Skólavarðan - 2021, Síða 42
42 SKÓLAVARÐAN VOR 2021
NEMANDINN / Smásögur
Ragna María Sverrisdóttir
10. bekk Hagaskóla.
X Umsögn dómnefndar: Þetta er sniðug
furðusaga um tímaflakk. Höfundurinn hefur
aflað sér góðra upplýsinga, sennilega leitað
til heimildarmanna, um löngu liðna tíma því
„sáravatn“ er notað á fleiður og minnst er á að
ógerilsneydd mjólk sé drykkjarhæf. Lýsingar á einkennum
nútímans eiga hins vegar tvímælalaust rætur að rekja til ungu
kynslóðarinnar. Kennarinn mætir of seint í tíma og er upptek-
inn við að mynda köttinn sinn fyrir instagram! Kötturinn er
semsé áhrifavaldur sem ekki má glata fylgjendum. Skýrastur
er þó munurinn milli tímabila í lýsingum á mataræði.
Smáatriði frásagnarinnar standast, hvort sem lýst er fortíð eða
nútíð. Sagan sýnir á skemmtilegan hátt hvernig skáldskapur-
inn getur horft á nútímann í spegli fortíðarinnar, og öfugt. Það
blasir við þegar þessi saga er lesin að ritlist er einstaklega
menntandi og mikilvægt viðfangsefni.
Plokkfiskurinn og
pitsan
Árið er 1950 og skólabjalla Fálkaskóla hringdi - nú voru
frímínútur búnar. Þórir hljóp eins og fætur toguðu til þess
að verða ekki of seinn í íslenskutíma. Hann og nokkrir vinir
hans, Jónas, Marteinn og Vigfús voru vanir að sparka á milli
sín bolta hvenær sem tími gafst til en aðrir krakkar voru
ýmist í snú snú eða eltingaleik.
Þórir, sem var nú kominn í þrettán ára bekk, hengdi
úlpuna sína á snaga og gekk frá skónum sínum í anddyri
skólans, líkt og allir nemendur voru vanir að gera. Skólinn
var reisulegur, á tveimur hæðum með urmul skólastofa.
Veggirnir voru rauðmálaðir en það leit vel út með
viðarlistunum, sem voru um allt húsið. Þórir hljóp fram hjá
salnum þar sem skólastjórinn, Páll, var vanur að halda ræður.
Þórir var fljótur að hugsa til plokkfisksins með kartöflum sem
móðir hans ætlaði að búa til í hádegismat. Þórir hlakkaði til
að borða dásamlega íslenska fiskinn og ef hann væri heppinn
fengi hann kannski aftur á diskinn.
Þórir var svo heltekinn af hádegisverðinum að hann
rétt svo náði að stinga höndunum fram svo hann félli ekki
kylliflatur á tröppurnar. Hann fékk sár á olnbogann en hristi
það af sér, hljóp síðasta spölinn að stofunni og settist niður
í sætið sitt rétt áður en Ingunn kennari byrjaði að lesa upp.
Íslenskukennarinn hóf kennslustundina: „Í dag ætlum við
að vinna blaðsíður 43-47 í málfræði og ef þið náið að klára
megið þið skrifa stutta smásögu. Óreglulegu sagnirnar gætu
þvælst fyrir ykkur en það verður hverjum að list sem hann
leikur.“ Kennarinn leit yfir bekkinn en nemendurnir voru
strax byrjaðir að taka upp bækurnar og margir hverjir með
bros á vör. Börnin kepptust við það að vera fyrst að klára en
verkefnin voru samt sem áður vel unnin. Þá leit Ingunn til
Þóris sem var kominn langt með málfræðina. Það var blóð á
olnboganum hans. „Þórir minn, viltu ekki fara inn í geymslu
og setja sáravatn á undina?“ Rödd hennar var ákveðin en
þetta hafði ekki verið spurning. „Það skal ég gera Ingunn, en
ekki sá ég hversu stórt sárið var orðið.“
Þórir stökk upp úr sætinu sínu, gekk fram á gang og hélt
um olnbogann uns hann kom að geymslunni. Hann hafði
aldrei áður komið inn í hana enda var hún langt frá öllum
stofunum. Þórir opnaði dyrnar varlega, eins og við einhverju
vondu væri að búast. Hann steig hægt inn og leit á klukkuna,
hún var fjórar mínútur í ellefu. Það var bara rúmlega einn
Ísabella Kristín Káradóttir
7. bekk Fossvogsskóla.
X Umsögn dómnefndar: Einfaldar
frásagnir leyna stundum á sér. Þegar lesið er
milli línanna fjallar þessi saga um uppreisn
og þroska. Hér er sagt frá gulum stígvélum
sem aðalpersónan vill ekkert af vita. Þau eru frá
mömmu, og hún týnir þeim viljandi og verður að ganga heim úr
skólanum í blautum sokkum. Sagan segir einnig frá skrautlegri
húfu sem sama stúlka hefur mikið dálæti á, vill jafnvel hafa á
höfðinu í matarboðum, og er frá pabba. Stígvélin eru gagnleg
en húfan gleður. Hún „týnir“ stígvélunum viljandi en húfunni
óviljandi, en verður fegin þegar þessir gripir finnast. Gagnsemi
og gleði eru mikilvægir hornsteinar í lífi okkar. Gulu stígvélin
sanna gildi sitt þegar þau týnast en hverfulleiki hinnar fögru
húfu afhjúpast, þegar hún hverfur.
Gulu stígvélin
Einn dag var stelpa sem fékk gul stígvél. Hún hataði þau
strax þegar hún fékk þau. Næsta dag þegar hún var að fara
í skólann var rosa mikil rigning og mamma hennar lét hana
fara í stígvélin. Hún sagði mömmu sinni að hana langaði
það ekki en mamma hennar sagði að hún þyrfti þess. Hún
labbaði í skólann og var í gulu stígvélunum sínum. Hún var
alveg í mesta og á hæsta stigi að vera pirruð. Hún labbaði
inn í skólann og henti stígvélunum beint upp í skóhilluna.
Eftir skóladaginn faldi hún stígvélin í skólanum. Hún labbaði
heim á sokkunum og var glöð með það á endanum. En að
sjálfsögðu urðu sokkarnir blautir og þegar hún kom heim
var mamma hennar í mjög svo vondu skapi. Mamma hennar
spurði hana strax hvar stígvélin hennar væru og hún svaraði
með leiðum svip að einhver hefði tekið þau. Mamma hennar
svaraði með glott á andlitinu: Ertu ekki bara búin að fela þau?
Stelpan svaraði döpur á svip: Nei, mamma mín, ég gerði það
ekki. Mamma hennar sagðist ætla að hringja í skólann. Nei,
sagði stelpan. Nei, það er engin þörf á því, ég reyni að finna
þau á morgun. Þegar hún kom í skólann spurði hún kennar-
ann sinn hvort hann vissi hvar gulu stígvélin hennar væru.
Kennarinn svaraði að hann vissi ekki hvar þau væru. Hún
spurði bestu vinkonu sína hvort hún vissi hvar þau væru. Nei,
hún var ekki búin að sjá nein gul stígvél. Eftir skóladaginn fór
hún á staðinn þar sem gulu stígvélin áttu að vera. Hún kíkti
en þau voru ekki þar. Hún leitaði að þeim og leitaði. Hún fór á
skóganginn og sá gangavörðinn sem hélt á gulu stígvélunum.
Gangavörðurinn sagði að hún ætti að setja skóna í skóhilluna
eins og allir aðrir en ekki skilja þá eftir einhvers staðar. Stelp-
an sagðist aldrei gera það aftur. Hún labbaði heim og sagði
mömmu sinni að hún hefði fundið þau. Mamma hennar sagði
að hún ætti næst að fara vel með það sem hún fær. Stelpan
svaraði: Já, mamma mín, ég skal gera það.
Jæja, það komu jól og hún fékk tvöfalda dúskahúfu frá
pabba sínum. Eftir jólamatinn og skemmtilegt kvöld fór hún
að sofa. Næsta dag fór hún í skólann glöð með dúskahúfuna
sína. Hún var með hana alls staðar, meira að segja inni og í
matarboði en auðvitað var sagt við hana að taka hana niður.
Einn daginn var hún að labba í skólann og var auðvitað með
húfuna. Hún var nýbúin í útikennslu og var að labba inn
og var að hengja upp útifötin sín. Þegar hún ætlaði að ná í
pennaveskið sitt sá hún hvergi húfuna sína. Hún byrjaði að
leita og leita. Hún fann hana ekki þannig að hún fór til ganga-
varðarins og þær leituðu saman og loks fundu þær húfuna.
Gangavörðurinn sagði: Ekki týna meira dóti stelpa!
Stelpan labbaði heim og valhoppaði af gleði yfir að hafa
endurheimt dúskahúfuna sína.