Morgunblaðið - 11.07.2022, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 11.07.2022, Qupperneq 32
STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU WWW.SVEFNOGHEILSA.IS Svefn heilsa& GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ PANDORA STILLANLEGUR HÆGINDASTÓLL VANDAÐAR SÆNGUROG KODDAR Í ÚRVALI EITT MESTA ÚRVAL AF HEILSUDÝNUM Á LANDINU ÚRVALAF VÖNDUÐUM HEILSURÚMUM Tónleikar verða haldnir á morgun, þriðjudag, kl. 19.30 í Hvalsneskirkju í Suðurnesjabæ. Á þeim koma fram Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og Helga Bryn- dís Magnúsdóttir píanóleikari og flytja dagskrána Menning á Miðnesheiði. Á efnisskrá verða íslensk söng- lög og amerískir slagarar, eins og segir í tilkynningu. Tónleikarnir eru hluti af tónleikarröðinni Sumartónar í Hvalsneskirkju og eru styrktir af Uppbyggingasjóði Suðurnesja og Tónlistarsjóði. Sumartónar með Bjarna og Helgu MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 192. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Víkingar eru aðeins sex stigum á eftir Breiðabliki í toppslagnum í Bestu deild karla en þeir unnu Skaga- menn 3:2 í tólftu umferðinni á laugardaginn. Blikar voru komnir með ellefu stiga forskot á Víking um tíma. Eyjamenn hafa enn ekki unnið leik eftir tólf umferðir en þeir töpuðu 4:3 fyrir KA eftir að hafa skorað þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. »26 Víkingar saxa á forskot Blikanna ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Kátt var í Kópavogi og fótboltinn fjörugur á Símamótinu sem þar var haldið um helgina. Þátttakendur voru alls um 3.000, það er úr 5., 6. og 7. flokk kvenna í knattspyrnu. Leik- ið var á völlum Breiðabliks í Smár- anum, en 5. flokkurinn háði sína leiki á Fagralundi í Fossvogsdal. Stelpur úr fótboltafélögum af öllu landinu mættu til mótsins. Jafnhliða var háð Litla Símamótið haldið fyrir 8.flokk. Leikir í því fóru fram í knattspyrnu- húsinu Fífunni. Símamótið var nú í 38. sinn, en það hefur verið haldið allar götur frá árinu 1985. Foreldrar og jafnvel heilu fjöl- skyldurnar mættu á mótið til að fylgja stelpunum sínum eftir. Þeirra á meðal var Sigurhanna Friðþórs- dóttir úr Vestmanneyjum sem þarna var með dóttur sinni, Díönnu Jóns- dóttur úr ÍBV. Sigurhanna er móðir þriggja stúlkna sem allar hafa verið í knattspyrnu og þær hafa allar farið á Símamótið sem Sigurhanna sótti nú í 18. sinn. Förum ánægð heim „Stelpunum okkar úr ÍBV gekk vel á mótinu og öll förum við ánægð heim,“ sagði Sigurhanna í samtali við Morgunblaðið. „Sjálfsagt hafa ekki margir farið á jafn mörg Síma- mót og ég. Mér finnst gaman að fylga stelpunum mínum eftir en nú eru þær að stálpast og þetta er síð- asta mótið sem ég sæki sem foreldri. Umgjörðin hér er góð og fram- kvæmd mótsins sömuleiðis. Fyrir stelpurnar er þetta frábær skóli, þ.e. að taka þátt í keppni, vinna leiki og tapa og vera saman í gegnum súrt og sæt í nokkra daga. Mót sem þessi eru mikill félagslegur lærdómur.“ 3.000 stelpur í fótbolta Morgunblaðið/Sigurður Bogi Glens Keppnisskapið einskorðast ekki við fótboltann rétt eins og sást á tilþrifum þessara leikkvenna Breiðabliks. Mæðgur Sigurhanna Friðþórsdóttir og Díanna Jónsdóttir leikmaður ÍBV. - Sigurhanna var mamma á Síma- móti í 18. sinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.