Skólavarðan - 2021, Qupperneq 20
20 SKÓLAVARÐAN VOR 2021
KENNARINN / Tungumálanám
S pænska er annað
tungumál Hólmfríðar
og hefur verið frá því
hún var ung kona. Við
byrjum á að spyrja
hvað varð til þess að
Hólmfríður fór þessa leið.
„Það má segja að þetta ævintýri
hafi byrjað þegar ég fór ung að árum
sem sjálfboðaliði til Rómönsku Ameríku,
nánar tiltekið til Kostaríku. Ég dvaldi
þar í tæp þrjú ár og kom heim altalandi
á spænsku. Eftir heimkomu hóf ég nám í
öldungadeild MH og svo í HÍ til að sækja
mér formlega menntun í spænskunni,“
segir Hólmfríður.
Þegar kom að því að taka síðasta
árið í háskólanum valdi Hólmfríður
að fara til Argentínu, eða eins og langt
í burtu og mögulegt var, til að bæta
við þekkingu sína og reynslu. Dvölin
í Argentínu dróst á langinn. „Þetta
var á níunda áratug síðustu aldar og
eftir á áttaði ég mig á að ég hafði lifað
mikla umbrotatíma, bæði í Kostaríku
og Argentínu. Í Mið-Ameríku var
byltingunni í Níkaragva nýlokið og
andspyrnuöflin, voru af mikilli einurð
að reyna að brjóta ný yfirvöld á bak aftur
og borgarastyrjaldir geisuðu í nágranna-
löndunum El Salvador og Gvatemala.
Staðan í Argentínu var líka söguleg,
herforingjastjórninni hafði verið steypt
af stóli og ástandið í landinu var mjög
ótryggt. Mótmælafundir voru daglegt
brauð, tilraunir til valdaráns voru
„Tungumálanám er þroskandi, það
opnar augu okkar fyrir því að ekkert
er svart og hvítt heldur afstætt,“
segir Hólmfríður Garðarsdóttir. Hún
er prófessor í spænsku við HÍ og
hefur aðsetur í Veröld Vigdísar.
MYND: ANTON BRINK
Tungumál
eru lykill að
heiminum
Hólmfríður Garðarsdóttir,
prófessor í spænsku við
Hugvísindasvið Háskóla
Íslands hefur helgað líf
sitt tungumálanámi og
kennslu. Hólmfríður tók við
formennsku í Samtökum
tungumálakennara (STÍL)
árið 2019.