Skólavarðan - 2021, Page 40

Skólavarðan - 2021, Page 40
40 SKÓLAVARÐAN VOR 2021 NEMANDINN / Smásögur S másagnasamkeppni KÍ var á sínum stað á liðnu hausti og var þetta í sjötta sinn sem efnt er til keppninnar. Venja hefur verið að tengja smásagnasamkeppnina við Alþjóðadag kennara, 5. október, en að þessu sinni var skilafrestur framlengdur ofurlítið enda skólastarf ekki með eðlilegum hætti eins og flestir vita. Þátttaka var góð eins og jafnan, hátt í tvö hundruð sögur voru sendar inn. Krakkar í 5. til 7. bekk voru duglegastir við söguskrifin, sendu flestar sögur inn og hefur svo verið frá upphafi. Að venju kenndi ýmissa grasa í smá- sögunum en athygli vakti hversu lítið bar á COVID-19. Efnistök í verðlaunasögunum eru afar fjölbreytt. Dómnefnd hafði ærinn starfa við að velja bestu sögurnar úr mörgum góðum. Dómnefndina skipuðu Þórdís Gísladóttir rithöfundur, Kristján Jóhann Jónsson, fyrrum dósent á Menntavísindasviði HÍ, og Bryndís Jónsdóttir frá Heimili og skóla. Því miður reyndist ekki unnt að halda verðlaunaathöfn vegna samkomutakmarkana en verðlaunahafarnir fengu sent viðurkenn- ingarskjal ásamt spjaldtölvu. Ritstjórn Skólavörðunnar hvetur alla til að lesa þessar frábæru sögur. Njótið vel. Staðalmyndir, tímaflakk, uppvakningar og vinátta „Hvað er það sem við erum að snæða?“ „Hvað, hefur þú aldrei borðað pitsu áður, Þórsi?“ spurði Eld- ur hlæjandi. Ég e r m eð kú rd ís kt n af n og ég e r m eð ís le ns kt na fn . É g á tv ö nö fn þv í é g á tv ö lö nd . Ó nei, Ís ey, þau eru ekki uppvakningar, heldur fólk eins og við Hvað m eð það að ég sé ekki m esta gella í heim i, ég er svo skem m tileg og klár að það jafnar það bara út. Gangavörðurinn sagði að hún æ tti að setja skóna í skóhilluna eins og allir aðrir en ekki skilja þá eftir ein- hvers staðar.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.