Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 43
VOR 2021 SKÓLAVARÐAN 43
Smásögur / NEMANDINN
klukkutími í hádegismat. Hann kveikti
á ljósinu og hófst handa að leita að
sáravatninu. Litla geymslan var full af
öllum þeim hlutum sem enginn vissi
almennilega hvað gera ætti við eins og
aukabókum, klósettpappír og gögnum
fyrri ára.
Eftir tveggja mínútna leit finnur
Þórir sáravatnið og bómull. Hann hellir
smá vökva á bómullina og þurrkar yfir
sárið. Þetta er afar vont, hugsar Þórir
með sér, en ég mun lifa af. Skyndilega
lokast dyrnar með látum. Þórir reynir
allt sem hann getur til að opna þær,
en hann getur það ekki. Klukkan slær
ellefu. Þá titrar herbergið og Þórir
heldur fast í hurðarhúninn, svo hann
detti ekki. Eftir hálfa mínútu hættir
skjálftinn. Hann reynir aftur að opna
dyrnar og það tekst!
Ekki varði gleðin lengi. Þórir
gekk út um dyrnar en þær
lokuðust á eftir honum.
Hann reyndi að opna þær
en þær voru læstar. Þá leit
hann í kringum sig og vissi
að ekki væri allt eins og
það ætti að vera. Veggirnir
voru ekki lengur rauðir
heldur gráir og trélistarnir
voru hvergi sjáanlegir. Á
gólfinu voru plastumbúðir
og matarleifar. Þóri fannst
sérkennilegt að það væri
matur á gólfinu. „Hvað er að
gerast?“ hugsaði Þórir með
sér. Þórir stóð eins og illa
gerður hlutur rétt fyrir utan
dyrnar að geymslunni. Enginn var á
ganginum nema hann og húsvörðurinn.
Eftir stutta stund heyrði Þórir rödd
manns. „Hey, hvaða tíma áttu að vera
í?“ Þórir svaraði hikandi: „Ég á að vera
í íslenskutíma.“ Maðurinn var fljótur
að svara Þóri: „Ég skal hjálpa þér að
finna stofuna. Hvað, ertu í 8. bekk?“
„Ég veit það ekki alveg,“ svaraði Þórir
feimnislega. „Ég er Ágúst skólastjóri.“
Áður en maðurinn gat lokið við orð sín
greip Þórir fram í. „Nei, þú segir ekki
satt. Páll er skólastjóri,“ sagði Þórir með
hvössum tón. „Þessi var góður, Páll var
skólastjóri í Fálkaskóla fyrir 70 árum.“
Þórir var grafalvarlegur á svipinn. Hvað
var þessi maður að segja. Var hann
ekki aðeins að spauga? „Komdu með
mér í íslensku,“ sagði Ágúst glaður í
bragði. Þeir gengu niður stigann þar
sem voru myndir af þeim nemendum
sem höfðu útskrifast - nýjasta myndin
var frá 2020. Þórir varð felmtri sleginn.
Nú vissi hann fyrir víst að hann hefði
flakkað í tíma.
Þegar þeir komu að
íslenskustofunni sagði Ágúst skólastjóri
Þóri að setjast í laust sæti. Kennarinn
var ókominn. Þórir hikaði, hann
var hræddur. Krakkarnir klæddust
næstum öll einhverjum bláum buxum
og peysum og bolum með einhverjum
skrýtnum merkjum á en hann var
sjálfur í svörtum buxum og skyrtu. Það
voru líka nokkrir krakkar með litað
hár, ýmist blátt eða bleikt. Þessi tíska
var þveröfug við þá sem var í bekknum
hans, hugsaði hann.
Þórir settist niður í eina lausa
sætið, við hliðina á strák sem var að
stara á einhvern svartan rétthyrning
með bláum skjá. Þórir starði á þetta
skrýtna tæki. Hvað í heiminum var
þetta? Strákurinn tók eftir undrun Þóris
og tók til máls. „Átt þú ekki síma eða?“
„Nei, síma á ég ekki.“ Þórir svaraði
næstum því umsvifalaust en hikaði á
símaorðinu. „Hvað ertu frá einhverri
eyðieyju, eða?“ „Nei.“ Þóri fannst þessi
umræða frekar óþægileg. „Nei, ég er
bara aðeins að djóka. Ég heiti Eldur,
en þú?“ „Ég heiti Þórir. Er
ekki íslenskutími?“ „Jú, en
Sigmar kennari kemur alltaf
seint.“ „Er það?“ spurði
Þórir afar hissa. Kennararnir
hans mættu alltaf á réttum
tíma eða fyrr. Þórir leit í
kringum sig, allir voru í
þessum símum. Þá kom
Sigmar kennari inn um
dyragætt stofunnar haldandi
á tebolla. „Afsakið krakkar,
ég þurfti að fara með kettin-
um mínum í gönguferð
fyrir Instagramið mitt.“ Þá
tók ein stelpa til orða: „Það
er ekki í lagi að þú komir
korteri of seint. Af hverju gast þú ekki
bara farið eftir skóla?“ Já, hugsaði Þórir
með sér, loksins einhver með réttu
hugmyndina. „Sylvía, svona átt þú ekki
að tala við kennarann þinn. Auk þess
færðu ekki 55 followers á Instagram ef
þú gerir ekki neitt, svo ég þarf að senda
myndir af honum tvisvar á dag í hið
minnsta,“ sagði hann meðan hann fékk
sér sopa af teinu. Sigmar kennari fékk
sér sæti við kennaraborðið og opnaði
einhverja bók sem líktist þessum síma.
Eftir aðeins eina mínútu var komin
einhvers konar mynd á töfluna. „Ég er
dálítið þreyttur í dag, eigum við ekki
bara að horfa á eitthvað á Netflix?“
Krakkarnir virtust ánægðir og Sigmar
setti á mynd um fótbolta. Þórir horfði
á myndina með aðdáun, þetta var svo
fallegt, hugsaði hann. Þetta var ólíkt
því sem hann hafði nokkurn tímann
séð. Eftir hálftíma stoppaði Sigmar
skyndilega myndina: „Eigum við ekki
bara að segja þetta gott í dag. Já, síðan
verður lokapróf upp úr nafnorðum á
morgun.“ Allir krakkarnir byrjuðu að
standa upp og gengu út um dyrnar.
Þórir elti þau og flýtti sér að spyrja Eld
hvert allir væru að fara. „Við erum að
fara í mat, eltu mig.“
Þeir gengu saman inn í matsal. Það
hafði ekki verið matsalur í skóla Þóris
og fannst honum þetta afar áhugavert.
Kannski myndi hann fá plokkfisk,
fiskibollur eða kjötsúpu, hugsaði Þórir
með sér. Sú var ekki raunin. Í matinn
var einhver skrýtinn rauður og gulur
þríhyrningur með skinku á. Þórir fékk
sér eina sneið af þessum þríhyrningi
og settist á borð með Eldi, Sylvíu og
nokkrum öðrum krökkum úr bekknum.
Þau hétu Ásgeir, Lísa og Vigfús. Þóri
fannst Vigfús vera líkur vini sínum sem
hann var vanur að spila fótbolta með.
„Hvað heitir afi þinn?“ „Ha?“ Vigfúsi
fannst spurningin frekar skrýtin. Það
var þögn á borðinu í dágóðan tíma
eftir spurningu hans en síðan tók
Þórir aftur til máls. „Hvað er það sem
við erum að snæða?“ „Hvað, hefur þú
aldrei borðað pitsu áður, Þórsi?“ spurði
Eldur hlæjandi. „Það er Þórir og ekki
kannast ég við pitsu-orðið.“ „En hvað
með flatböku, hefurðu heyrt af henni?“
spurði Sylvía en varð furðu lostin þegar
Þórir neitaði.
Þórir rauf þögnina: „Lísa, af hverju
ertu ekki með pitsu?“ Lísa var fljót að
svara: „Ég er vegan.“ „Hvað er það?“
Þórir var enn og aftur ringlaður. „Ég
borða ekki neinar afurðir af dýrum.“
Lísa svaraði ákveðnislega. „Færðu þá
aldrei plokkfisk eða ógerilsneydda
mjólk?“ „Nei, ég fæ mér aldrei
plokkfisk, en hvað í heiminum er óger-
ilsneydd mjólk?“ „Ja, það er mjólkin
sem þú færð í sveitinni. Æi, sú sem ekki
hefur verið unnið úr.“ Hinum á borðinu
fannst þetta ógeðslegt og svipbrigði
þeirra földu það ekki.
„Þú veist ekki hvað símar eru
og vegan. Annaðhvort ertu að rugla
í okkur eða þú ert bara frá einhverri
annarri plánetu!“ Hvernig átti Þórir
að útskýra aðstöðuna sem hann var í?
Hann var ekki frá annarri plánetu en
honum fannst þessi pláneta samt vera
allt önnur en sú sem hann hafði lifað
á. Áður en hann náði að segja eitthvað
tók Eldur til orða: „Þú ert örugglega frá
svona 1930 og fórst í einhverja tímavél
eins og í öllum þessum bíómyndum.“
Allir á borðinu hlógu fyrir utan Þóri.
„1950,“ sagði Þórir. „Árið var 1950, ég
var í þrettán ára bekk. Ég fékk sár á
olnbogann og var að leita að sáravatni
inni í geymslu. Það var einhvers konar
titringur í geymslunni og þegar ég gekk
út úr henni var allt breytt.“ Rödd Þóris
var grafalvarleg.
Það var þögn á borðinu. „Ég er
með nokkrar spurningar um þetta.
Fyrst, hvað í heiminum er sáravatn?“
Þórir var fljótur að útskýra fyrir Eldi
hvað sáravatn væri. „Í öðru lagi, varstu
í Fálkaskóla?“ „Já, það var ég. Skólinn
var samt allt öðruvísi, bæði byggingin
og kennslan. Hún var máluð rauð
Þórir var svo heltek-
inn af hádegisverðin-
um að hann rétt
svo náði að stinga
höndunum fram svo
hann félli ekki kylli-
flatur á tröppurnar.