Skólavarðan - 2021, Side 7

Skólavarðan - 2021, Side 7
VOR 2021 SKÓLAVARÐAN 7 Fréttir / KENNARASAMBANDIÐ Aukaþingi KÍ frestað – þingað aftur í apríl Kennarasamband Íslands efndi til aukaþings dagana 26. og 27. nóvember 2020. Efnt var til aukaþingsins í samræmi við samþykkt sem var gerð á 7. þingi KÍ sem fram fór í apríl 2018. Þar segir að skipa skuli milliþinganefnd sem hafi það hlutverk að fara yfir og endur- skoða skipulag, starfsemi og rekstur KÍ. Milliþinganefnd var skipuð að loknu þinginu 2018 og skilaði hún skýrslu á haustdögum 2020. Á síðari degi aukaþings var ákveðið að fresta þingi og skyldi það haldið eigi síðar en 30. apríl 2021. Tillaga um frestun þings var lögð fram af Ragnari Þór Péturssyni, formanni KÍ, og hljóðaði svo: Rafrænt aukaþing KÍ 26.- 27. nóvember samþykkir að fresta þingstörfum og þar með þeim dagskrárliðum sem eftir eru. Þingi skal haldið áfram að afloknum ársfundi KÍ eigi síðar en 30. apríl 2021. Vildu aukatíma til undirbúnings Greinargerð tillögunnar hljóðar svo: Ítrekuð ósk hefur komið fram á aukaþingi KÍ um aukinn undirbúning og umræðu þingfulltrúa vegna tillagna milliþinganefndar sem bárust seinna en áætlanir stóðu til. Tillaga um að fresta lagabreytingum til næsta reglulegs þings var felld með naumum meirihluta í gær þann 26. nóvember. Ljóst er að þingundirbúningur var mjög misjafn í aðdraganda þings og þótt stór hluti þings telji sig tilbúinn í umræður og afgreiðslu mála telur þing rétt að gefa þeim aukinn tíma sem þurfa. Sá tími skal nýttur af stjórn KÍ til að stuðla að málefnalegri umræðu með reglulegum hætti á milli aðildarfélaga fram að næsta ársfundi og framhaldi þings. Tillagan var borin undir félagsmenn og fór atkvæðagreiðsla þannig að já sögðu 175, nei sögðu 20. Niðurstaðan var afgerandi og frestaði þingforsetinu þinginu í kjölfarið. Þar með lauk aukaþingi KÍ í bili, þingi sem er sögulegt fyrir þær sakir að slíkt þing hefur ekki áður verið haldið og þá fór þingið fram á netinu sem er nýlunda en skýrist auðvitað af COVID-19. Framhaldsfundur aukaþings fer fram á netinu 20. apríl, og geta félagsmenn fylgst með framvindunni. Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ, hélt setningarávarp á Auka- þingi. MYND/ANTON BRINK Anna María Gunnarsdóttir gerði grein fyrir störfum skólamálaráðs á ársfundi KÍ sem fór fram sömu daga og aukaþingið. MYND/ANTON BRINK Kjaramolar Félagar í FF – vissuð þið?  X að þegar kennari er veikur á hann að nýta orkuna til að ná heilsu á ný? Hann á ekki að kenna fögin sín í fjarfundi.  X að ef þú tekur að þér forfallakennslu sem stendur lengur en í eina viku á að greiða þér hana sem hlutfall af vinnumati áfangans en ekki einungis kenndar kennslustundir?  X að kennari í hlutastarfi sem tekur að sér reglubundna viðbótarkennslu, t.d. yfir eina önn, á að fá viðbótina metna til starfshlutfalls til viðbótar ráðningarhlutfalli, en ekki greidda sem yfirvinnu? Því fylgir aukið hlutfall B-vinnuþáttar, ávinnsla sumarorlofs, aukinn veikindaréttur og betri réttindi í Vísindasjóði FF&FS. Félagar í FL – vissuð þið?  X að kennarar, háskóla- menntaðir starfsmenn með B. Ed í leikskólafræðum og aðstoðarleikskólakennarar fá metna starfsreynslu sem ófaglærðir starfsmenn í leikskólum? Einu skilyrðin eru að hafa verið að lágmarki í 50% starfi sem ófaglærður starfsmaður og að skila inn starfsvottorðum.  X að eftir 20 ára starf sem kennari þá áttu að hækka um einn launaflokk og færð þá sjö flokka vegna reynslu. Fyrir alla félagsmenn – vissuð þið?  X að nú eiga allir félags- menn í KÍ 30 daga orlofsrétt?  X að fæðingarorlofsréttur er í dag 6 mánuðir á hvort foreldri. Leyfilegt er að framselja allt að 6 vikum til maka.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.