Skólavarðan - 2021, Page 11

Skólavarðan - 2021, Page 11
VOR 2021 SKÓLAVARÐAN 11 Birte Harksen / VIÐTAL B irte kemur frá Jót- landi í Danmörku en hefur búið á Íslandi frá því árið 2000. „Við ætluðum bara að vera hérna í tvö ár,“ segir hún, „en síðan varð ég svo hrifin af að búa hérna og starfa í leikskóla að við hjónin ákváðum að setjast alveg að í stað þess að flytjast til baka til Danmerkur.“ Eiginmaður Birte heitir Baldur Kristinsson. „Hann er stoð mín og stytta og hefur hjálpað mér í gegnum árin við að koma hug- myndum mínum á framfæri, til dæmis með því að semja og þýða söngtexta á íslensku og forrita vefsvæði.“ Vefsvæðin tengjast leikskólastarfi og verður nánar fjallað um þau hér á eftir. Hjónin hittust í Rússlandi árið 1989. Bæði voru þau nýútskrifuð sem stúdentar og tóku þátt í friðarhreyf- ingunni Next Stop Sovjet. Þau voru fimm vikur í Sovétríkjunum sem reyndist meira en nógur tími til að Birte Harksen, leikskólakennari og fagstjóri í tónlist á Urðarhóli, fékk í vetur Íslensku menntaverðlaunin sem framúrskarandi kennari. Verðlaunin hlaut hún fyrir fram- úrskarandi kennslu og frumkvæði við að efla skapandi og leikmiðaða starfshætti í leikskólum með vefsvæðunum Börn og tónlist, Leik að bókum og Stafagaldri. Leikskóla- kennari af lífi og sál Birte Harksen er handhafi Íslensku mennta- verðlaunanna. Verðlaunin hlaut hún fyrir framúrskarandi kennslu og frumkvæði við að efla skapandi og leikmiðaða starfshætti. Svava Jóns- dóttir skrifar

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.