Skólavarðan - 2021, Qupperneq 17

Skólavarðan - 2021, Qupperneq 17
VOR 2021 SKÓLAVARÐAN 17 Fordómar / ERLENT Á árunum eftir 1960 var víða í Evrópu, þar á meðal í Danmörku, mikill skortur á vinnuafli. Mörg lönd brugðu á það ráð að leita út fyrir landsteinana eftir starfsfólki. Árið 1967, eftir auglýsingaherferð danskra vinnuveitenda, komu fjölmargir Tyrkir til Danmerkur, sömuleiðis allstór hópur Júgóslava og Pakistana. Allt voru þetta karlar en eigin- konur og börn komu ekki með til Danmerkur enda var í upphafi gengið út frá því að um tímabundna dvöl yrði að ræða. Danir kölluðu þetta innflutta vinnuafl „gæstearbejdere“, vinnandi gesti. Það fór þó svo að margir hinna „vinnandi gesta“, einkum Tyrkir, sneru ekki til baka til heimalandsins en fengu fjölskyldur sínar til Danmerkur. Í byrjun áttunda áratugarins fór atvinnu- leysi í Danmörku vaxandi. Haustið 1973 setti danska stjórnin lög sem bönnuðu komu „vinnandi gesta“ til landsins. Þessi lög giltu ekki um flóttafólk. Útlendingalög Árið 1977 skipaði danska þingið, Folketinget, nefnd til að vinna að nýrri lagasetningu. Það segir kannski sitt um hve flókið viðfangsefnið var að ný útlendingalög voru samþykkt í þinginu árið 1983, eftir sex ára vinnu nefndar- innar. Eins og við mátti búast voru skoðanir skiptar, sumum þótti innflytjendum gert of hátt undir höfði en öðrum fannst lögin sann- gjörn. Lögin bættu mjög stöðu hælisleitenda og í þeim voru ákvæði um sameiningu fjölskyldna. Í því fólst að innflytjandi sem fengið hafði landvistarleyfi átti rétt á að fá fjölskyldu sína til landsins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta ákvæði átti eftir að verða þrætuepli árum saman og er raunar enn. Eitt mál af þessu tagi sker sig úr og er reyndar, að margra mati, eitt þekktasta dómsmál í sögu Danmerkur. Tamílamálið Á árunum 1985- 1989 kom talsverður fjöldi tamílskra flóttamanna frá Sri Lanka til Danmerkur. Sumir úr þessum hópi óskuðu eftir að fá fjölskyldu sína til Danmerkur og töldu sig eiga rétt á því lögum samkvæmt. Á þessum árum var Íhaldsflokkurinn, undir stjórn Poul Schlüter, í ríkisstjórnarforystu og Erik Ninn-Hansen sat í dómsmálaráðuneytinu. Hann ákvað, í trássi við lög og vilja þingsins, að hindra að fjölskyldur Tamíla fengju að koma til Danmerkur. Þetta olli miklu fjaðrafoki og til að gera langa sögu stutta endaði málið með því að Erik Ninn-Hansen var í Landsdómi (rigsret) dæmdur til fangelsisvistar. Landsdómur er sér- dómstóll sem fjallar einungis um mál ráðherra og fyrrverandi ráðherra. Tamílamálið hafði ekki einungis afleiðingar fyrir Erik Ninn-Hansen, heldur hrökklaðist stjórn Poul Schlüter frá völdum eftir að upp komst að villt hafði verið um fyrir þinginu og forsætisráðherrann vissi um ákvarðanir í Tamílamálinu, sem hann hafði þó þrætt fyrir að þekkja nokkuð til. Fræg eru um- mæli Poul Schlüter í þinginu af þessu tilefni: „der er ikke fejet noget under gulvtæppet“. Andúð og tortryggni Eins og flestum er líklega í fersku minni streymdi flóttafólk í hundruða þúsunda tali til Vestur-Evrópu á síðastliðnum áratug. Allt átti það fólk sameiginlegt að vera á flótta undan stríðsátökum og ofsóknum í heimalandinu. Meðal þessa stóra hóps voru mörg börn og unglingar á skólaaldri. Skrifari þessa pistils bjó um átta ára skeið í Danmörku, frá 2010 til 2018, og fylgdist allvel með þjóðfélagsmálum. Umræður um útlendinga voru mjög áberandi og þar sýndist sitt hverjum. Skoðanir Dana á inn- flytjendum og flóttafólki eru mjög skiptar og útlendingaandúð hefur farið vaxandi á síðustu árum. Sú andúð og tortryggni snýr einkum að fólki sem kemur frá löndum utan Vestur- Evrópu, til dæmis Sómalíu, Sýrlandi, Írak og Afganistan. Innflytjendur og flóttafólk heita nöfnum sem bera það með sér að viðkomandi er ekki innfæddur Dani eða af dönsku bergi brotinn. Óteljandi dæmi eru um fólk sem ber „framandi nafn“ og sækir um vinnu en fær afsvar þar sem nafnið gaf til kynna að um væri að ræða einstakling sem ætti rætur utan Danmerkur. Munur á viðhorfi kennara Árið 2019 stóðu tveir sérfræðingar við Háskól- ann í Árósum fyrir viðamikilli könnun meðal danskra grunnskólakennara. 1.264 kennarar við 329 skóla vítt og breitt í Danmörku tóku þátt í könnuninni. Tilgangurinn var að kanna hvort grunnskólakennarar mismunuðu drengjum eftir nafni. Könnunin fór þannig fram að kennurunum var skipt í tvo jafnstóra hópa og sérhver kennari fékk í hendur lýsingu á dreng sem ætlunin var að kæmi í skólann þar sem viðkomandi kennari starfaði. Í lýsingunni stóð að drengurinn ætti við félagslega erfiðleika að stríða og gæti af þeim sökum átt erfitt með nám. Annar kennarahópurinn fékk að vita að drengurinn héti Mathias, hinn hópurinn að hann héti Yousuf. Niðurstaðan var sú að 10% prósent fleiri úr hópi kennaranna töldu sig geta tekið drenginn Mathias í bekkinn en drenginn Yousuf. Simon Calmar Andersen, annar sér- fræðinganna sem önnuðust könnunina, sagði þennan 10% mun verulegan. Laura Gilliam, lektor við Danska kennaraháskólann, tekur í sama streng og segir niðurstöðuna í takt við rannsókn sem hún hefur gert. Simon Calmar Andersen telur að þessi munur á viðhorfi kennaranna sýni ekki að þeir séu rasistar heldur hafi viðkomandi ómeðvitað þá ímynd að drengir með nafn sem minnir á Mið-Austurlönd hagi sér með ákveðnum hætti. „Það er í mannlegu eðli að verða fyrir áhrifum og að mismuna á grundvelli takmark- aðra upplýsinga, í þessu tilfelli nafns.“ Laura Gilliam segir að varast verði að gera kennara að einhvers konar sökudólgum því mismunun sé mjög útbreidd í samfélaginu. Fleiri kannanir benda í sömu átt Tvær nýlegar kannanir sem gerðar voru á vegum Hafnarháskóla hníga í sömu átt og könnunin frá 2019 sem greint var frá hér að framan. Í annarri könnuninni sendu sérfræðingar Háskólans póst til 1.698 grunnskólastjórnenda, bæði í skólum á vegum hins opinbera og einkaskólum. Sendandinn var sagður faðir drengs sem hefði hug á að láta son sinn skipta um skóla. Í 15% tilvika þar sem drengurinn var sagður heita Mohammed var tekið vel í erindið en í 25% tilvika ef drengurinn var sagður heita Peter. Þetta líkist niðurstöðunni í könnuninni frá 2019. Line Lerche Mørck, rannsóknarprófessor hjá dönsku kennslu- og menntunarstofnun- inni, sagði í viðtali við vísindavefmiðilinn Videnskab.dk að niðurstöður þessara kannana yllu áhyggjum. „Hætt er við að börn sem ekki líður vel í skólanum og fá ekki að skipta hætti einfaldlega að mæta og flosni upp. Það er mjög alvarlegt.“ Í hinni könnuninni á vegum Hafnarhá- skóla fengu 2.395 bæjar- og sveitarstjórnar- menn í Danmörku senda einfalda spurningu; „síðan í síðustu kosningum hef ég skipt um heimilisfang og veit ekki hvort ég á að kjósa á sama stað og síðast. Getur þú sagt mér hvar ég á að afla mér upplýsinga um þetta?“ Undir- skrift sendandans var annað hvort ódæmigert danskt nafn, t.d. Mansour, eða dæmigert danskt nafn, t.d Anna. 63% þeirra sem fengu spurninguna svöruðu. „Kjósandinn“ Mansour fékk 17% færri svör en „kjósandinn“ Anna ef sveitarstjórn- andinn var danskur að uppruna. „Kjósandinn“ Anna fékk 20% færri svör en „kjósandinn“ Mansour ef sveitarstjórnandinn var ekki danskur að uppruna. Að lokum má geta um rannsókn um atvinnuumsóknir sem gerð var á vegum Hafnarháskóla á síðasta ári (2020). Þar kom fram að kona sem er ekki dönsk að uppruna og gengur með slæðu þarf að senda 60% fleiri umsóknir til að komast í atvinnuviðtal en kona sem er dönsk að uppruna. Það er í mannlegu eðli að verða fyrir áhrifum og að mismuna á grundvelli takmarkaðra upplýsinga, í þessu tilfelli nafns.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.