Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 6
6 SKÓLAVARÐAN VOR 2021
KENNARASAMBANDIÐ / Fréttir
Fyrstu nemendur Menntavísindasviðs Háskóla
Íslands með MT-próf í kennaranámi útskrifuð-
ust í febrúar. Um er að ræða 120 eininga meist-
arapróf til kennsluréttinda þar sem nemendur
taka námskeið til 30 eininga í stað þess að vinna
jafnstórt lokaverkefni.
Í hinum fyrsta útskriftarhópi er m.a. Guð-
mundur Lárus Guðmundsson og á vef háskólans
er rætt við hann um námið. „Ég var byrjaður á
meistararitgerð en átti erfitt með að tengja við
hana. Að eiga kost á að dýpka þekkingu sína
með því að taka námskeið í stað ritgerðar finnst
mér hafa gefið mér mikið. Þegar nemandi er
þátttakandi í námskeiði þá ræðir maður náms-
efnið við aðra og sér fleiri hliðar á málunum.
Þetta er að mínu mati mjög mikilvæg viðbót við
kennaranámið því ég hugsa að það séu margir
í svipuðum sporum og ég. Efnið sem ég var
kominn með í ritgerðina fór samt ekki til spillis
því ég gat nýtt það í ýmis verkefni. Ég mæli
heilshugar með MT-námsleiðum því þær skapa
tækifæri á aukinni kunnáttu á þeim sviðum sem
kennarar telja að komi þeim vel í starfi.“
Guðmundur hefur síðustu tvö ár starfað
sem umsjónarkennari í Háteigsskóla og nálgast
hann kennsluna með aðferðum leiðsagnarnáms,
en sú kennsluaðferð er mikið notuð í skólanum.
Hann sjálfur átti ekki farsæla skólagöngu
og varð það einmitt til þess að hafa áhrif á
starfsvalið.
„Ég var ákaflega rólegur nemandi með
ógreinda lesblindu. Ég týndist í hópnum og fékk
ekki þann stuðning sem ég þurfti. Upplifun mín
af grunnskólaárunum hafði mikil áhrif á val mitt
á kennaranámi. Mig langaði að geta tekið þátt
í því að styðja við börn á skólagöngunni, leggja
mitt af mörkum við að halda utan um nemendur
sem eiga í erfiðleikum og passa umfram allt að
enginn gleymist. Öll börn geta lært en það er
undir okkur komið að hvetja þau til dáða og
vera þeim góðar fyrirmyndir. Þótt skólaganga
mín hafi verið þyrnum stráð þá gafst ég ekki
upp og hélt áfram námi. Mín lexía, sem ég tek
með mér í kennslu til nemenda minna, er að
láta aldrei deigan síga þótt vindar blási,“ segir
Guðmundur.
Guðmundur gefur góð ráð til nýútskrifaðra
kennara á vef háskólans. „Það er eðlilegt að
fyrsta árið í kennslu sé krefjandi og það er
ótrúlega mikið sem þarf að taka inn. Engir tveir
dagar eru eins og það gerir það að verkum að ég
mæti til vinnunnar fullur tilhlökkunar alla daga.
Ekki hika við að fá aðstoð frá samstarfsfólki
varðandi kennslu, samskipti og starfið. Ég elska
starfið mitt, vinnustaðinn minn, nemendur
mína og samstarfsfólkið mitt því í vinnunni er
ég bara ég sjálfur og allir leyfa mér að vera það.
Þetta kann að hljóma klisjukennt en að fara í
kennaranám er besta ákvörðun sem ég hef tekið
í lífinu,“ segir Guðmundur Lárus Guðmundsson
kennari.
„Ég mæli heilshugar með
MT-námsleiðum því þær
skapa tækifæri á aukinni
kunnáttu á þeim sviðum
sem kennarar telja að
komi þeim vel í starfi.“
Fyrstu kennararnir með
MT-gráðu útskrifaðir
Guðmundur Lárus Guðmundsson, nýútskrifaður kennari frá Háskóla Íslands. MYND/KRISTINN INGVARSSON
KÍ leiðir NLS
þetta árið
Formennska í Norrænu kennarasam-
tökunum, NLS, er á borði Kennara-
sambandsins þetta árið. Ragnar Þór
Pétursson, formaður KÍ, gegnir embætti
formanns NLS.
NLS er samstarfsvettvangur
norrænna stéttarfélaga kennara á
öllum skólastigum. Innan vébanda NLS
eru sautján stéttarfélög með um 600
þúsund félaga í Danmörku, Færeyjum,
Íslandi, Finnlandi, Grænlandi, Noregi
og Svíþjóð.
Eitt meginhlutverk samtakanna er
að stuðla að þróun skólamála og auka
vegsemd kennarastarfsins í samfé-
laginu.
Árlegu sumarnámskeiði NLS sem
halda átti hérlendis á sumri komanda
hefur verið frestað um eitt ár en því var
einnig frestað á síðasta ári. Ástæðan er
að sjálfsögðu COVID-19. Fyrirhugað
er hins vegar rafrænt málþing um
tengsl kennarafélaga og rannsókna á
skólastarfi. Auk þess er fyrirhugað að
halda fundi í „sektoradeildum NLS“
næsta haust.
Nýjungar hjá
Orlofssjóði
Orlofssjóður KÍ hefur fest kaup á
íbúðum við Hafnarstræti á Akureyri og í
gamla gagnfræðaskólanum á Siglufirði.
Sú breyting hefur orðið í Reykjavík
að nú á Orlofssjóður tíu íbúða hús við
Vörðuleiti en húsin tvö, sem margir
félagsmenn þekkja, við Sóleyjargötu
hafa verið seld. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í grein formanns Orlofs-
sjóðs, Samúels Arnar Erlingssonar á
síðu 34.
„OKÍ stefnir nú á að fjárfesta
í íbúðum í þéttbýliskjörnum í sem
flestum landshlutum og sækist eftir
skiptileigu og samvinnu við aðra sjóði
til að auka fjölbreytni. Þá er hafin mark-
viss vinna við að undirbúa byggingu
nýrra húsa á lóðum sjóðsins á orlofs-
svæðunum við Flúðir, þar sem þrjú ný
hús voru tekin í notkun fyrir hálfu öðru
ári,“ skrifar Samúel jafnframt í grein
sinni. Sjá síður 32, 33 og 34.