Skólavarðan - 2021, Síða 19

Skólavarðan - 2021, Síða 19
VOR 2021 SKÓLAVARÐAN 19 Faggreinafélög / KENNARASAMBANDIÐ Hugrún R. Hólmgeirsdóttir, formaður Samtaka móðurmálskennara  X Samtök móðurmálskennara halda úti Facebook-síðu þar sem stjórn og aðrir félagar koma á framfæri alls kyns upplýsingum en lengi hefur Skíma verið málgagn okkar félaga. Því miður hætti mennta- og menningar- málaráðuneyti stuðningi við útgáfu hennar árið 2017. Ýmislegt er þó í farvatninu til að ná betur til okkar fólks og vonandi náum við þá einnig til nýrra félaga sem við bjóðum ávallt velkomna!  X Starfsemi SM hefur nánast legið niðri undanfarna mánuði, því miður. Við náðum að halda okkar árlega sumarnámskeið, styrkt af SEF, sem eðli málsins samkvæmt er einkum ætlað framhaldsskólakennurum. Aðrar samkomur á vegum samtakanna eru þvert á skólastig og þær hafa legið niðri sem er bagalegt! COVID-19 bitnar verst á þeim þætti í móðurmálskennslu sem felst í samskiptum, bæði milli nemenda og kennara og ekki síður í samtali nemenda. Tengingin rofnar óneitan- lega þegar kennsla fer fram í rafrænu umhverfi. Hvernig gengur að ná til kennara fyrir hönd þíns félags?  X Við vinnum nú að því að koma Skímu í loftið og vonum að okkur takist þá að ná til fleiri félaga og dýpka faglegt samtal um móð- urmálskennslu á landinu öllu. Það er óhætt að segja að rödd okkar félagsmanna er mikilvæg í umræðum við menntamálayfirvöld og því þurfum við að geta rætt saman á vettvangi sem við stýrum sjálf til að auka samstöðu og efla okkur sjálf í starfi. Vonandi getum við svo einhvern tímann haldið gott partí. Einu sinni var ..... Merkilegur handrita- fundur í Kennarahúsi Frágangur á skjölum er eitt þeirra verkefna sem fylgdi flutningi Kennarasambandsins úr gamla Kennarahúsinu yfir í Borgartún. Við slíkan skjalafrágang kemur ýmislegt í ljós, enda merk saga kennarastéttarinnar varðveitt hjá KÍ. Eitt af því sem fannst í gömlum skjölum var fullbúin bók, nánar tiltekið Saga íslenskra barnakennara á árabilinu 1921 til 1971. Höfundur ritsins er Pálmi Jósefsson og segir hann í formálsorðum að hann hafi verið fenginn til verksins síðla árs 1970 og hugmyndin hafi verið að gefa bókina út ári síðar, eða á 50 ára afmæli Sambands íslenskra barnakennara. Eins og við er að búast er saga barnakennara víðfeðm og fjallað um margvísleg málefni; svo sem lagaumgjörð, kennara- nám, aðbúnað og gerð kennsluefnis. Kennarar höfðu líka skoðanir á samfélagsmálum, svo sem Þorskastríðinu og hand- ritamálinu. Þá er fjallað um Ríkisútvarpið nokkrum sinnum, en árið 1934 samþykkti ársþing barnakennara að vinna að því að útvarpið yrði „mjög notað í þágu uppeldis- og skólamála“. Um þetta átti eftir að álykta oft næstu áratugina. Árið 1970 ályktaði 21. fulltrúaþing S.Í.B. og sagði fjölmiðla þjóðarinnar hafa „brugðist skyldu sinni við uppeldis- og skólamál landsins. Þingið telur það ekki eitt fréttnæmt og í frásögur færandi, sem miður kann að fara í uppeldi barna og unglinga“. Þingið lagði áherslu á að fjölmiðlar gætu haft mjög „örvandi áhrif á uppeldismál með því að halda á loft þeim þeim margvíslegu störfum, sem unnin eru innan veggja skólanna af nemendum og kennurum“. Saga barnakennara er tilbúin í próförk. Hvort verður af útgáfu hennar skal ósagt látið en handritið verður varðveitt áfram.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.