Skólavarðan - 2021, Side 25
VOR 2021 SKÓLAVARÐAN 25
Leikskólakennarar / NÁM
reynslu, hafa lokið leikskólaliðabrú
eða hafa tekið einhvern hluta af námi
til stúdentsprófs. Námið er byggt upp
þannig að allar teknar einingar nýtast
nemendum til áframhaldandi náms til
B.Ed. gráðu. Í vetur hafa 24 nemendur
af Suðurnesjum og Suðurlandi stundað
nám í Fagháskólanum og námið er
skipulagt í nánu samstarfi við Keili.
Þaðan fá nemendur námsráðgjöf
og annan stuðning og þetta hefur
gengið afskaplega vel, enda unnið með
vettvangnum og skólaskrifstofunum,
sem og háskólafélögum í heimabyggð.“
Samtal um fagið – leikskólafræði
og fjölmenning
Kristín Karlsdóttir, dósent í menntun-
arfræðum ungra barna, er áhugamann-
eskja um fjölmenningarlega kennslu-
hætti innan háskóla sem og leikskóla.
Hún sótti um í samfélagsverkefnasjóð
HÍ og fékk styrk til að efla samtal við
leikskólavettvanginn um stuðning
við starfsfólk leikskóla af erlendum
uppruna.
„Eitt af því sem við vildum
einnig þróa var aukinn stuðningur
við nemendur okkar sem hafa annað
heimamál en íslensku. Starfsmanna-
hópur leikskóla er margbreytilegur og
í náminu okkar höfum við talsverða
reynslu af því að koma til móts við
þarfir nemenda sem hafa annað
móðurmál. En við höfum ekki boðið
þeim upp á sérstakt námskeið, fyrr
en nú. Ég fékk til liðs við mig fjóra
frábæra menntunarfræðinga sem einnig
eru af erlendum uppruna, þau Artem
Ingmar Benediktsson, Renötu Emilsson
Pesková, Önju Katarzynu Wozniczka
og Susan Rafik Hama. Við byrjuðum
með tilraunaverkefni haustið 2020 en
frá síðustu áramótum er í boði fyrir
alla leikskólakennaranema að velja 5
eininga námskeið sem heitir Samtal um
fagið – leikskólafræði og fjölmenning.
Við fengum svo til liðs við okkur
Önnu Magneu Hreinsdóttur, aðjúnkt
í leikskólafræðum, og sendum öllum
skólaskrifstofum um land allt bréf þar
sem við bjóðum upp á samtal um leik-
skólakennaranámið. Viðbrögðin hafa
vægast sagt verið góð, og það er mikil
eftirspurn eftir því að kynnast náminu
og áherslum þess. Samtalið nýtist
einnig á báða bóga og er ekki síður
gagnlegt fyrir okkur á Menntavísinda-
sviði þar sem aukin innsýn í aðstæður
á hverjum stað hjálpar til við að finna
lausnir við hæfi, m.a. til að þróa námið í
takt við þarfir samfélagsins.“
Raunfærnimat í leikskólakennara-
námi
Stefna Háskóla Íslands er að þróa
raunfærnimat á háskólastigi og undir-
búningur þess er hafinn. Kolbrún Þ.
Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs,
segir að skýrt hafi komið fram í samtali
sviðsins við leikskólavettvanginn að fólk
með mikla starfsreynslu úr leikskólum
ætti að fá notið reynslu sinnar þegar
kæmi að háskólanámi í leikskólafræð-
um.
„Það mælir mjög margt með því
að fyrsta námsleiðin innan háskólans
sem þrói og taki upp raunfærnimat
sé leikskólakennaranámið. Nem-
endur okkar búa margir yfir mikilli
starfsreynslu, jafnvel stjórnunarreynslu
sem deildarstjórar um árabil. Leikskóla-
kennarar telja einungis um þriðjung alls
starfsfólks leikskóla hér á landi; þetta
er alvarleg staða og brýnt að fjölga þeim
sem velja leikskólakennaranám.“
„Dæmi er um starfsfólk sem valið
hefur leikskólann sem lífstíðarstarfs-
vettvang, en uppfyllir ekki inntökuskil-
yrði í háskólanám eða veigrar sér hrein-
lega við því að takast á við fimm ára
háskólanám frá byrjunarreit. Þetta er
mikið réttlætismál, að meta reynsluna
með einhverju móti þegar reynslumikill
leikskólastarfsmaður ákveður að hefja
nám í leikskólakennarafræðum. Ég lít
á þetta sem jafnréttismál líka, að stór
kvennastétt fái tækifæri til að sýna
fram á reynslu sína og þekkingu, eins
og alkunna er í karllægari greinum, t.d.
iðnnámi. Stefnt er að því að tilrauna-
verkefni geti hafist á næsta skólaári en
þetta er risavaxið verkefni og verður
unnið í nánu samstarfi við námsleið í
leikskólakennarafræðum, kennslusvið
háskólans, Fræðslumiðstöð atvinnu-
lífsins og Félag leikskólakennara,“ segir
Kolbrún.
Að færa út landamæri þekkingar
Námsleið í leikskólakennarafræðum
fékk fjögurra milljóna króna styrk úr
kennslumálasjóði Háskóla Íslands fyrir
veturinn 2020-2021 til að styrkja vett-
vangsnám og samtal við leikskólavett-
vanginn. Svava Björg Mörk, aðjúnkt og
doktorsnemi, er ein af þeim sem leiðir
þetta mikilvæga verkefni sem miðar að
því að stórefla samstarf háskóla – og
leikskólakennara um leiðsögn leikskóla-
kennaranema.
„Við viljum færa út landamæri
þekkingar, ýta undir þróun okkar eigin
kennsluhátta og kennslumenningar,
hanna nýtt verklag og virkja nýja
þekkingu í bæði leik- og háskólum sem
vinna saman. Það er stundum talað um
„þriðja svæðið“ í kennaramenntun, þar
sem leiðsagnarkennarar í leikskólum,
kennaranemar og við sem kennum
kennaranemum sköpum saman nýja
þekkingu. Þetta er alveg sérstaklega
mikilvægt í leikskólakennaranáminu
því nemarnir okkar eru margir hverjir
kjölfestustarfsfólk leikskólanna nú
þegar, en ekki síður er mikilvægt að
tengjast vettvangi af enn meiri krafti
þegar fimmta árið í kennaranáminu er
orðið 50% starfsnám.“
Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, lekt-
or við Menntavísindasvið, segir að nú
um mundir eigi námsleiðin aftur samtal
við sveitarfélögin um námið: „Það er
mikilvægt að meta reynsluna af þessum
breytingum og hlusta á raddir nemenda
og vettvangs. Það verður alltaf áskorun
að þróa nám með starfi og samtalið er
mikilvægt í þeim efnum.”
Kolbrún Pálsdóttir,
forseti Menntavís-
indasviðs, Kristín
Karlsdóttir, dósent
í menntunar-
fræðum ungra
barna, Ingibjörg
Ósk Sigurðar-
dóttir, lektor við
Menntavísindasvið,
og Svava Björg
Mörk, aðjúnkt og
doktorsnemi