Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 38

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 38
38 SKÓLAVARÐAN VOR 2021 VIÐTAL / Menntamálaráðherra og að við því yrði að bregðast. Við fórum markvisst í að mæta þessari áskorun með samstarfi ríkisins, sveitarfélaga og stéttarfélaga. Meðal aðgerða sem við réðumst í var að bjóða nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám. Markmiðið með því er að hvetja nemendur til að ljúka námi á tilsettum tíma og að þeir hefji störf við kennslu sem fyrst að námi loknu. Annað sem við gerðum var að bjóða nemendum á lokaári að sækja um námsstyrk sem gæti skapað hvata til að klára námið,“ segir Lilja. Áætlaður kostnaður ríkisins vegna þess er á bilinu 200 til 250 milljónir. Lilja segir starfstengda leiðsögn vera annað atriði sem skipti máli til að sporna við brotthvarfi nýútskrifaðra kennara úr starfi. „Þetta skiptir máli og ég tel mikilvægt að fjölga kennurum sem búa yfir þekkingu til að taka á móti nýliðum í kennslu. Góður stuðningur er lykilatriði og kemur í veg fyrir brott- hvarf úr kennarastarfinu.“ Þegar ráðist er í viðamiklar aðgerðir af þessum toga segir Lilja mikilvægt að samstarf allra aðila sé gott. Nú þegar sjáist góður árangur, eða um 40 prósent fjölgun kennaranema ár eftir ár. „Við höfum átt afar gott samstarf við háskólana sem mennta kennara, kennaraforystuna og sveitarfélögin og allir eru staðráðnir í að ná utan um verkefnið. Ég hef í kjölfarið séð vaxandi áhuga á kennaranáminu enda er það mín skoðun að kennarar séu mikilvægasta fólkið í lífi barna fyrir utan foreldra, ömmur og afa. Þetta er ekki flókið.“ Lilja segir mikilvægt að kennara- nemar sjái framtíð sína í kennslu. „Við verðum að búa svo um hnútana að starfsumhverfi kennara sé gott. Ég hef rætt þessi mál við menntamálaráðherra í öðrum löndum og allt ber að sama brunni; til þess að státa af framúrskar- andi menntakerfi þarf að hlúa að starfs- umhverfi í skólum og kennarar þurfa að upplifa að starf þeirra sé viðurkennt og metið í samfélaginu. Það er staðföst skoðun mín að gott menntakerfi sé eitt mesta jöfnunartæki samfélagsins og það besta sem við getum gert fyrir börn og ungmenni sé að bjóða upp á öflugt menntakerfi þar sem hver og einn fær tækifæri til að blómstra á sínum forsendum,“ segir Lilja. Starfsþróun ákaflega mikilvæg Áhersla á starfsþróun kennara og skólastjórnenda hefur farið vaxandi síðustu árin. Menntamiðju þekkja margir en hún hefur frá árinu 2012 verið vettvangur fyrir samstarf á sviði starfsþróunar, nýsköpunar og þróunarstarfs í menntakerfinu. Fyrir skemmstu var skrifað undir samkomu- lag um rekstur Menntamiðju til 2024 en þar koma saman auk ráðuneytisins Kennarasambandið, Menntavísindasvið HÍ, Reykjavíkurborg, Sambandið og Menntamálastofnun, auk Háskólans á Akureyri, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Listaháskólans. „Ég er gríðarlega stolt af þessu samstarfi og hvernig allir þessir aðilar taka höndum saman um að efla starfsþróun og fjárfesta í framtíðinni með áherslu á mikilvægi kennarans. Það er gríðarlegur styrkur fólginn í þessu samstarfi og engin spurning að sú starfsþróun sem er í boði verður „Ég er gríðarlega stolt af þessu samstarfi og hvernig allir þessir aðilar taka hönd- um saman um að efla starfsþróun og fjárfesta í framtíð- inni með áherslu á mikilvægi kennar- ans,“ segir Lilja. Börn sem hafa annað móðurmál en íslensku eru auðlind fyrir samfélagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.