Skólavarðan - 2021, Page 30

Skólavarðan - 2021, Page 30
30 SKÓLAVARÐAN VOR 2021 KENNARASAMBANDIÐ / Rannsóknir D rög að nýrri menntastefnu liggja nú fyrir í samráðsgátt stjórnvalda. Mjög mikilvægt er að þegar kemur að umræðum um slíka stefnu hafi kennarar skýra sýn varðandi tilgang menntunar. Ekki er síður mikilvægt að þeir geti sjálfir mót- að sér stefnu, byggða á ákveðinni sýn. Átök um hverjir eigi að ráða þróun skólastarfs eru ekki ný af nálinni; hvort það séu fræðimenn í háskólum eða kennararnir sjálfir. Síðustu 50 ár eða svo hefur kennaramenntun breyst mikið, rannsóknir á skólastarfi aukist og stjórnvöld leggja sífellt meiri áherslu á hvað þurfi að rannsaka. Það er því aðkallandi að kennarastéttin sjálf standi fyrir þróun þekkingar. Eins eru gerðar vaxandi kröfur til kennarasamtaka um að rökstyðja skoðanir og stefnur með því að byggja á rannsóknum. Þessu hafa erlend systursamtök okkar svarað með því að leggja sífellt meiri áherslu á hinn faglega þátt í starfi kennarans og kennarasamtaka, sem og á samstarf kennara og fræðimanna um þróun skólastarfs. Stofnun sjóðsins í samræmi við skólastefnu Á síðasta þingi KÍ vorið 2018 var eftir nokkra stefnumótun árin á undan samþykkt að stofna Rannsóknasjóð KÍ. Það var gert til að fjármagna rannsóknir sem taka mið af stéttinni sjálfri og leggja áherslu á viðfangsefni sem spretta upp úr daglegri önn skólastarfs- ins. Stofnun þessa sjóðs var í samræmi við þá skólastefnu sem þá var mörkuð um að efla þyrfti rannsóknir á menntun og skólastarfi og auka þátttöku félags- manna í rannsóknum. Með stofnun sjóðsins tók KÍ sér stöðu sem mikilvægur samstarfsaðili á sviði menntavísinda og sem félaga- samtök sem leggja sitt af mörkum til að þróa stéttina áfram. Á þinginu var samþykkt að framlag í sjóðinn yrði fimm milljónir króna á ári og að hann ætti að taka til starfa í ársbyrjun 2019. Rannsóknasjóður KÍ var síðan stofnaður í kjölfar þingsins í samræmi við þingsamþykktina. Markmið sjóðsins er að veita styrki til rannsókna sem styðja við skólastarf og dagleg störf félagsmanna í skólum, þróa nýja fræðiþekkingu og stuðla að auknum gæðum í skólastarfi. Dæmi um rannsóknir á daglegu starfi félagsmanna í skólum gætu verið margvíslegt samstarf, svo sem teyma eða hópa í skólum og milli skóla, samstarf skóla og háskóla, starfendarannsóknir og rannsóknir á starfsþróun, jafningjamati fag- manna, sjálfsmati, aðstæðum nýliða, starfstengdri leiðsögn nema og nýliða og starfsaðstæðum í kennslu, svo eitt- hvað sé nefnt. Rannsóknir á breytilegu hlutverki menntunar gætu tengst markmiðum laga um alhliða þroska og menntun nemenda og þýðingu menntunar fyrir börn og ungmenni varðandi áframhaldandi menntun og störf á vinnumarkaði. Ný viðfangsefni, áherslur og starfsaðferðir gætu t.a.m. verið áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar eða COVID-19 á almenna menntun, hvernig kennarar takast á við faglega umræðu, endurnýjun og samþætting faggreina eða námssviða, svo dæmi séu tekin. Áhuginn á sjóðnum mikill Veturinn 2018- 2019 setti stjórnin sér reglur og viðmið um hvernig meta skyldi umsóknir. Áherslusvið voru byggð á reglunum. Allar þessar upplýsingar má nálgast á heimasíðu KÍ. Við mótun reglnanna var það haft að leiðarljósi að allir félagsmenn gætu sótt í sjóðinn og að tengsl verkefnanna við kennarastarfið og vettvang væru sterk. Sjóðstjórnin auglýsti í fyrsta sinn eftir umsóknum vorið 2019 og bárust 48 umsóknir í sjóðinn. Heildarupphæð umsókna var liðlega 55 milljónir. Þann 29. maí 2019 var úthlutað úr sjóðnum í fyrsta skipti og fengu sex rannsóknir styrk. Rannsóknirnar tengdust athugun á kennsluaðferðum, innleiðingu leiðsagnarnáms bæði í framhaldsskóla og grunnskólum, efl- ingu nemenda með annað móðurmál en íslensku í gegnum listsköpun í grunn- og framhaldsskólum, rannsókn á stærð og notkun leikrýmis í leikskólum og starfsþróun í skapandi stærðfræði í grunnskólum. Þessum verkefnum er flestum lokið eða að ljúka og hafa Rannsóknasjóður KÍ Hvatning til að skoða skóla- starfið með öðrum gleraugum Rannsóknasjóður KÍ tók til starfa í byrjun árs 2019 en stofnað var til hans á þingi KÍ árið 2018. Úthlutað hefur verið tvisvar úr sjóðnum, til alls sex rannsóknarverkefna. Anna María Gunnarsdóttir Sjóðurinn í hnotskurn Stjórn sjóðsins er að mestu skipuð fulltrúum úr Skólamálaráði KÍ. Formaður sjóðstjórnar er Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ. Að auki sitja í stjórninni Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við HÍ, fulltrúi háskólastigs; Alma Oddgeirs- dóttir, fulltrúi framhaldsskólastigs; Hjördís Albertsdótt- ir, fulltrúi grunnskólastigs; Hulda Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastigs og Ingunn Ósk Sturludóttir fyrir hönd tónlistarskóla. Varamenn eru: Ragnar Þór Pétursson formaður KÍ og Guðjón H. Hauksson fyrir framhaldsskólastig, Aðalbjörg Stefánsdóttir fyrir grunnskólastig, Sveinlaug Sigurðardóttir fyrir leikskólastig og Sigrún Grendal fyrir tónlistarskóla. rannsóknirnar sjálfar eða efni um þær verið birtar á vef Kennarasambandsins. Þann 8. júní 2020 var úthlutað úr sjóðnum öðru sinni. Að þessu sinni voru umsóknir 27 og var sótt um tæplega 30 milljónir alls. Aftur voru sex rannsóknir styrktar og lýkur þeim væntanlega á þessu ári eða því næsta. Þrjár af þessum rannsóknum tengjast skólastarfi og COVID-19. Ein tengist starfi leið- sagnarkennara, ein leikefni í leikskól- um út frá kynjafræðilegu sjónarhorni og ein áskorunum í starfsþróun kennara. Reynsla þessara tveggja ára af Rannsóknasjóði KÍ sýnir að á honum er mikill áhugi og fyrir hann er mikil þörf og hefur hann nú strax orðið til að efla tengsl kennara við fræðavettvanginn. Á næsta reglulega þingi KÍ árið 2022 mun stjórn KÍ leggja fyrir greinargerð þar sem mat er lagt á starfsemi sjóðsins og gagnsemi hans fyrir skólastarf og störf félagsmanna í skólum. Íslenskt skólastarf á sér fjölmargar hliðar og auðvitað verður það aldrei svo að þessi litli sjóður geti styrkt allar þær rannsóknir sem gerðar eru. En það sem hægt er að gera með honum er mik- ilsvert. Það er að hvetja þau sem hafa gert kennarastarfið, þetta mikilvæga starf, að sínu til að skoða skólastarf með aðeins öðrum gleraugum og vera virk í þróunarstarfi sem verður skólastarfi til hagsbóta.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.