Skólavarðan - 2021, Side 4

Skólavarðan - 2021, Side 4
4 SKÓLAVARÐAN VOR 2021 KENNARASAMBANDIÐ / Leiðari Bókvitið er auðvitað ekkert bundið við bækur. Bókvitið tákn- ar hina sammann- legu hugsun og reynslu sem gerð hefur verið aðgengi- leg fólki um heim allan. Leiðari Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ Asklok fyrir himin T ímarnir breytast og mennirnir með. Áður var kjörorð þjóðarinnar: Bókvitið verður ekki látið í askana. Með því átti ekki að rota, heldur dauðrota, alla menntaþrá og menntaviðleitni. Menn áttu að hafa sér asklok fyrir himin. Nú er einkunnarorð nýja tímans: „Mennt er máttur“, „vísindin efla alla dáð“. Þannig komst Arnór Sigurjónsson frá Sandi í Aðaldal að orði fyrir ríflega öld í umfjöllun um menntun í landinu. Upp- haf tuttugustu aldar var tími nánast óþrjótandi möguleika og mikillar bjartsýni en um leið forleikur mikilla átaka og öfga. Það fór ekki á milli mála að menntun og vísindi gætu leyst úr læðingi mikinn mátt og eflt dáð. Það fer heldur ekki á milli mála að mikið af því sem ritað og hugsað var um menntamál fyrir einni, eða jafnvel hálfri annarri öld, var ótrúlega nútímalegt og fágað. Menntun var álitin einhvers konar leið til ljóssins úr myrkrinu, ferðalag í persónulegum þroska. Í grein Arnórs ræðir hann mikilvægi þess að mennta þjóðina úti í sveitunum. Slíkt þótti engan veginn sjálfsagt mál á þeim tíma. Fram að því hafði nokkurn veginn verið talið duga að prestar eða aðrir embættismenn hefðu augun opin fyrir drengjum sem sýndu miklar námsgáfur svo senda mætti þá til frekara náms. Það var trú Arnórs að öflugir skólar úti um allt land gætu tryggt blómleg samfélög í sveitunum og komið í veg fyrir flóttann í bæina. Samfélög eru flókin og vera má að menntun fólks í sveitum hafi, þegar allt kom til alls, frekar ýtt undir flutning fólks úr sveitunum en hitt. Breyttir atvinnuhættir gerðu það kannski óumflýjanlegt. Það er þó mikill munur á þeim tilflutningi fólks sem kemur til vegna neyðar – og hinum sem helgast af leit að nýjum tækifærum. Allt síðastliðið ár hafa Íslendingar staðið frammi fyrir mikilli vá. Heimsfaraldur af völdum kórónuveirunnar hefur lamað heimsbyggðina og orðið milljónum að bana. Vikum saman hefur síðan land skolfið á Reykjanesskaga og einhverj- ar líkur eru á því að brátt hefjist eldgosahrina sem kann að standa yfir í einhverjar aldir. Það er á stundum sem þessum sem styrkur menntunar- innar blasir við. Skýrustu holdtekjur hennar um þessar mundir eru líklega fjórar manneskjur: Alma, Kristín, Víðir og Þórólfur. Fólk sem fætt er á tímabilinu 1953 til 1973. Tvö þeirra fædd í Vestmannaeyjum, eitt á Siglufirði og eitt í Reykjavík. Leið þeirra til menntunar lá um heim allan og aftur heim. Þau hafa lagt fyrir sig svæfingar- og barnalækningar, trésmíði, popp- söng, olíurannsóknir og hjálparsveitarstarf, svo eitthvað sé nefnt, í löndum eins og Bandaríkjunum, Svíþjóð og Úganda. Á bak við þessi fjögur er stór hópur annars fólks með enn fjölbreyttari bakgrunn sem vinnur við það alla daga að halda samfélaginu gangandi og bregðast við þeim aðstæðum sem upp koma. Þessi fjölbreytileiki er styrkur – ekki aðeins vegna þeirrar víðsýni og hæfni sem honum fylgir – heldur líka vegna þess að fjölbreytileikinn er sannindamerki þess að fólkið hafi sjálft varðað sína leið gegnum lífið. Bókvitið er auðvitað ekkert bundið við bæk- ur. Bókvitið táknar hina sammannlegu hugsun og reynslu sem gerð hefur verið aðgengileg fólki um heim allan. Það er ekki eðli þekkingar að safnast saman í polla. Það er heldur ekki eðli manneskjunnar að sitja í slíkum polli. Þekking og reynsla á að vera smitnæm og fara víða. Nú, rúmum hundrað árum eftir að Arnór skrifaði grein sína, stöndum við enn frammi fyrir þeirri áskorun að hafa ekki asklok sem himin. Djúpt í minni þjóðarinnar er sterk þessi taug sem metur gildi menntunar í því hvort hún dugi fólki til að sjá sér farborða. Enn flykkjast stórir hópar í nám fyrst og fremst af praktískum ástæðum. Námsval er of einhæft og mælingar sýna skort á tengslum nemenda við námsvalið. Þessu þurfum við að breyta. Við þurfum rækilega að minna okkur á að námsval á að vera fjölbreytt og það á að vera eðlilegt að fólk velji ólíkar leiðir – og skipti jafnvel oft um stefnu. Heimurinn er allur að opnast. Tækifærunum fjölgar stöðugt. Alheimurinn er leiksvið okkar. Við þurfum að ala ungmenni upp í opnu hugarfari og víðsýni og umfram allt að berjast gegn því að menntun sé dregin ofan í lokaða aska.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.