Skólavarðan - 2021, Page 10

Skólavarðan - 2021, Page 10
10 SKÓLAVARÐAN VOR 2021 FÉLAGINN / Elías Gunnar Þorbjörnsson Elías Gunnar Þorbjörnsson Skóli: Lundarskóli Starf: Skólastjóri  X Ég er skólastjóri vegna þess að… Ég hef mjög gaman af því að vinna með fólki og þá sérstaklega nemendum og öllu því frábæra fólki sem starfar innan skólans okkar. Þetta fólk sinnir frábæru starfi við að koma til móts við krakkana okkar og finna leiðir til að gera skólastarfið fjölbreytt og ár- angursríkt. Starf skólastjórans er svo þannig að maður þarf svolítið að vera á tánum þar sem það getur alls konar komið upp á á hverri stundu svo maður verður að vera sveigjanleg- ur og láta ekki óvæntar uppákomur slá sig út af laginu. Það er líka svo gaman að fá að fást við þessi fjölbreyttu verkefni sem oft krefjast skapandi hugsunar og lausnaleitar með fólki sem hefur þekkingu og áhuga á skólamálum.  X Besta stund vikunnar… Þegar ég kemst út að hlaupa sem ég reyni að gera nokkrum sinnum í viku. Það er dásamlegt að fara út og hreinsa hugann, hvort sem það er í götuhlaupum eða náttúruhlaupum. Svo er voða gott þessa dagana þegar Manchester United vinnur hvern leikinn á fætur öðrum, þá er gaman að vera til. Í vinnunni eru bestu stundirnar þegar ég fæ að vinna með nemendum sem hafa á einhvern hátt rekist á í skólan- um og fá tækifæri til að ræða við þá og fara yfir málin. Þegar það gengur vel og við náum sambandi og finnum lausnir þá er ástæðan fyrir starfinu komin.  X Þessu myndi ég vilja breyta… Ég myndi vilja að skólinn gæti verið sveigjanlegri á margan hátt svo við gætum sinnt nemendum okkar enn betur en við gerum í dag. Það eru mjög margir rammar utan um starfið sem geta verið til trafala á stundum. Svo væri gott að þjónusta við nemend- ur í vanda yrði heildstæðari og ríki og sveitarfélög hættu að benda á hvort annað og tækju myndarlega á því verkefni sem börn í vanda glíma við. Vonandi verða ný „Far- sældarlög“ okkur til framdráttar í þessum málum. MYND/ AUÐUNN NÍELSSON

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.