Skólavarðan - 2021, Qupperneq 37
VOR 2021 SKÓLAVARÐAN 37
Menntamálaráðherra / VIÐTAL
S kólavarðan heimsótti
Lilju Alfreðsdóttur,
mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, í
ráðuneytið. Fundurinn
fór fram síðdegis daginn
sem jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga
hófst. Stærsti skjálfti dagsins mældist
5,7 á Richter og skók höfuðborgarsvæðið
og Reykjanesið. Upplifun af skjálfta
morgunsins og eftirköstum var eðli málsins
samkvæmt fyrsta umræðuefni fundarins.
En þegar sú umræða var tæmd var Lilja
spurð út í fyrstu sporin í stól menntamála-
ráðherra fyrir rúmum þremur árum.
„Menntamálin eru stærsta efnahags-
mál þjóðarinnar. Það var staðföst trú mín
áður en ég kom til starfa í menntamála-
ráðuneytinu og þessi trú er enn sterkari í
dag, ef eitthvað er,“ segir Lilja og bætir við:
„ég nálgaðist verkefnin frá ýmsum hliðum,
meðal annars með því að kynna mér hvaða
menntakerfi á alþjóðavísu eru í fremstu röð
þegar kemur að árangri og vellíðan nem-
enda. Ég skoðaði markvisst hvaða atriði
einkenna menntakerfi þar sem þessi tvö
atriði skora hátt. Við vitum að börnunum
okkar líður frekar vel í skólanum en við
höfum á sama tíma séð það þegar gengi
barna í lesskilningi og náttúruvísindum er
skoðað að við höfum verið að dragast aftur
út; það sama á ekki við í stærðfræði,“ segir
Lilja og bætir við að hún vilji öllum stund-
um vita hvar við stöndum í samanburði
við aðra. „Á sama tíma verðum við alltaf að
vera besta útgáfan af okkur sjálfum.“
„Ég vil nýta upplýsingar frekar en
að þær verði eitt allsherjar leiðarljós. Ég
vil vita hvar við stöndum í samanburði
við aðra og nýta þá vitneskju til að finna
leiðir til að gera okkar góða menntakerfi
enn betra. Það kom mér á óvart hversu
lítil samhæfing er í menntakerfinu. Það
er í raun auðveldara að samhæfa efna-
hagskerfið en menntakerfið, en að mínu
mati er menntatölfræði að minnsta kosti
jafn mikilvæg og hagtölur. Kennarastarfið
er mikilvægasta starfið í efnahagslegu tilliti
og markmiðið á að vera að búa til jöfn
tækifæri fyrir öll börn. Ef börn fá ekki við-
eigandi nám og/eða stuðning þá myndast
ójöfnuður, sem leiðir til óstöðugleika og þá
er þetta orðið efnahagsmál.“
Aðgerðir til að fjölga kennurum
Kennaraskortur hefur verið áhyggjuefni
mörg síðustu ár. Staðreyndin er að það
vantar yfir þúsund leikskólakennara til
starfa og verði ekkert að gert getur farið
svo að eftir áratug skorti á þriðja þúsund
kennara. Lilja tekur undir þetta.
„Eitt það fyrsta sem blasti við mér hér í
ráðuneytinu var yfirvofandi kennaraskortur
Menntamálaráðherra
Verðum að vera
besta útgáfan af
okkur sjálfum
Menntamálaráðherra hefur haft í mörg horn að líta á kjörtímabil-
inu; verkefnin hafa verið ærin og svo bættist við COVID-19 með
ótal úrlausnarefnum. Menntastefna hefur í fyrsta skipti verið lögð
fyrir Alþingi og stefnt er að því að hún taki gildi fyrir vorið.
MYNDIR ANTON BRINK
Að mínu viti eiga
leik- og grunnskólar
að vera okkar
öflugustu skólastig
því þar er grunnurinn
lagður að öllu sem á
eftir kemur.