Skólavarðan - 2021, Síða 44
44 SKÓLAVARÐAN VOR 2021
NEMANDINN / Smásögur
með viðarlista og kennararnir voru
afskaplega strangir. Við vorum líka
að læra um sagnir í íslensku.“ „Ég
verð að fá að vita meira, en núna er
stærðfræðitími. Það get ég sagt þér að
Sigurður stærðfræðikennari er geggjað
strangur.“ Eldur sagði síðustu orðin
meðan hann stóð upp. Unglingarnir
gengu frá diskunum sínum. Þórir
hafði klárað alla pitsuna og þótti hún
mjög gómsæt. Hún var allt öðruvísi en
fiskurinn, súpurnar og kjötið sem hann
var vanur. Best var samt pitsasósan,
hugsaði hann, hún var úr ferskum
tómötum.
Unglingarnir gengu að stærð-
fræðistofunni. Þau mættu á slaginu í
tímann og voru fljót að setjast niður.
Eldur settist við hliðina á Þóri en þeir
sátu aftast. Eldur vildi nefnilega geta
spurt Þóri að spurningum en það væri
erfitt með Sigurð stranga, eins og hann
var kallaður, sem kennara.
Sigurður strangi var fljótur að taka
eftir að nýr nemandi væri í bekknum
og gekk til Þóris með handfylli af
stærðfræðibókum. „Sæll, ég heiti
Sigurður. Hér er ein reikningsbók og
hér eru stærðfræðibækurnar sem við
erum búin að reikna í ár.“ Þetta voru
fjórar þykkar bækur sem voru fullar
af hinum ýmsu stærðfræðidæmum frá
rúmfræði til algebru, hugarreikningi
til líkindareiknings. Þóri leist ekki vel
á þetta. Þótt hann hefði alltaf lagt sig
fram í náminu og staðið sig sómasam-
lega, var stærðfræði varla hans besta
fag.
Þórir byrjaði að reikna á sama
stað og Eldur var á. Þetta var níðþungt
algebrudæmi með fullt af svigum og
mínusum. Það tók Þóri næstum korter
að leysa dæmið en ekki hjálpaði til að
Eldur kom með hverja spurninguna á
fætur annarri um ýmsa hluti.
Þegar stærðfræðitíminn var búinn
hélt bekkurinn að dönskustofunni.
Dönskukennarinn var veikur svo þau
fengu gat í síðasta tíma. Eldur og Sylvía
vildu endilega sjá hvar geymslan var.
Þórir leiddi þau þangað en Eldur sagði:
„Er þetta þá heimsfræga geymslan?“
Þórir kinkaði kolli og reyndi að opna
geymsluna en hún var læst. Því mátti
búast við, hugsaði Þórir með sér. En
hvernig ætti hann að komast til baka, til
1950, þar sem hann gæti hitt vini sína
aftur. Eldur bauð Þóri að gista hjá sér
í nótt en þeir í sameiningu með Sylvíu
gætu komið með áætlun.
Þegar þau komu heim til Elds
spurði Þórir: „Heldur þú að móðir þín
leyfi mér að gista hér í nótt?“ „Ég held
ekki, við munum þurfa að fela þig í
kjallaranum og gefa þér frosnar vöfflur í
öll mál.“ Þórir varð óttasleginn en Eldur
sá það. „Nei, ég var bara að grínast,
mamma mín mun pottþétt leyfa mér
það sko, hún er geggjað næs. En núna
verðum við að koma með plan!“
Sylvía stakk upp á því að kannski
gætu þau reynt að fá lykilinn að geymsl-
unni frá Sigmari íslenskukennara.
Þeim Eldi og Þóri fannst það vera góð
hugmynd. Þórir vildi útfæra áætlunina
meira en Sylvía stakk upp á að þau
horfðu á bíómynd í staðinn. Þau sögðu
Þóri að setjast í sófann í stofunni. Eldur
hitaði upp poppkorn í örbylgjuofni og
náði í þrjú stykki af Snickers og Sprite
en á meðan setti Sylvía á mynd. Myndin
sem varð fyrir valinu var Avengers
Endgame. Þóri fannst
myndin smá ruglingsleg en
þetta var æðisleg upplifun.
Auk þess voru veitingarnar
unaðslegar, allt aðrar en
hann var vanur að fá. Um
leið og myndin var búin
vildi Þórir ólmur horfa á
aðra mynd, en Sylvía þurfti
að fara á körfuboltaæfingu.
Eldur hitaði upp pitsur
fyrir þá tvo í örbylgjunni
og þeir horfðu á tvær aðrar
bíómyndir, Indiana Jones
og Avatar. Þetta var það
skemmtilegasta sem Þórir
hafði nokkurn tímann gert.
Þegar klukkan var orðin
hálftólf, fóru þeir að hátta.
Eldur lánaði Þóri náttföt
en Þórir svaf á uppblásinni
dýnu. Áður en Þórir sofnaði,
hugsaði hann til fjölskyldu
sinnar, foreldra og litlu
systur.
Þegar þeir vöknuðu voru þeir
fljótir að klæða sig og fengu sér
morgunmat. Eldur hellti Lucky
Charms í tvær skálar, setti mjólk út
á og rétti aðra til Þóris. Þóri fannst
þetta morgunkorn svakalega gott og
fékk sér þrisvar sinnum. Þeir flýttu
sér síðan í skólann en fyrsti tími var
samfélagsfræði. Eldur og Þórir settust
hlið við hlið. Eldur var að kenna Þóri
á einn af mörgu tölvuleikjunum á
símanum hans þegar Jóna kennari
kom inn. „Við ætlum að læra um fræga
Íslendinga á 20. öldinni í þessari lotu.
Í þessum tíma ætlum við að læra um
Halldór Laxness. Hann var rithöfundur
sem vann Nóbelsverðlaunin árið 1955.“
Um leið og síðustu orð Jónu fóru af
vörum hennar öskraði Þórir afar hátt:
„Í alvörunni?“ Allir hlógu að honum
og þótti Þóri það vandræðalegt. Þórir
talaði ekki meira í tímanum eftir
þetta atvik en hlustaði með aðdáun á
kennarann tala um rithöfundinn mikla.
Eftir að tíminn var búinn gengu
þeir í íslenskutíma. Á leiðinni þangað
kom Sylvía upp að Þóri: „Það var
gaman að kynnast þér, Þórir.“ Þórir
svaraði henni og hún gaf honum fimmu.
Allir nemendurnir fengu sér sæti og
fimm mínútum síðar kom Sigmar
íslenskukennari inn með köttinn sinn.
Hann lagði frá sér stafla af prófum,
sem var mjög þykkur, á kennaraborðið
og setti líka frá sér aðra hluti eins og
lyklana. Kötturinn hljóp um út um allt.
Þá fékk Sylvía skyndilega hnerrakast.
Þetta var ekki hluti af áætluninni, hugs-
aði Þórir með sér, en þetta myndi virka.
Hann þakkaði Eldi fyrir alla hjálpina.
Sylvía hnerraði í sífellu og köttur-
inn hljóp um trylltur og klóraði marga
nemendur. Þá var tækifæri fyrir Þóri.
Hann tók lyklana og náði
að hlaupa út úr stofunni
rétt áður en kötturinn hefði
stungið sínum beittu klóm
í hann. Þegar Þórir kom á
ganginn hljóp hann eins og
fætur toguðu að geymslunni.
Það var enginn á ganginum
fyrir utan húsvörðinn. Hann
var afar gamall, að minnsta
kosti á níræðisaldri, hugsaði
Þórir með sér. Þegar
Þórir komst að geymslunni
prófaði hann alla lyklana,
en enginn virkaði. Hann
prófaði þá alla aftur.
Kannski átti hann ekki að
komast til baka, kannski
voru örlög hans þannig. Það
væri ekki svo slæmt. Þá kom
gamli húsvörðurinn til hans,
gangandi mjög hægt. Hann
var með lykil í hendinni og
opnaði dyrnar hægt. „Þú vilt
komast til baka, því lofa ég þér.“ Gamli
húsvörðurinn brosti til Þóris. Þóri
fannst brosið kunnuglegt, hver gat þetta
hafa verið?
Þórir steig inn um dyrnar og
húsvörðurinn var fljótur að loka á eftir
honum. Þórir stóð inni í geymslunni
hreyfingarlaus en eftir fimm mínútur
byrjaði hún að titra. Sárið á olnboganum
byrjaði að stinga aftur og allt í einu
var hann haldandi á sáravatninu
og bómullinni. Þegar titringurinn
var búinn opnaði Þórir dyrnar. Það
tókst! Hann sá rauðu veggina aftur og
viðarlistana. Allt var eins og það átti að
vera. Hann lék á alls oddi. Þrátt fyrir
að margt væri gott við hinn heiminn,
aðallega maturinn, var þetta hvar hann
átti að vera, hugsaði Þórir með sér. Þórir
hljóp inn í íslenskustofuna og þegar
hann kom inn sagði Ingunn kennari:
„Hvaða æsingur er á þér Þórir, sestu
niður og haltu áfram með málfræðina.
Ósköp varst þú nú lengi að þvo sárið,
heilar tíu mínútur.“ Þórir var fljótur
að svara kennaranum sínum: „Ég skal
hefjast handa við málfræðina strax.
Ferðin mín að þvo sárið mitt reyndist
ekki vera svo slæm enda er ég með góða
hugmynd að smásögu.“
„Í þessum tíma
ætlum við að læra
um Halldór Laxness.
Hann var rithöfundur
sem vann Nóbels-
verðlaunin árið
1955.“ [...] Þórir talaði
ekki meira í tímanum
eftir þetta atvik en
hlustaði með aðdáun
á kennarann tala um
rithöfundinn mikla.