Morgunblaðið - 11.07.2022, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.07.2022, Qupperneq 27
_ Serbinn Novak Djokovic er Wimble- don-meistari karla í tennis fjórða árið í röð eftir sigur gegn Ástralanum Nick Kyrgios í úrslitunum í London í gær. Kyrgios byrjaði af krafti og vann fyrsta settið 6:4 en Djokovic, sem er þekktur fyrir endurkomusigra, vann annað settið 6:3 og náði yfirhöndinni með 6:4 sigri í þriðja settinu. Fjórða settið fór í framlengingu eftir æsispennandi 6:6 jafntefli þar sem Djokovic hafði að lokum betur og tryggði sér sjöunda Wimbledon-titilinn sinn og þann fjórða í röð. _ Tenniskonan Elena Rybakina frá Kasakstan hafði betur gegn Ons Ja- beur frá Túnis í úrslitaleik einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í London á laugardaginn. Jabeur byrjaði betur og vann fyrsta sett 6:3. Rybakina, sem er fædd í Rússlandi og hóf aðeins að keppa fyrir hönd Ka- sakstan fyrir fjór- um árum, óx hins vegar ásmegin og vann annað sett 6:2. Hún vann sömuleiðis þriðja sett 6:2 og tryggði sér þannig 2:1-sigur og sigur á mótinu. Um er að ræða fyrsta risatitil Rybakinu sem er 23 ára göm- ul. _ Strákarnir í U20 ára landsliði Ís- lands í handknattleik töpuðu 35:27 fyrir Þýskalandi á Evrópumótinu í Portúgal í gær. Þeir urðu þar með neðstir í sínum riðli og misstu af sæti í átta liða úrslitum. Simon Michael Guðjónsson, Andri Már Rúnarsson og Símon Michael Guðjónsson voru markahæstu leikmenn íslenska liðsins með 4 mörk hver. _ Charles Leclerc í liði Ferrari sigraði í austurríska kappakstrinum í Formúlu eitt sem fram fór í Spielberg í gær. Max Verstappen hjá Red Bull varð annar og Lewis Hamilton hjá Merce- des hafnaði í þriðja sæti, eftir að hafa ræst áttundi, en fjórði varð George Rusell hjá Mercedes. Carlos Sainz, sem keppir fyrir Ferrari, féll úr keppni þegar bíll hans varð alelda á brautinni. Verstappen er með 38 stiga forskot á Leclerc í heildarstigakeppninni en Ser- gio Perez er þriðji. _ Andri Lucas Guðjohnsen, landsliðsmaður í knattspyrnu, er á leið frá Real Ma- drid til Norrköping í Svíþjóð, sam- kvæmt frétt Ex- pressen í gær. Þar var sagt að félögin væru búin að komast að samkomulagi um félagaskiptin og Andri ætti aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun hjá sænska félaginu áður en fjögurra ára samningur yrði undirritaður. Andri, sem er tvítugur framherji, hefur leikið með unglingaliðum Real Madrid og síðan með varaliði félagsins í spænsku C-deildinni síðasta vetur þar sem hann lék 21 leik og skoraði fjögur mörk. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2022 Í MANCHESTER Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Berglind Björg Þorvaldsdóttir skor- aði sitt tólfta mark á ferlinum fyrir íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu þegar liðið gerði svekkjandi jafntefli gegn Belgíu í sínum fyrsta leik í D-riðli Evrópumóts kvenna á akademíuvelli Manchester City í Manchester í gær. Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Berglind Björg kom íslenska liðinu yfir á 50. mínútu með laglegum skalla eftir frábæra fyrirgjöf Karól- ínu Leu Vilhjálmsdóttur. Berglind hafði fengið tækifæri til að koma Ís- landi yfir á 33. mínútu en Nicky Evr- ard í marki Belga varði þá víta- spyrnu frá henni. Justine Vanhaevermaet jafnaði hins vegar metin fyrir Belga á 67. mínútu með marki úr vítaspyrnu og lokatölur því 1:1 í Manchester í gær. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og fékk mun betri mark- tækifæri en Evrard í marki belgíska liðsins varði oft og tíðum meist- aralega. Þrátt fyrir að Ísland hafi fengið stig úr leiknum, sem er jafnframt stigi meira en liðið fékk á loka- mótinu í Hollandi fyrir fimm árum síðan, þá var svekkelsið mikið hjá leikmönnum og stuðningsmönnum íslenska liðsins. Varnarleikur liðsins var mjög þéttur og Belgar sköpuðu sér nánast engin opin marktækifæri á meðan íslenska liðið, með Sveindísi Jane Jónsdóttur fremsta í flokki, fékk nokkur mjög góð færi til þess að skora. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var einnig frábær í leiknum en ásamt því að leggja upp mark íslenska liðsins átti hún nokkra stórhættulega spretti á kantinum. Þá tók hún allar hornspyrnur Íslands í gær en því Morgunblaðið/Eggert Vonbrigði Berglind Björg Þorvaldsdóttir var að vonum miður sín eftir að markvörður Belga varði vítaspyrnu hennar í fyrri hálfleiknum en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var fljót að hughreysta hana. Berglind svaraði fyrir þetta með því að koma Íslandi yfir í byrjun síðari hálfleiks. miður tókst ekki að nýta þær sem skyldi. Þær Sandra Sigurðardóttir, Guð- rún Arnardóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vil- hjálmsdóttir og varamennirnir Svava Rós Guðmundsdóttir og Alex- andra Jóhannsdóttir spiluðu allar sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir Ís- land og með það til hliðsjónar er óhætt að segja að frammistaða liðs- ins, og auðvitað þeirra, hafi verið mjög góð. Ísland þarf sigur gegn Ítalíu Ísland er með eitt stig í þriðja sæti riðilsins eins og sakir standa en Frakkar tróna á toppi D-riðils með þrjú stig eftir öruggan 5:1-sigur gegn Ítalíu í Rotherham. Ísland mætir einmitt Ítalíu á fimmtudaginn kemur í Manchester og það er alveg ljóst að íslenska liðið þarf sigur í þeim leik, ætli liðið sér áfram í átta liða úrslitin. Síðar á fimmtudaginn mætast Frakkland og Belgía í Rotherham en Frökkum dugar sigur til þess að tryggja sig áfram. Með sigri á fimmtudaginn er Ís- land með betri innbyrðisviðureign á Ítalíu en markatala gæti ráðið úrslit- um um það hvaða lið fylgir Frökkum áfram í átta liða úrslitin. Geri Ísland og Ítalía jafntefli eru vonir íslenska liðsins þó ekki alveg úti en liðið þyrfti þá að treysta á að minnsta kosti stig gegn Frakklandi í lokaumferðinni hinn 18. júlí, nema þá að Belgía tapi fyrir Frökkum á fimmtudaginn kemur og geri svo jafntefli gegn Ítalíu í lokaumferð- inni. Stig er betra en ekkert en sigur í gær hefði hins vegar sett íslenska liðið í mjög þægilega stöðu upp á framhaldið að gera. Það tókst hins vegar ekki og því þarf íslenska liðið að eiga sína bestu leiki gegn bæði Ítalíu og Frakklandi. Hrikalega svekkjandi - Sex leikmenn léku sinn fyrsta leik á stórmóti og komust mjög vel frá sínu - Ísland þarf sigur gegn Ítalíu á fimmtudaginn ætli liðið sér í útsláttarkeppnina ÍSLAND – BELGÍA 1:1 1:0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 50. 1:1 Justine Vanhaevermaet 67.(v) MM Glódís Perla Viggósdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir M Sandra Sigurðardóttir Sif Atladóttir Dagný Brynjarsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Dómari: Tess Olofsson – Svíþjóð. Áhorfendur: 3.809. Ísland: (4-3-3) Mark: Sandra Sigurðar- dóttir. Vörn: Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir, Hall- bera Guðný Gísladóttir. Miðja: Gunn- hildur Yrsa Jónsdóttir, Dagný Brynj- arsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (Agla María Albertsdóttir 87). Sókn: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Alex- andra Jóhannsdóttir 90), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Svava Rós Guð- mundsdóttir 71), Sveindís Jane Jóns- dóttir. _ Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn 140. landsleik og bætti enn metið. Hún hefur ein leikið alla 11 leiki Íslands í lokakeppni EM. _ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skor- aði sitt 12. mark í 64 landsleikjum. Þar af hefur hún skorað fimm mörk í síðustu níu landsleikjum sínum. _ Sif Atladóttir lék sinn 90. landsleik og varð sú fjórtánda til að ná þeim leikja- fjölda. Sveindís Jane Jónsdóttir, Karól- ína Lea Vilhjálmsdóttir og Guðrún Arnardóttir léku allar sinn 20. lands- leik. _ Sveindís Jane Jónsdóttir var útnefnd besti maður leiksins af UEFA og fékk verðlaun fyrir það í leikslok. KNATTSPYRNA Besta deild karla: Hlíðarendi: Valur – Keflavík ............... 19.15 Úlfarsárdalur: Fram – FH .................. 19.15 Garðabær: Stjarnan – Leiknir R ........ 19.15 Í KVÖLD! EM U20 kvenna B-deild í N-Makedóníu, D-riðill: Slóvakía – Ísland .................................. 46:50 Noregur – Slóvenía .............................. 51:87 _ Ísland mætir Noregi í dag og Slóveníu á miðvikudaginn. >73G,&:=/D EM U20 karla Leikið í Portúgal: D-riðill: Þýskaland – Ísland............................... 35:27 Ítalía – Serbía ....................................... 29:34 Lokastaðan: Serbía 3 2 1 0 95:87 5 Þýskaland 3 2 0 1 100:86 4 Ítalía 3 1 0 2 82:95 2 Ísland 3 0 1 2 81:90 1 _ Ísland mætir næst Króatíu og Svart- fjallalandi í keppni um sæti 9-16. A-riðill: Noregur – Pólland................................ 26:32 Spánn – Portúgal.................................. 35:36 _ Lokastaðan: Portúgal 6, Spánn 4, Pól- land 2, Noregur 0. B-riðill: Ungverjaland – Færeyjar ................... 40:21 Slóvenía – Danmörk............................. 27:34 _ Lokastaðan: Danmörk 4, Ungverjaland 4, Slóvenía 2, Færeyjar 2. C-riðill: Króatía – Svíþjóð.................................. 24:27 Frakkland – Svartfjallaland................ 29:23 _ Lokastaðan: Svíþjóð 6, Frakkland 4, Króatía 2, Svartfjallaland 0. .$0-!)49, Bandaríkin New York City – New England ............ 4:2 - Arnór Ingvi Traustason kom inn á hjá New England á 71. mínútu. CF Montréal – Sporting Kansas ............ 1:2 - Róbert Orri Þorkelsson var allan tímann á varamannabekk Montréal. Houston Dynamo – Dallas ...................... 2:2 - Þorleifur Úlfarsson kom inn á hjá Hou- ston á 55. mínútu og skoraði á 69. mínútu. B-deild: Sacramento Republic – Oakland Roots 3:3 - Óttar Magnús Karlsson lék allan leikinn með Oakland og skoraði tvö mörk. Svíþjóð Mjällby – Häcken ..................................... 1:2 - Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki í leikmannahópi Häcken. Kalmar – Sirius........................................ 1:1 - Davíð Kristján Ólafsson skoraði mark Kalmar og lék allan leikinn. - Aron Bjarnason lagði upp mark Sirius og lék allan leikinn. Degerfors – Norrköping ........................ 1:1 - Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Norrköping. Elfsborg – AIK......................................... 2:2 - Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á hjá Elfsborg á 59. mínútu og Hákon Rafn Valdimarsson var varamarkvörður. Malmö – Varberg..................................... 3:0 - Oskar Tor Sverrisson kom inn á hjá Var- berg á 64. mínútu. B-deild: Utsikten – Öster....................................... 1:1 - Alex Þór Hauksson kom inn á hjá Öster á 74. mínútu. Skövde AIK – Örgryte ............................ 2:1 - Brynjar Björn Gunnarsson þjálfar Ör- gryte. 50$99(/:+0$ D-RIÐILL: Belgía – Ísland.......................................... 1:1 Frakkland – Ítalía .................................... 5:1 Staðan: Frakkland 1 1 0 0 5:1 3 Belgía 1 0 1 0 1:1 1 Ísland 1 0 1 0 1:1 1 Ítalía 1 0 0 1 1:5 0 _ Ísland mætir Ítalíu fimmtudaginn 14. júlí og Frakklandi mánudaginn 18. júlí. C-RIÐILL: Portúgal – Sviss........................................ 2:2 Holland – Svíþjóð ..................................... 1:1 Staðan: Portúgal 1 0 1 0 2:2 1 Sviss 1 0 1 0 2:2 1 Holland 1 0 1 0 1:1 1 Svíþjóð 1 0 1 0 1:1 1 Leikir í dag: A: Austurríki – Norður-Írland................. 16 A: England – Noregur .............................. 19 EM KVENNA 2022

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.