Skólavarðan - 2021, Síða 24
24 SKÓLAVARÐAN VOR 2021
NÁM / Leikskólakennarar
Þ að eru teikn á lofti
um fjölgun leik-
skólakennaranema
í Háskóla Íslands.
Milli áranna 2019
og 2020 fjölgaði
leikskólakennaranemum umtalsvert,
eða um 100% í bæði grunnnámi og
meistaranámi. Nú eru rúmlega 400
nemendur í leikskólakennaranámi við
Menntavísindasvið, 227 í B.Ed. námi
og 190 nemendur í meistaranámi. Auk
þess eru 24 nemendur í fagháskólanámi
á Suðurnesjum og Suðurlandi.
Samstarf um leikskólakennaranám
Veturinn 2019-2020 var leikskóla-
kennaranám við Menntavísindasvið
Háskóla Íslands í sérstökum brenni-
depli hjá stjórn sviðsins. Markvisst
samtal hófst við sveitarfélög og
skólaskrifstofur og könnun var gerð á
meðal þeirra um áhuga á samstarfi um
ýmsa þætti námsins. Vettvangsnám var
endurskipulagt og hleypt af stokkunum
þróunarverkefni sem styðja á betur
við leikskólakennaranema með annað
móðurmál en íslensku. Fagháskólanám
fyrir starfsfólk leikskóla á Suðurnesjum
og Suðurlandi hófst haustið 2020,
mentorfyrirkomulag var tekið upp í
náminu og stundatöflu var breytt með
það í huga að efla námssamfélag leik-
skólakennaranema, draga úr brottfalli
og koma betur til móts við þá staðreynd
að leikskólakennaranemar starfa
langflestir í leikskólum, oft í nálægt
100% starfi. Á sama tíma var lögum um
kennaranám breytt og svokölluð Master
of Teaching-námsleið (meistaragráða
án rannsóknarritgerðar) innleidd, sem
hefur slegið í gegn hjá kennaranemum.
Leiðarljós leikskólakennaranáms
Rannsóknir sýna fram á að nemarnir
eru fjölskyldufólk sem vinnur töluvert
mikið með námi, oftast í leikskóla.
Framvinda þeirra er hæg, brotthvarf
úr námi töluvert og yfirgnæfandi
meirihluti þeirra velur fjarnám sem
hefur í för með sér að erfiðlega gengur
að skapa námssamfélag, sem vitað er
að skiptir sköpum hvað varðar ánægju
og framvindu í háskólanámi. Með
þessar upplýsingar í farteskinu setti
námsleið í leikskólakennarafræðum
fram leiðarljós:
X að vinna náið með skólaskrifstofum
og leikskólavettvangnum að
þróun náms og kennslu og
uppbyggingu námssamfélags
nemenda
X að leggja enn ríkari
áherslu á vendikennslu og
sveigjanlegt nám með nýtingu
upplýsingatækni
X að þróa nýjar leiðir um
vettvangsnám í samráði við
nemendur og leikskóla
X að ráða inn hóp sam-
starfskennara af vettvangi
X að vera í fararbroddi í
fjölmenningarlegum kennslu-
háttum
X að vinna með skólaskrif-
stofum að þróun fagháskóla-
náms sem víðast um landið
X að tryggja virkt náms-
samfélag óháð búsetu með
reglubundnum kennslu-
stundum á morgnana, en þó þannig að
leikskólar með marga nemendur í starfi
eigi gott með að tryggja fasta afleysingu
X að dreifa vettvangsnámi yfir
skólaveturinn til að gera leikskólavett-
vangnum betur kleift að mæta fjarveru
leikskólakennaranema með afleysingu.
X að staðbundnar námslotur verði
skilvirkari og styttri og í einhverjum
Háskóli Íslands
Leikskólakennaranám í vexti
tilvikum skoðað hvort
kennarar Menntavísindasviðs
geti farið í heimabyggð til
kennslu nemendahópa.
Fagháskólanám í leik-
skólakennarafræðum
Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir
er lektor við Menntavísinda-
svið og hefur umsjón með
námsleið í leikskólakennara-
fræðum. Hún tók þátt í að
skipuleggja Fagháskólanám í
leikskólafræðum sem unnið
er í nánu samstarfi við Keili
og er einn af kennurum
þeirra 24 nemenda sem hófu
nám haustið 2020. „Þetta
er frábær hópur nemenda,
áhugasamur og samheldinn,“
segir Ingibjörg Ósk. En hvað
er fagháskólanám?
„Fagháskólanám er 60 eininga
starfstengt nám á háskólastigi
sem skilgreint er sem nám með
vinnu. Markhópurinn er starfsfólk
leikskóla sem hingað til hefur ekki
stigið háskólanámsskrefið til fulls,
oftast vegna þess að það uppfyllir ekki
skilyrðin til þess. Þetta er einstakt
tækifæri fyrir þá sem hafa langa
Ég lít á þetta sem
jafnréttismál líka,
að stór kvennastétt
fái tækifæri til að
sýna fram á reynslu
sína og þekkingu,
eins og alkunna er í
karllægari greinum,
t.d. iðnnnámi.