Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 8
8 SKÓLAVARÐAN VOR 2021 KENNARASAMBANDIÐ / Fréttir Félagar í Félagi kennara og stjórnenda í tónlist- arskólum samþykktu breytingar og fram- lengingu á samningi félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga í atkvæðagreiðslu sem lauk þann 15. desember 2020. Á kjörskrá var 481 og greiddu 242 eða 50,3% atkvæði. Já sögðu 94,2%. Kjarasamningurinn gildir til 31. desember 2021. Vinnuum- hverfisnefnd segir að...   X ...atvikaskráning sé forsenda þess að læra megi af atvikum og varðveita réttindi starfsfólks. Mikilvægt er að atvikaskráning verði fast- mótuð og í umsjón einhvers ákveðins. Öll atvik skulu skráð bæði stór og smá.  X ... ræða verði og skilgreina hugtökin ofbeldi og hótanir svo allir séu meðvitaðir um þessa áhættu- þætti. Um leið og allir þekkja skilgreiningar og verða meðvitaðir um hvar mörkin milli pústra og ofbeldis liggja má búast við að atvikum fækki.  X ...virkja verði viðbragðs- áætlanir vegna ofbeldis og hótana. Lifandi viðbragðsá- ætlanir eru hluti af lögbund- inni áætlun um heilbrigði og öryggi starfsfólks.  X ...sálrænt öryggi starfsfólks sé mikilvægt á vinnustöðum og vert að stjórnendur kynni sér hvað í því felst. Um sálrænt öryggi er fjallað í greininni Hvar liggja mörkin? í þessu tölublaði.  X ...margt fróðlegt sé að finna á vef KÍ, t.d. viðbragðs- áætlanir vegna samskipta- vanda,  X ... mikilvægt sé að kynna sér viðbragðsáætlanir vegna vinnuslysa bæði fyrir stjórn- endur og starfsfólk og hvernig ber að bregðast við ábendingu um grun um myglu eða rakaskemmdir. Ertu með hugmynd? Ritstjórn Skólavörðunnar er alltaf á höttunum eftir góðu umfjöllunarefni sem tengist skóla- og mennta- málum. Endilega sendið okkur línu ef þið lumið á hugmynd að áhugaverðu efni sem við getum gert skil í blaðinu. Netfangið er utgafa@ki.is. Leikskólastigið í heild hlaut Orðsporið 2021 Leikskólastigið í heild hlaut Orðsporið 2021, hvatningarverðlaun leikskólans. Menntamála- ráðherra tilkynnti um verðlaunin á morgunfundi RannUng sem fram fór í tengslum við Dag leikskólans. Það var mat valnefndar um Orðsporið að leikskólakennarar, stjórnendur og starfsfólk leikskólanna hafi sýnt ótrúlega elju og fagmennsku á tímum COVID-19. Leikskólarnir hafa unnið afar vel úr erfiðum aðstæðum með velferð og nám barna í algjöru fyrirrúmi. „Leikskólastigið hefur staðið í ströngu undanfarið ár og mikið hefur mætt á kennurum, stjórnendum og öllu starfsfólki leikskólanna við að halda leikskólastarfi gangandi. Unnið hefur verið algjört þrekvirki á leikskólastiginu og fyrir það ber að þakka. Ég geri mér grein fyrir því að þetta hefur á tímum verið mjög erfitt. Þess vegna vil ég þakka öllum þeim sem starfa á leikskóla- stiginu fyrir þeirra vinnu. Þið eigið svo sannarlega skilið Orðsporið 2021,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra þegar hún tilkynnti um verðlaunin. Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla, sagði í sínu ávarpi á fundinum að leikskólarnir væru vel að Orðspor- inu komnir eftir að hafa staðið sig afburða vel í verkefnum liðins árs. Að Orðsporinu standa Félag leikskóla- kennara, Félag stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli. Undirritun samnings í húsakynnum ríkissáttasemjara. Frá vinstri: Harpa Ólafsdóttir, Inga Rún Ólafsdóttir, Bjarni Ómar Haraldsson, Aðalsteinn Leifsson, Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, Vilberg Viggósson og Guðbjörg Guðrún Sigur- jónsdóttir. MYND/ODDUR S. JAKOBSSON. FT samþykkti kjarasamning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.