem þú bjóst í Ameríku, en við skrifuð- umst alltaf á og misstum aldrei samband. Svo rættist draumur minn, að búa í sama landi og þú í tvö ár, en þá heimsótti ég ykkur afa allar helgar og fékk að sofa inni hjá ykkur. Við höfum átt svo gott líf saman og hlegið út í eitt. Við tengdumst á djúpan hátt sem okkur báðum þótti vænt um. Ég hef alltaf fundið til mikillar ábyrgðartilfinningar gagnvart þér sem sýndi sig í flutningunum í nóvember, en mig langaði að gefa þér heiminn og helst aðstoða þig allan sólarhringinn. Ég hafði svo gaman af því að skipuleggja skápana þína langt fram eftir kvöldi á meðan þú drakkst kaffi, borðaðir Little Debbies og horfð- ir á amerísku fréttaskýringar- þættina í sófanum. Fyrir mér, Eygló Önnu, varst þú sú manneskja í mínu lífi sem ég leitaði mikið til á mínum æsku- árum og allt til síðasta dags. Þú varst mikill viskubrunnur af góð- mennsku, hlátri og skemmtileg- um uppákomum sem tengdust líf- inu. Árin sem við áttum í Ameríku voru æðisleg. Þú elsk- aðir að koma á öll sundmótin og horfa á litla selinn eins og þú kall- aðir mig. Allar ferðirnar okkar á Manhattan, bæði til að heim- sækja afa í Sameinuðu þjóðirnar, og að kíkja í „China Town“ að versla fyrirhugaðan söluvarning á klakanum. Þegar ég flutti heim til Íslands byrjuðu bréfaskriftin, föxin, símtölin og síðar Facetime símtölin, okkur leiddist sko ekki í símanum. Ég hlakkaði alltaf til að fá þig heim. Þá kom ég daglega í sótsvart kaffi og Debbies. Mér þótti vænt um að geta alltaf leitað til þín. Þú varst einstök í alla staði og stráðir glimmeri hvert sem þú fórst. Lífið verður tóm- legt án þín. Við elskum þig svo mikið, Þín barnabörn, Samúel Kári, Karen Lind og Eygló Anna. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund. Minning þín mun ætíð lifa í hjörtum okkar, yndis- legar minningar frá Íslandi, New York og Flórída. Þú varst kona sem gafst lífinu lit, full af kærleik, ást og umhyggju. Sterk, sjálf- stæð og kraftmikil og baðst sjald- an um aðstoð, því þú hjólaðir beint í verkin. Við munum sakna allra skemmtilegu frasanna sem komu frá þér á ensku og íslensku í bland. Þú varst alltaf svo góð og skemmtileg við börnin okkar og fannst þeim alltaf gaman að heimsækja ömmu búbbís. Ég verð ævinlega þakklátur að hafa flutt til þín til Flórída, haust- ið 2002, til að hefja nám. Við átt- um margar yndislegar stundir saman og ferðuðumst mikið. Ég veit að þér þótti mikið vænt um þegar að við sátum saman að horfa á sjónvarpið á kvöldin, oft- ast var Fox News fyrir valinu enda var það þín stöð. Þú dróst mig á skartgripa- og húsgagna- sýningu því þú varst alltaf eitt- hvað að bralla, skoða og leita af kjarakaupum. Við þurftum í tví- gang að forða okkur frá fellibylj- um. Fyrra skiptið flúðum við til Guggu og Trausta en í seinna skiptið alla leið til Atlanta. Það var yndislegt að fá að kynnast þér enn betur er ég flutti til þín því þú varst alltaf amma mín sem bjó í New York og því ekki svo auðvelt að kíkja í heimsókn. Elska þig ávallt og nú mun þú og afi Guðmundur sameinast á ný. (Guðmundur Árni). Ég á svo ótal margar skemmti- legar minningar frá þér, elsku amma mín. Þú varst aðal stjarn- an hvert sem við fórum, lýstir upp umhverfið og varst alltaf tilbúin að taka þátt í einhverju djóki eða vitleysu. Vinir og vin- konur mínar öfunduðu mig að eiga svona uppátækjasama og skemmtilega ömmu. Ég gleymi ekki deginum þegar við fjölskyld- an vorum hjá þér í Flórída og þú varst að þrífa sundlaugina þína. Þú settir aðeins of mikið af klór í laugina og þegar að þú fórst upp úr þá var sundbolurinn þinn al- veg gegnsær. Við hlógum mikið af þessu atviki. Mig hlakkaði allt- af til þess að eyða með þér Hrekkjavökunni en þú tókst hana alla leið og varst alltaf í langflot- tasta búningnum. Ég á eftir að sakna fjölskylduhittingana á Suðurgötunni og fjölbreyttu rétt- anna sem í boði voru. Ég kveð nú ömmu mína í hinsta sinn, tárvot og full þakklætis fyrir einstaka ást. (Ingveldur). Aldrei gleymi ég því þegar við tíndum saman appelsínur á trján- um í bakgarðinum þínum í Flór- ída. Eitt skipti var krókódíll á bakkanum og þú gerðir þér lítið fyrir, nældir þér í kúst og hljópst í átt að honum og rakst hann ofan í aftur. Einnig þótti mig mjög vænt um þegar við fórum saman í Cocoa Village í búðina þína og ég var að hjálpa til. Minningin um þig mun lifa að eilífu í mínu hjarta og vorum við alltaf mjög náin. Þú studdir mig í einu og öllu og varst alltaf til staðar fyrir mig. Ég veit að þú vakir yfir mér og mun ég alltaf gera mitt besta til þess að gera þig stolta af mér. (Sævar Freyr). Vonandi mun himnaríki bjóða upp á Ginger Ale og Debbie kök- ur. Þín verður sárt saknað en minnst með gleði og þakklæti. Hvíl þú í friði, elsku amma. Við elskum þig. Þín barnabörn, Guðmundur, Ingveldur og Sævar Freyr. Sveinbjörg Eygló Jensdóttir Ástkær faðir okkar, afi, og langafi, SIGURÐUR HÓLM GUÐMUNDSSON frá Vopnafirði, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum mánudaginn 4. júlí. Útför auglýst síðar. Helga Rós Sigurðardóttir Björn Guðgeir Sigurðsson María Hlín Sigurðardóttir Jenný Ýr Jóhannsdóttir Hrafn Davíðsson Hanna María Jóhannsdóttir Elís Rafn Björnsson Sigurður Már Atlason Agnes Orradóttir Bjarki Steinar Björnsson Garðar Snær Björnsson langafabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR BERNHÖFT, Lundi 3, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum síðastliðinn fimmtudag. Útförin verður auglýst síðar. Birgir Bernhöft Gotti Bernhöft María G. Sveinsdóttir Árni Valdimar Bernhöft Kristrún Helga Bernhöft Kristófer Þór Pálsson og barnabörn Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNAS SIGURJÓNSSON, Einholti, Skagafirði, lést 2. júlí í sinni sveit. Útför verður frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 15. júlí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Hofsstaðakirkju, bankanúmer 310-26-16373, kennitala 630169-0389. Valgerður Kristjánsdóttir Kristján Bjarki Jónasson Gerður Kristný Rannveig Jóna Jónasdóttir Helga Elín, Katla Rut, Kristján Skírnir, Hjalti Kristinn Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, systir, mágkona og tengdadóttir, GUÐRÚN BIRNA ÁRNADÓTTIR, Blásölum 19, 201 Kópavogi, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum föstudaginn 1. júlí. Hún verður jarðsungin frá Lindakirkju miðvikudaginn 13. júlí klukkan 13. Daníel Helgason Árni Thor og Helgi Freyr Daníelssynir Árni Már Ragnarsson Hafdís Jóna Stefánsdóttir Erla Steinunn Árnadóttir Tómas Hansson Inga Bryndís Árnadóttir Egill Daði Axelsson Stefanía Ósk Árnadóttir Ragnar Mete Helgi Halldórsson Erna Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.