Skólavarðan - 2021, Síða 27

Skólavarðan - 2021, Síða 27
VOR 2021 SKÓLAVARÐAN 27 Rakel Guðmundsdóttir / VIÐTAL stundum að reyna að leiðrétta fullorðna fólkið hvað það varðaði.“ Eykur víðsýni Sjálf hefur Rakel ýmislegt lært af þessari reynslu. „Þetta eykur náttúru- lega víðsýni manns. Svo lengi lærir sem lifir. Ég hafði ekkert verið að spá mikið í þetta áður, þetta var allt nýtt fyrir mér.“ Rakel fór að lesa sér til um trans börn en hún nýtti sér það fræðiefni svo í meistararitgerðinni. „Ég komst til dæmis að því hvað er gert í öðrum löndum en sums staðar þurfa öðruvísi pælingar að vera í gangi. Við erum talsvert umburðarlynd hérna gagnvart hinseginleikanum, allavega miðað við sum lönd.“ Starfsfólk annarra skóla hefur haft samband við Rakel þar sem meist- araritgerð hennar hefur vakið athygli. „COVID-19 hefur komið í veg fyrir fundi og kynningar en það eru víða trans börn þannig að aðrir skólar eru að fást við það sama og við höfum verið að gera.“ Rakel fjallar í ritgerðinni einnig um trans strák á unglingsaldri sem var í skólanum. Honum hafði liðið þokkalega þar, en þó alltaf fundist hann vera á skjön við aðra og spáði mikið í að hann passaði hvergi inn í. „Ég fjallaði um hann í ritgerðinni til að varpa ljósi á skólann; fá sýn einhvers sem hafði gengið í gegnum þetta og var kominn aðeins frá. Hann átti til dæmis ekki marga vini í skólanum en hann veit ekki hvort það tengdist þessum kynjapæling- um. Kannski var það bara karakterinn. Hann talaði um sig sem „lóner“ en hann varð ekki fyrir aðkasti, sem bendir til að langflestir séu mjög umburðarlyndir gagnvart óhefðbundinni tjáningu.“ Rakel segir að við séum dálítið föst í þessari kynjuðu veröld. „Ég er að vona að með aukinni umfjöllun og fræðslu breytist þetta en auðvitað þyrftu að vera fleiri fyrirmyndir í bókum og námsefni þar sem margbreytileikinn væri sýnilegur. Við erum líka að tala um börn með óhefðbundna kyntjáningu og börn hinsegin foreldra þannig að ég er ekki bara að tala um trans börn.“ Það fer vel á því að ljúka þessari grein á lokaorðunum í ritgerðinni: „Það vakti sannarlega tilfinningar að sjá regnbogafánann blakta við hún á skólalóð Erpsskóla snemma morguns í aðdraganda hinsegin daga 2019. Regnbogafáninn er táknrænn þegar kemur að réttindabaráttu hinsegin fólks – trans fólk á sömuleiðis sinn eigin fána sem stendur sem tákn fyrir réttinda- baráttu þess. Í vetur mun kennurum Erpsskóla standa til boða að fá afhentan borðfána í umsjónarstofu sína gegn því að samþykkja eins konar sáttmála um að standa vörð um hinsegin málefni á sínu svæði og tryggja þar með öryggi og stuðla að betri líðan allra nemenda í skólanum. Um leið munu þeir fá hvatningu til að svara spurningum nemenda um hinsegin málefni af virðingu – jafnvel þótt þeir þekki ekki alltaf svörin. Trans börnum í grunnskóla fer fjölgandi og skólar í dag þurfa að hafa þekkingu á málum þeirra og kunna að sýna skilning. Fram undan er vetur með nýjum áskorunum fyrir Evu og einnig fyrir Erpsskóla sem heldur áfram að þróa vettvang sem býður fjölbreytileik- ann velkominn. Það er von mín að þetta verkefni kveiki áhuga skólafólks á málefnum hinsegin barna í grunnskóla og geti jafnvel orðið einhverjum þeirra vegvísir. Þrátt fyrir að trans börn búi yfir reynslu sem er um margt ólík því sem jafnaldrar þeirra þekkja þá eru þau fyrst og fremst börn! Það er því við hæfi að enda á orðum Evu frá því í upphafi rannsóknarvinnunnar: Ertu að gera verkefni um trans börn? Þá varstu sko heppin að ég var í bekknum þínum!“ „Það er von mín að þetta verkefni kveiki áhuga skólafólks á málefnum hinsegin barna í grunnskóla og geti jafnvel orðið einhverjum þeirra vegvísir,” segir Rakel Guðmunds- dóttir.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.