Skólavarðan - 2021, Page 16
16 SKÓLAVARÐAN VOR 2021
ERLENT / Fordómar
Borgþór Arngrímsson skrifar
Ef danskur grunnskólakennari
væri spurður hvort hægt væri
að bæta við einum pilti í bekkinn
fer svarið í mörgum tilvikum
eftir nafni piltsins. Ef hann
heitir Mathias er mun líklegra
að kennarinn svari játandi en ef
pilturinn heitir Yousuf. Þetta lýsir
viðhorfi margra Dana til fólks af
erlendum uppruna.
Í byrjun október ár hvert birtir
danska hagstofan nýjar tölur um
íbúafjölda Danmerkur. Nýjustu
tölurnar, frá október 2020,
sýna að þá voru íbúar landsins,
fólk með löglega búsetu, 5.8
milljónir. Af þessum fjölda voru rúmlega 14%,
eða 814 þúsund, innflytjendur eða afkomendur
innflytjenda. Meira en helmingur þessa hóps,
522 þúsund (8.9% íbúa landsins) á uppruna
í löndum sem ekki teljast til Vesturlanda. Af
einstökum þjóðernum er fólk sem á uppruna
í Tyrklandi stærsti hópurinn, rúmlega 65
þúsund, næsti fjölmennasti hópurinn er af
sýrlenskum uppruna, um það bil 45 þúsund, og
þar á eftir fólk með uppruna í Írak, Líbanon og
Pakistan.
Árið 1980 var um það bil 1% íbúa Dan-
merkur fólk frá löndum utan Vesturlanda en í
dag er hlutfallið eins og áður sagði 8.9%. Þetta
er mikil breyting á 40 árum.
Mismunandi ástæður
Ástæður þess að fólki af erlendum uppruna
hefur fjölgað jafn mikið í Danmörku og raun
ber vitni eru margar og mismunandi. Undir lok
heimsstyrjaldarinnar síðari voru um það bil 238
þúsund Þjóðverjar í Danmörku. Þeir höfðu flúið
Þýskaland nasismans en sneru flestir til baka
eftir að stríðinu lauk; voru sem sagt flóttamenn
tímabundið. Á sjötta áratug síðustu aldar, eftir
innrás Sovétríkjanna í Ungverjaland, flýðu 200
þúsund Ungverjar til annarra landa. Af þessum
hópi settust um það bil 1.400 að í Danmörku og
fæstir þeirra sneru aftur heim.
Frekar
Mathias
en Yousuf