Skólavarðan - 2021, Page 23

Skólavarðan - 2021, Page 23
VOR 2021 SKÓLAVARÐAN 23 Tungumálanám / KENNARINN öðru samhengi. Það segir sig sjálft að ef nemandi hefur heilu ári skemur til að vera í þeirri rúllettu sem endurtekningin er þá hefur það áhrif.“ Fjöltyngið er fjársjóður Hólmfríður leggur áherslu á að einn stærsti fjársjóður þjóðarinnar felist í því að við erum fjöltyngd. „Þótt oft sé kvartað yfir ýmsu og jafnvel áhugaleysi á tungumálum þá erum við fjöltyngd þjóð. Hér er skólaskylda og flestir læra dönsku og ensku í grunnskóla. Í kjölfarið bætum við fjórða málinu við í framhaldsskóla, því íslenskan telst auðvitað með. Tungumálanám er þroskandi, það opnar augu okkar fyrir því að ekkert er svart og hvítt heldur afstætt. Merking getur verið margþætt, óræð og það hjálpar okkur að víkka sjóndeildarhringinn. Auðvitað nýtur enskan sérstöðu sem helgast af því að sístækkandi flóra fjölmiðla er á ensku. Ungmenni búa við síbylju enskunnar sem skýrir hversu góðu valdi mörg þeirra ná á þeirri tungu.“ Hólmfríður tekur fram að hún hafi ekkert á móti því að allir verði frábærlega góðir í ensku. Það sé hins vegar ekki nóg í þeim heimi sem við búum í. „Tungumálanám er öllum hollt og óendanleg auðlind þekkingar og visku fyrir hvern og einn. Að halda mikilvægi tungumála á lofti er málstaður sem mér finnst þess virði að berjast fyrir og þess vegna hef ég ánægju af því að tileinka krafta mína starfsemi STÍL.“20 02 -2 00 3 20 03 -2 00 4 20 04 -2 00 5 20 05 -2 00 6 20 06 -2 00 7 20 07 -2 00 8 20 08 -2 00 9 20 09 -2 01 0 20 10 -2 01 1 20 11 -2 01 2 20 12 -2 01 3 20 13 -2 01 4 20 14 -2 01 5 20 15 -2 01 6 20 16 -2 01 7 20 17 -2 01 8 20 18 -2 01 9 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Eitt mál Tvö mál Þrjú mál eða fleiri Ekkert mál Hlutfall framhaldsskólanema í tungumálanámi Á vef Hagstofu Íslands má finna fjölbreytta tölfræði um tungumála- nám. Þegar fjöldatölur eru skoð- aðar hefur nemendum sem læra erlend tungumál fækkað úr 19.342 skólaárið 2011–2012 í 14.750 2018–2019 en nemendum á fram- haldsskólastigi fækkaði um 4.600 á tímabilinu. Í mörgum fram- haldsskólum tók breytt skipulag námsbrauta til stúdentsprófs gildi haustið 2015, þar sem nám til stúdentsprófs var stytt. Þar með fækkaði áföngum í erlendum tungumálum sem nemendur þurfa að taka til stúdentsprófs og skýrir það að hluta til fækkun nemenda í tungumálanámi. Heimild Hagstofa Íslands tungumálanám og þeir sem eldri eru búa yfir hæfileika til að tengja námið við eigin reynslu og þekkingu,“ segir Hólmfríður. En það eru fleiri tungumál sem vekja áhuga ungs fólks nú til dags og tekur Hólmfríður dæmi um aðsókn í japönsku, kínversku og arabísku við HÍ. Auk þess sem nú er hægt að leggja fyrir sig nám í pólsku og hindí við Tungu- málamiðstöð HÍ. Hólmfríður tekur fram að þótt það sé ekki endilega gríðarlegur fjöldi sem skrái sig í öll þessi tungumál þá sé þarna á ferðinni fólk sem er forvitið og hefur löngun til að skilja samtíma sinn og umhverfi betur. „Við höfum fjallað um þessar áskoranir innan vébanda STÍL. Því þegar kemur að tungumálanámi og kennslu eiga sömu spurningarnar alltaf við, þ.e. hvernig er hægt að bjóða bestu mögulega kennslu fyrir nemendahópa hverrar kynslóðar? Og þótt spurningin sé einatt sú sama þá þarf stöðugt að endurmeta aðstæðurnar því hóparnir breytast og einnig þau tæki og tól sem nýtast í kennslunni.“ Stytting framhaldsskólans er áhyggjuefni að mati Hólmfríðar. „Það að stytta námið um eitt ár hefur komið niður á tungumálanámi rétt eins og ýmsu öðru, eins og námi í listgreinum og íþróttaiðkun. Nú hafa nemendur ekki tíma í slíkt nám ef þau ætla að standa sína plikt í framhaldsskólanum. Eitt ár í lífi ungmennis á aldrinum 16 til 20 ára er nefnilega heil eilífð. Styttingunni fylgir fórnarkostnaður sem við erum enn að átta okkur á. Til að mynda hefur þurft að aðlaga ýmsar námsleiðir á háskólastigi, til dæmis tungumálanámið við HÍ. Þar hafa námsleiðir þriðju málanna, frönsku, spænsku og þýsku, þurft að hnika sig nær unglingunum þegar kemur að námsefni, jafnvel þótt stökkið úr framhaldsskóla í háskólana reynist enn erfitt fyrir mörg þeirra. Grunnstef tungumálanáms er endurtekning því það er ekki hægt að læra tungumál í eitt skipti fyrir öll. Það þarf að skoða jafnt málfræði og orðaforða í samhengi og svo í nýju samhengi og svo enn aftur í enn Hólmfríður Garðarsdóttir pró- fessor á vinnustað sínum í Veröld Vigdísar.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.