Skólavarðan - 2021, Side 8

Skólavarðan - 2021, Side 8
8 SKÓLAVARÐAN VOR 2021 KENNARASAMBANDIÐ / Fréttir Félagar í Félagi kennara og stjórnenda í tónlist- arskólum samþykktu breytingar og fram- lengingu á samningi félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga í atkvæðagreiðslu sem lauk þann 15. desember 2020. Á kjörskrá var 481 og greiddu 242 eða 50,3% atkvæði. Já sögðu 94,2%. Kjarasamningurinn gildir til 31. desember 2021. Vinnuum- hverfisnefnd segir að...   X ...atvikaskráning sé forsenda þess að læra megi af atvikum og varðveita réttindi starfsfólks. Mikilvægt er að atvikaskráning verði fast- mótuð og í umsjón einhvers ákveðins. Öll atvik skulu skráð bæði stór og smá.  X ... ræða verði og skilgreina hugtökin ofbeldi og hótanir svo allir séu meðvitaðir um þessa áhættu- þætti. Um leið og allir þekkja skilgreiningar og verða meðvitaðir um hvar mörkin milli pústra og ofbeldis liggja má búast við að atvikum fækki.  X ...virkja verði viðbragðs- áætlanir vegna ofbeldis og hótana. Lifandi viðbragðsá- ætlanir eru hluti af lögbund- inni áætlun um heilbrigði og öryggi starfsfólks.  X ...sálrænt öryggi starfsfólks sé mikilvægt á vinnustöðum og vert að stjórnendur kynni sér hvað í því felst. Um sálrænt öryggi er fjallað í greininni Hvar liggja mörkin? í þessu tölublaði.  X ...margt fróðlegt sé að finna á vef KÍ, t.d. viðbragðs- áætlanir vegna samskipta- vanda,  X ... mikilvægt sé að kynna sér viðbragðsáætlanir vegna vinnuslysa bæði fyrir stjórn- endur og starfsfólk og hvernig ber að bregðast við ábendingu um grun um myglu eða rakaskemmdir. Ertu með hugmynd? Ritstjórn Skólavörðunnar er alltaf á höttunum eftir góðu umfjöllunarefni sem tengist skóla- og mennta- málum. Endilega sendið okkur línu ef þið lumið á hugmynd að áhugaverðu efni sem við getum gert skil í blaðinu. Netfangið er utgafa@ki.is. Leikskólastigið í heild hlaut Orðsporið 2021 Leikskólastigið í heild hlaut Orðsporið 2021, hvatningarverðlaun leikskólans. Menntamála- ráðherra tilkynnti um verðlaunin á morgunfundi RannUng sem fram fór í tengslum við Dag leikskólans. Það var mat valnefndar um Orðsporið að leikskólakennarar, stjórnendur og starfsfólk leikskólanna hafi sýnt ótrúlega elju og fagmennsku á tímum COVID-19. Leikskólarnir hafa unnið afar vel úr erfiðum aðstæðum með velferð og nám barna í algjöru fyrirrúmi. „Leikskólastigið hefur staðið í ströngu undanfarið ár og mikið hefur mætt á kennurum, stjórnendum og öllu starfsfólki leikskólanna við að halda leikskólastarfi gangandi. Unnið hefur verið algjört þrekvirki á leikskólastiginu og fyrir það ber að þakka. Ég geri mér grein fyrir því að þetta hefur á tímum verið mjög erfitt. Þess vegna vil ég þakka öllum þeim sem starfa á leikskóla- stiginu fyrir þeirra vinnu. Þið eigið svo sannarlega skilið Orðsporið 2021,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra þegar hún tilkynnti um verðlaunin. Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla, sagði í sínu ávarpi á fundinum að leikskólarnir væru vel að Orðspor- inu komnir eftir að hafa staðið sig afburða vel í verkefnum liðins árs. Að Orðsporinu standa Félag leikskóla- kennara, Félag stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli. Undirritun samnings í húsakynnum ríkissáttasemjara. Frá vinstri: Harpa Ólafsdóttir, Inga Rún Ólafsdóttir, Bjarni Ómar Haraldsson, Aðalsteinn Leifsson, Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, Vilberg Viggósson og Guðbjörg Guðrún Sigur- jónsdóttir. MYND/ODDUR S. JAKOBSSON. FT samþykkti kjarasamning

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.