Skólavarðan - 2021, Síða 13

Skólavarðan - 2021, Síða 13
VOR 2021 SKÓLAVARÐAN 13 Birte Harksen / VIÐTAL öðrum hefðbundnum leiðum. „Hann náði samt furðulega mikilli útbreiðslu í leikskólaheiminum og lög af honum hafa líka verið spiluð í útvarpi við og við. Nú þegar geisladiskar eru að verða úreltir er hægt að sækja lögin af disknum án endurgjalds á vefsvæðinu Börn og tónlist. En ef einhver skyldi ennþá vilja geisladisk er velkomið að hafa samband við mig.“ Börn og tónlist Það sem Birte er líklega þekktust fyrir meðal leikskólakennara er vefsvæðið hennar, Börn og tónlist eða bornogton- list.net, sem hún stofnaði fyrir tólf árum. Þar má finna umfangsmikið safn hugmynda að tónlistar- tengdu starfi í leikskóla og auk þess mörg lög og texta sem Birte hefur búið til eða þýtt. Á hverju ári bætast margar nýjar síður við vefinn enda hætta hugmyndirnar ekki að flæða og hún hefur gaman af því að lýsa þeim og gera aðgengilegar, bæði fyrir sjálfa sig og aðra í leit að innblæstri. „Ég hélt upphaflega að þetta yrði síða þar sem fleiri myndu setja inn hugmyndir en það varð ekki raunin,“ segir Birte. „Þó hefur fólk frá öðrum leikskólum stundum sent mér hugmyndir og ég gert síðu um þær. Stundum hef ég jafnvel farið í leikskól- ann þeirra og tekið upp myndskeið þar.“ Þegar Birte stofnaði síðuna var hún ákveðin í því að hún ætti ekki bara að vera textasafn heldur ætti að lýsa því hvernig hægt væri að vinna með lög og texta til að dýpka skilning barnanna og auka þátttöku þeirra. Birte segir að málörvun sé mjög ríkur þáttur í því hvernig hún hagar tónlistarstarfinu, enda er það greinilegt þegar vefurinn er skoðaður. Þar er einnig að finna margs konar hugmyndir um hvernig hægt er að vinna með tónlist á fjölbreyttan hátt, t.d. með hljóðfærum og hreyfingu. Þess vegna eru á vefsvæðinu flokkar á borð við „hljóðfæri og hljóðgjafar“, „hreyfing, dans og leikir“ og „lög í samhengi.“ Birte segir hins vegar að flokkurinn „fjölþjóðlegt“ sé í algeru uppáhaldi því henni finnst svo gaman að læra lög á erlendum tungumálum. „Ég gríp alltaf tækifærið þegar nýtt barn með erlendan bakgrunn kemur í leikskólann og bið þá foreldrana um að kenna mér barnalag eða vögguvísu á þeirra tungumáli. Síðan æfi ég og æfi þangað til ég er búin að leggja það á minnið og oftar en ekki kenni ég öllum börnum á deildinni að syngja lagið líka.“ Birte nefnir sem dæmi að í haust hafi börnin sungið saman barnalag frá Litháen sem heitir Du gaideliai. „Þetta varð rosalega vinsælt á deildinni. Börnin sungu lagið öllum stundum, bæði inni og úti, og ég er viss um að margir foreldrar voru svolítið hissa heima þangað til ég útskýrði hvað var í gangi.“ Minnisstæðasta dæmið um erlent lag er samt þegar leikskólinn var að taka á móti sýrlenskum strák árið 2016 og börnin á deildinni hans æfðu sig í að syngja fallegt friðarlag á arabísku. „Ég hafði lært það nokkrum árum áður af vinkonu minni og þáverandi starfssystur, Hodu Thabet. Við sungum lagið síðan fyrir strákinn og foreldra hans til að bjóða þau velkomin. Þeim þótti mjög vænt um það og við á Urðarhóli erum alltaf jafn hrifin af laginu þótt við syngjum það oftast í íslensku þýðingunni, en þá kallast það Dropalagið. Það er dásamleg leið til að brjóta ísinn þegar maður hittir fólk af erlendum uppruna, hvort sem það er gegnum leikskólann eða annars staðar, að spyrja um móðurmál þeirra og síðan segja að maður þekki lag á því tungumáli – og allt í einu er fólk svo að syngja saman þótt það þekkist ekki neitt. Það að syngja saman skapar gleði, traust og tengsl.“ Vináttuverkefnið hjá Barnaheill Þar sem Birte starfar aðeins fjóra daga vikunnar á Urðarhóli hefur hún tíma aflögu fyrir önnur verkefni, eins og t.d. að halda námskeið. Eitt námskeið sem hún hefur haldið reglulega undanfarin ár tengist Vináttuverkefni Barnaheilla en það er forvarnaverkefni gegn einelti og ætlað leikskólum, fyrstu bekkjum grunnskóla, frístundaheimilum og dagforeldrum. „Verkefnið er upphaflega danskt og heitir þar Fri for mobberi. Ég sá auglýst námskeið í Danmörku sem fjallaði um tónlistina í verkefninu og fór út til að taka þátt í því. Ég var svo hrifin og fannst tónlistarefnið svo frábært“. Í framhaldi ræddi Birte við Barnaheill og mælti með að þau héldu sams konar námskeið hérna á Íslandi. Þeim fannst það góð hugmynd og niðurstaðan varð sú að þau báðu Birte um að halda eitt til prufu. „Það gekk mjög vel svo að þessu var haldið áfram.“ Síðar fóru leikskólar að biðja um að fá hana til sín á skipulagsdögum svo að allt starfsfólk- ið gæti tekið þátt og Birte segir að það finnist henni sérstaklega gaman, ekki síst af því að það er svo mikið hópefli. Stafagaldur Eins og áður kom fram er tónlistar- starfið ekki það eina sem Birte hefur unnið að og þróað í gegnum árin. Nú í vor opnaði hún vefsvæðið Stafagaldur (stafagaldur.net) en það er ævintýra- legur læsisvefur fyrir leikskóla þar sem lögð er áhersla á leikmiðaða nálgun og hljóðkerfisstyrkjandi sögur, leiki og ým- iss konar skapandi starf í galdraramma. Vinnan að vefsvæðinu hlaut styrk frá Vísindasjóði FL og FSL og Þróunarsjóði leikskóla Kópavogs. Vefurinn spratt af þróunarverkefni sem Birte vann fyrir allmörgum árum, en þar skrifaði hún stafaævintýri um vondan galdrakarl sem alltaf stelur einhverju mikilvægu (eins og t.d. öllu grænmeti í G-sögunni og hljóðfærum í H-sögunni). Aðalpersónan í sögunni er leikskólabarn með sama upphafsstaf sem er skrifað inn í ævintýrið og leggur af stað til kastala galdrakarlsins til að fá hann til að skila því aftur sem hann stal. Á leiðinni hjálpar barnið einhverjum sem er í vandræðum og fær töfrapoka að launum. Með hjálp töfrapokans getur barnið leyst þraut sem galdra- karlinn leggur fyrir, en oftast vill hann fá tíu hluti sem byrja á upphafsbókstaf barnsins. Fyrir utan þessar sögustundir er Birte líka tvisvar í viku með Stafagaldurs-vinnustundir handa elstu árgöngum leikskólans. Þær eru skipulagðar í lotum. „Það hentar mér mjög vel að fá að vera með þetta starf í lotuvinnu þar sem það gefur mér færi á að vinna samfellt með ákveðinn hóp barna í fjórar vikur. Með hverjum hópi get ég þá þróað nýjar hugmyndir og kynnt þær jafnóðum á vefnum. Þannig að alveg eins og á Börn og tónlist bætast stöðugt nýjar síður og hugmyndir inn á Stafagaldur. Ég vona að þetta vefsvæði hljóti góðan hljómgrunn meðal leik- skólafólks og að sem flestir geti fundið þar innblástur.“ Birte segir að þetta skólaár hafi verið sérlega spennandi vegna þróunarinnar í sambandi við Stafagald- ur. Hún kveðst vera þakklát fyrir að leikskólastjórinn á Urðarhóli, Sigrún Hulda Jónsdóttir, gefi henni svo frjálsar hendur og treysti faglegum metnaði hennar og kunnáttu. „Fyrir eldhuga eins og mig er það nauðsynlegt til að halda neistanum og starfsgleðinni að finna að maður hafi svigrúm og sveigjanleika til að móta eigið starf.“ Leikur að bókum og Birte- og Immustundir Annað sem hefur viðhaldið starfs- gleðinni hjá Birte er samstarfið við starfssysturina Ingibjörgu Ásdísi Sveinsdóttur, eða Immu eins og allir kalla hana á Urðarhóli. „Þegar við Börnin hafa þörf fyrir að við sýnum þeim raunverulega nærveru og um- hyggju og að finna að við njótum þess að vera með þeim.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.