Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 19
VOR 2021 SKÓLAVARÐAN 19 Faggreinafélög / KENNARASAMBANDIÐ Hugrún R. Hólmgeirsdóttir, formaður Samtaka móðurmálskennara  X Samtök móðurmálskennara halda úti Facebook-síðu þar sem stjórn og aðrir félagar koma á framfæri alls kyns upplýsingum en lengi hefur Skíma verið málgagn okkar félaga. Því miður hætti mennta- og menningar- málaráðuneyti stuðningi við útgáfu hennar árið 2017. Ýmislegt er þó í farvatninu til að ná betur til okkar fólks og vonandi náum við þá einnig til nýrra félaga sem við bjóðum ávallt velkomna!  X Starfsemi SM hefur nánast legið niðri undanfarna mánuði, því miður. Við náðum að halda okkar árlega sumarnámskeið, styrkt af SEF, sem eðli málsins samkvæmt er einkum ætlað framhaldsskólakennurum. Aðrar samkomur á vegum samtakanna eru þvert á skólastig og þær hafa legið niðri sem er bagalegt! COVID-19 bitnar verst á þeim þætti í móðurmálskennslu sem felst í samskiptum, bæði milli nemenda og kennara og ekki síður í samtali nemenda. Tengingin rofnar óneitan- lega þegar kennsla fer fram í rafrænu umhverfi. Hvernig gengur að ná til kennara fyrir hönd þíns félags?  X Við vinnum nú að því að koma Skímu í loftið og vonum að okkur takist þá að ná til fleiri félaga og dýpka faglegt samtal um móð- urmálskennslu á landinu öllu. Það er óhætt að segja að rödd okkar félagsmanna er mikilvæg í umræðum við menntamálayfirvöld og því þurfum við að geta rætt saman á vettvangi sem við stýrum sjálf til að auka samstöðu og efla okkur sjálf í starfi. Vonandi getum við svo einhvern tímann haldið gott partí. Einu sinni var ..... Merkilegur handrita- fundur í Kennarahúsi Frágangur á skjölum er eitt þeirra verkefna sem fylgdi flutningi Kennarasambandsins úr gamla Kennarahúsinu yfir í Borgartún. Við slíkan skjalafrágang kemur ýmislegt í ljós, enda merk saga kennarastéttarinnar varðveitt hjá KÍ. Eitt af því sem fannst í gömlum skjölum var fullbúin bók, nánar tiltekið Saga íslenskra barnakennara á árabilinu 1921 til 1971. Höfundur ritsins er Pálmi Jósefsson og segir hann í formálsorðum að hann hafi verið fenginn til verksins síðla árs 1970 og hugmyndin hafi verið að gefa bókina út ári síðar, eða á 50 ára afmæli Sambands íslenskra barnakennara. Eins og við er að búast er saga barnakennara víðfeðm og fjallað um margvísleg málefni; svo sem lagaumgjörð, kennara- nám, aðbúnað og gerð kennsluefnis. Kennarar höfðu líka skoðanir á samfélagsmálum, svo sem Þorskastríðinu og hand- ritamálinu. Þá er fjallað um Ríkisútvarpið nokkrum sinnum, en árið 1934 samþykkti ársþing barnakennara að vinna að því að útvarpið yrði „mjög notað í þágu uppeldis- og skólamála“. Um þetta átti eftir að álykta oft næstu áratugina. Árið 1970 ályktaði 21. fulltrúaþing S.Í.B. og sagði fjölmiðla þjóðarinnar hafa „brugðist skyldu sinni við uppeldis- og skólamál landsins. Þingið telur það ekki eitt fréttnæmt og í frásögur færandi, sem miður kann að fara í uppeldi barna og unglinga“. Þingið lagði áherslu á að fjölmiðlar gætu haft mjög „örvandi áhrif á uppeldismál með því að halda á loft þeim þeim margvíslegu störfum, sem unnin eru innan veggja skólanna af nemendum og kennurum“. Saga barnakennara er tilbúin í próförk. Hvort verður af útgáfu hennar skal ósagt látið en handritið verður varðveitt áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.