Skólavarðan - 2021, Síða 14

Skólavarðan - 2021, Síða 14
14 SKÓLAVARÐAN VOR 2021 VIÐTAL / Birte Harksen Imma byrjuðum að vinna á deild saman kom strax í ljós að við hugsuðum á mjög svipaðan hátt og það varð okkur mikil hvatning.“ Þær fóru að vinna saman verkefni sem heitir Leikur að bókum með styrk frá Kópavogsbæ. Það gat af sér samnefnt vefsvæði (leikuradbokum. net) sem nú er nýorðið 10 ára. Leikur að bókum er einföld leið til að vinna með barnabækur svo að sagan nái djúpum tökum á börnunum því að þau leika hana aftur og aftur. Fyrst er bókin sögð eða lesin en síðan fer leik- urinn af stað. Börnin velja sér hlutverk sögupersónanna og leika söguna á sinn hátt. Í hvert sinn sem sagan er leikin skipta börnin um hlutverk. „Það er alltaf gaman að sjá hvernig hver hópur þróar söguna áfram í sína eigin átt,“ segir Birte. „Leikur að bókum er eitt það skemmtilegasta sem ég geri því að hér fæ ég að leika með börnunum og tengslin sem myndast við þau eru svo dýrmæt.“ Annað samstarfsverkefni þeirra Immu varð til í upphafi Covid-tímabils- ins þegar samkomubannið var sett á. Það eru sögu- og tónlistarstundir fyrir börn sem þær kalla Birte- og Immu- stundir. Hingað til hafa þær gert 15 slíka þætti, og er hver með sitt þema, en þá má finna á YouTube. „Okkur Immu fannst svo skrýtið að geta ekki verið í samskiptum við Urðarhólsbörnin svona lengi, nema þau fáu sem voru í sóttvarnahólfi okkar. Til að halda tengslum við hin börnin, og líka við foreldrana, fengum við þá hug- mynd að nýta dagana þegar við þurftum ekki að mæta í vinnu til að taka upp og klippa þessar Birte- og Immustundir. Það tók auðvitað mjög langan tíma en við skemmtum okkur svo konunglega við að gera þessa þætti að það var alveg þess virði. Það skemmtilegasta var líklega þegar við gerðum nornaþáttinn þar sem við brugguðum galdraseið og þegar við drukkum hann var ég allt í einu komin með langt nef og Imma með stór eyru og síðan breyttumst við í asna og frosk.“ Áhuginn Birte er spurð hvað henni finnist mikilvægast í kennslu leikskólabarna. „Leikurinn er aðalmálið. Börnin læra best í gegnum leik, þegar þau hafa gaman og gleyma sér, eru virk og fá að læra á sínum eigin forsendum. Nálgun okkar leikskólakennara verður að mínu mati að vera miðuð við leik. Síðan verður hver kennari að finna leið sem passar við persónuleika hans því að það sem er auðveld og frábær leið fyrir mig er ekki endilega eitthvað sem hentar öllum. Hins vegar ættu allir kennarar með tímanum helst að verða æ meira meðvitaðir um styrkleika sína og nota þá til fulls.“ Birte nefnir líka tengslin sem mikilvægan þátt í kennslu leikskóla- barna. „Börnin hafa þörf fyrir að við sýnum þeim raunverulega nærveru og umhyggju og að finna að við njótum þess að vera með þeim. Börnin sýna mér á hverjum degi að þeim þykir vænt um mig og ég er viss um að þau finna að mér finnst líka vænt um þau.“ Birte er áhugasöm um starfið og það er auðheyrt þegar hún talar um það. „Ég er alltaf á fullu. Ég er með létt geð; ég fæ stundum tilfinningasveiflur og kemst í uppnám en yfirleitt get ég vaknað fersk næsta dag. Sumir dagar eru auðvitað erfiðir í leikskólanum og stundum er maður búinn að nota alla orkuna en ég er sem betur fer fljót að hlaða aftur batteríin. Ég upplifi gleði í samveru með börnunum og frá þeim tengslum sem skapast. Ég er með þeim í leik. Við speglum hvert annað. Þau brosa og ég brosi og ég hlæ og þau hlæja. Ég er heppin að vinna við það sem gleður mig. Ég hugsaði með mér í byrjun að ég myndi snúa aftur í grunn- skólakennsluna þegar við flyttum aftur til Danmerkur, en nú er ég leikskóla- kennari af lífi og sál og elska þar fyrir utan að búa á Íslandi.“ „Leikurinn er aðal- málið. Börnin læra best í gegnum leik,“ segir Birte.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.