Morgunblaðið - 11.07.2022, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
CHRIS
HEMSWORTH
CHRISTIAN
BALE
TESSA
THOMPSON
TAIKA
WAITITI
RUSSELL
WITH CROWE
NATALIE
AND PORTMAN
96%
Empire
The Playlist BBC The sun
Total FilmRogerEbert.com
HJÖRTUR JÓHANN JÓNSSON ALDÍS AMAH HAMILTON AHD TAMIMI GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON
LÍSA PÁLSDÓTTIR HARALD G. HARALDS KATRÍN HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR 82%
DAGMÁL
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Listahátíðin LungA, sem fer fram á
Seyðisfirði á ári hverju, hófst í gær,
10. júlí og lýkur næsta sunnudag, 17.
júlí. Þórhildur Tinna Sigurðardóttir
og Helga Guðrún Þorbjörnsdóttir
sjá um skipulag myndlistarsýning-
anna á hátíðinni og stýra minni við-
burðum. Þær sjá að eigin sögn um
brúna milli þátttakenda á hátíðinni,
heimamanna og þeirra listamanna
sem taka þátt og að hlúa að samfél-
aginu sem myndast á hátíðinni. Þær
voru gestir Dagmála og sögðu frá
sínum persónulegu kynnum af hátíð-
inni, sérstöðu hennar og dagskránni
í ár.
Helga Guðrún kynntist hátíðinni
árið 2017 þegar hún tók þátt í ung-
mennaskiptiverkefni á hátíðinni á
vegum Erasmus. „Ég er bara búin
að vera þátttakandi en núna er ég að
koma fyrst að skipuleggja sem er
mjög spennandi.“
Þórhildur Tinna tók hins vegar
fyrst þátt sem sjálfboðaliði árið 2015
og hefur tekið þátt í skipulagningu
síðan ár. „Það er smá skandall að ég
hafi aldrei verið þátttakandi,“ segir
hún. „Ég hafði bara einskæran
áhuga á því hvernig svona fyrirbæri
virka. Þetta styrkir líka tengslanetið
manns og hjálpar manni að finna
sína eigin rödd.“
Húðflúr í glerboxi
Í dag, 11. júlí, opna nokkrar mynd-
listasýningar auk þess sem gjörning-
ar, bíósýningar, danstímar og kar-
íókí verða á dagskrá í vikunni.
Helga Guðrún nefnir nokkra lista-
menn sem koma við sögu. Nermine
El Ansari verður með innsetningu í
Herðubreið, Óðinn Darri verður með
lifandi sýningu, þar sem hann húð-
flúrar í glerboxi á grasbala og lista-
mennirnir Francesco Fabris og Blair
Alexander munu sýna í sílótankinum
Silo. Þá verður haldin minningarsýn-
ing til heiðurs Tótu Van Helzing og
mótmælagjörningur gegn fiskeldi í
firðinum mun fara fram í saunu stað-
arins. Stór hluti LungA-hátíðarinnar
eru listasmiðjur fyrir ungt fólk sem
lýkur með uppskeruhátíð næstu
helgi. Smiðjur þessar eru af ýmsum
toga, í gegnum árin hefur verið boðið
upp á tónlist, myndlist, gjörninga,
dans, textíl og spuna svo eitthvað sé
nefnt. Þar segja þær Þórhildur og
Helga að fólk geti fengið að kynnast
ólíkum listgreinum og geti þar með
ef til vill áttað sig á því hvar þeirra
áhugasvið liggur.
„Ég hef alltaf lært mikið og opnað
mína listsköpun miklu meira. Það er
ótrúlega gaman að vera þarna í viku,
á Seyðisfirði og fá leiðbeiningar frá
einhverjum listamanni sem hefur
eitthvað nýtt að segja og bjóða og
hafa síðan einhverja lokaútkomu.“
Vikunni lýkur á uppskeru- og tón-
listarhátíð helgina 15.-17. júlí.
Tónleikadagskráin er ekki af verri
endanum þetta árið. Þar stíga ýmsir
listamenn á stokk og Helga María
nefnir sem dæmi Birni, Bríeti,
JFDR og hina dönsku Zaar.
Það verður aðeins öðruvísi snið á
tónlistarhátíðinni í ár en undarnfarið
að sögn Þórhildar Tinnu. Í stað þétt-
rar dagskrá í tvo daga blæðir tónlist-
inn inn í listasmiðjuvikuna, en tón-
leikahaldið nær þó hápunkti á
laugardag.
Að koma sjálfum sér á óvart
Helga Guðrún segir stemninguna
á uppskeruhelginni alltaf skemmti-
lega. „Það er mjög fallegt að sjá út-
komuna. Allir eru smá þreyttir samt
af því þeir eru búnir að vera í smiðju
alla vikuna.“
Spurð út í sérstöðu LungA segir
Þórhildur Tinna: „Nú þekki ég ekki
allar hátíðirnar hér en ég held að
sérstaðan sé að þetta sé á Seyðisfirði
sem er lítill staður. Þú ert alltaf með
hlutverk yfir alla hátíðina. Þetta er
mjög einstakur staður til þess að
vera líka einn og vera svolítið sjálf-
stæður. Og aðeins að þrýsta á mörk-
in þín, ekki á vondan hátt en bara að
koma sjálfum sér aðeins á óvart og
átta sig á því að það er fullt af fólki
þarna úti sem er tilbúið að taka þér
eins og þú ert.“
Þá talar Þórhildur Tinna um að á
LungA tilheyri allir sama hópnum og
enginn sé skilinn útundan. Þar séu
ekki haldin einkapartý eða neitt þess
háttar. Það séu bara allir með.
Þær tala vel um Seyðisfjörð en
viðurkenna að því fylgi áskoranir að
halda listahátíð í svona litlum bæ.
Vissulega eru Egilsstaðir rétt hand-
an við heiðina og þar megi finna
margt sem á þarf að halda. Það sé
helst tækjabúnaður sem sé mik-
ilvægt að bóka með fyrirvara í
Reykjavík og flytja hann austur.
Fegurð sem liggur í áskorunum
„Þú ert bara kominn til þess að
vera og það er ekki hægt að redda
neinu,“ segir Þórhildur og þess
vegna séu samskipti við listamenn
mikilvæg og ákveðin vænt-
ingastjórnun. Þá sé mikilvægt að
taka það skýrt fram við listamennina
að þegar þeir komi með verk á
LungA þá megi búast við því að
þetta verði LungA-útgáfa af því
verki. „Þetta er grasrótarhátíð enn
þá þótt hún sé orðin 23 ára. Við erum
bara að vinna með það sem við höf-
um og það er líka fegurð í því að
kynnast verkinu þínu á nýjan hátt og
vera opin fyrir áskorununum. Ég er
búin að vera að gera þetta síðan 2015
og ég er með þumalputtareglu: Aldr-
ei panikka. Þetta verður alltaf fal-
legt, það verður alltaf gaman.“
Um framtíð hátíðarinnar segir
Þórhildur Tinna að það sé margt
spennandi í kortunum. Hún mun
ásamt Helenu Aðalsteinsdóttur taka
við hlutverki framkvæmdastjóra en
þær munu þó enn njóta stuðnings
þeirra sem hafa séð um það verkefni
undanfarin ár, Hilmars Guðjóns-
sonar, Bjartar Sigfinnsdóttur og
Sesselju Hlínar Jónasardóttur.
„Við erum báðar sýningarstýrur
og sérhæfum okkur í sýning-
arstjórnun á viðburðum. Við erum
spenntar að finna einhvern góðan
farveg fyrir hátíðina þannig að hún
nái að þroskast á fallegan hátt. Það
er held ég ofmetið að hlutir verði að
stækka til þess að verða betri. Ég
held það sé fullkominn tími til þess
að taka við og gera eitthvað sniðugt
og skemmtilegt.“
Finna eigin rödd á LungA
- Listahátíðin LungA á Seyðisfirði fer fram 10.-17. júlí - Í listasmiðjum hátíðarinnar getur fólk
kynnst ólíkum listgreinum og styrkt tengslanetið - Uppskeru- og tónlistarhátíð fer fram næstu helgi
Morgunblaðið/Kristófer Liljar
Skipuleggjendur „Ég er búin að vera að gera þetta síðan 2015 og ég er með þumalputtareglu: Aldrei panikka,“
segir Þórhildur Tinna Sigurðardóttir sem var gestur Dagmála ásamt Helgu Guðrúnu Þorbjörnsdóttur.