Skólavarðan - 2021, Side 46
46 SKÓLAVARÐAN VOR 2021
KENNARASAMBANDIÐ / Vinnuumhverfismál
Meta þarf í hvert sinn hve nákvæm
skráning er viðhöfð og hvort allt skjalið
sé notað. Réttindi starfsfólks ber að
virða. Ef ekki er til skráning vegna
atviks þar sem áverkar koma fram
síðar getur starfsmaður tapað rétti
til bóta þar sem atvikaskráning hefur
sönnunargildi.
Áhættumat
Samkvæmt vinnuverndarlögum ber
atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé
skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði
á vinnustað sem byggð er á áhættu-
mati. Stuðla þarf að öryggi allra sem
í skólanum starfa. Ofbeldi og/eða
hótun er áhættuþáttur í vinnuumhverfi
starfsfólks skóla sem ekki má vanmeta.
Gæta þarf að mörkum hvers og eins
og ræða hvar mörkin liggja. Óformleg
könnun vinnuumhverfisnefndar KÍ
2019 leiddi í ljós að meira en helmingur
grunnskólakennara taldi sig hafa lent í
ofbeldisatviki á starfsævinni. Fjöldinn
er sláandi en sýnir líka mikilvægi þess
að ræða hvar þessi mörk liggja. Hvað
er ofbeldi og hvað eru pústrar, hvenær
er munnsöfnuður orðinn að andlegu
ofbeldi eða hótun? Hvenær er
ráðlegt að ganga á milli og
aðskilja nemendur í slag?
Það gerir starfsfólk skóla
umhugsunarlaust og sem
betur fer, en getur hlotið
skaða af. Um þetta allt þarf
að myndast sameiginlegur
skilningur sem gera þarf
opinberan innan skólasam-
félagsins alls, að foreldrum
meðtöldum. Áhættumat útlistar
hvar hættan er falin, gefur okkur
tækifæri til að ræða áhættuþætti og
undirbúa okkur bæði andlega og
líkamlega til að takast á við þá með
réttum hætti.
Í sniðmátinu má bæði finna mat á
hótunum og ofbeldi (2) og þarfagrein-
ingu fyrir áhættumat (3). Starfsfólk
tekur þátt í vinnslu matsins enda er
starfsfólk beðið um að ræða sín á milli
fjóra þætti sem snúa að atvikum. Um-
ræður geta farið fram innan deilda eða
á starfsmannafundum svo fá megi fram
niðurstöður. Eftir hópavinnuna verður
einhver að vera ábyrgur fyrir því að
vinna úr niðurstöðunum svo nýta megi
þær í frekari vinnu við áhættumatið.
Þarfagreining fyrir áhættumat er eins
konar gátlisti sem stjórnandi getur nýtt
til að sjá hvert vinnan stefni og hverju
sé lokið. Þetta eyðublað má draga fram
reglulega í ferlinu og eftir það svo sjá
megi hvað er á döfinni.
Sálræn skyndihjálp
Sálræn skyndihjálp hefur ekki farið
hátt. Við höfum auðvitað stutt við þá
sem lenda í árekstrum og hjálpað en
höfum við gert það markvisst? Sálræn
skyndihjálp nær til þess að vera vakandi
fyrir breyttri hegðun, lesa hegðun þess
hóps sem saman er kominn og aðstoða
eftir þörfum. Við þurfum að vera tilbúin
að koma einstaklingum út úr aðstæðum
sem skapast og vita hvert á að fara.
Þegar farið er í gegnum skref
sálrænnar skyndihjálpar er heppilegt
að skrá niður málavexti sem nýta má
í atvikaskráningu. Mikilvægt er að
stjórnandi sé upplýstur frá upphafi og
viðbragðsáætlanir og verkferlar virkjaðir.
Forvarnir
Um leið og farið er að ræða þá
áhættuþætti sem finnast innan skóla
eru forvarnir hafnar. Meðvitundin ein
skilar okkur áleiðis en ekki á leiðarenda.
Mikilvægt er að allt starfsfólk skólans
taki þátt í undirbúningi áhættumatsins
og að unnið sé markvisst að því að bæta
sálrænt öryggi starfsfólks og nemenda.
Oft er talað um forvarnaátak en
forvarnir verða að vera stöðugar.
Átak getur jú leitt til bóta en hvað
gerist þegar því er lokið? Þegar hætt er
að ræða það sem bæta þarf? Meðvitund
skiptir hér öllu. Á meðan allir eru
vakandi fyrir þeim áhættuþáttum sem
finnast og þeir eru ræddir reglulega
(hér dugar kannski að setja málið á
dagskrá eins til tveggja funda á ári eftir
að viðbragðsáætlunin er virkjuð) þá
er markmiðinu náð. Í sniðmátinu má
finna leiðarvísi og tillögu að upphafi
starfsmannafundar. Oft er betra að
stjórnandi finni þá leið sem hentar
starfsfólkinu og ekki er mælt með því að
textinn sé lesinn blindandi af blaðinu
(5) þar sem laga þarf hann að aðstæðum
innan hvers skóla. Spurningarnar eru
til viðmiðunar en markmiðið er alltaf að
fá starfsfólk til að ræða áhættuþáttinn
ofbeldi og hótanir.
Að virkja viðbragðsáætlun og
bæta sálrænt öryggi
Hvar liggja
mörkin?
Á vef Kennara-
sambandsins
má finna
sniðmát fyrir
atvikaskrán-
ingu, áhættu-
mat og viðbragðsáætlun vegna ofbeldis
í skólum bæði fyrir skólastjórnendur
og starfsfólk í skólum. Enn fremur
má finna gagnlegar upplýsingar um
efnið á sama stað, sem og upplýsingar
um fyrirbyggjandi aðgerðir vegna
endurtekins ofbeldis. Sniðmát vegna
ofbeldismála er frá 2020 og hefur
mælst vel fyrir. Sniðmátið
er í stöðugri endurskoðun
og kom ný útgáfa á vef KÍ
núna í febrúar.
Stjórnendur, trúnað-
armenn og allt starfsfólk
skóla er hvatt til að kynna
sér efnið. Mikilvægt er að
skólar nýti sér verkfærin,
vinni áhættumatið og virki
viðbragðsáætlun.
Sniðmát fyrir stjórnendur
er eins og gefur að skilja aðeins yfir-
gripsmeira en sniðmát fyrir starfsfólk
en sömu efnisþætti er að finna í þeim
báðum. Í sniðmáti fyrir starfsfólk skóla
eru fjórir efnisþættir en sex í sniðmáti
fyrir stjórnendur. Þeir eru:
1. Atvikaskráningarblöð
2. Undirbúningur áhættumats
3. Þarfagreining fyrir áhættumat
4. Leiðbeiningar um sálræna
skyndihjálp
5. Leiðbeiningar fyrir starfsmanna-
fund
6. Sniðmát að viðbragðsáætlun
Atvikaskráning
Atvikaskráning hefur aldrei verið
mikilvægari, bæði vegna réttinda
starfsfólks og í sögulegu tilliti. Skráning
atvika, stórra sem smárra, þarf að vera
vani innan allra skóla. Atvikaskráning
er á ábyrgð stjórnanda sem getur falið
öðrum utanumhald. Lögð er áhersla á
að atvikaskráning sé nákvæm svo læra
megi sem mest af atviki og viðbrögðum.
Sigrún Birna
Björnsdóttir
sérfræðingur
í jafnréttis- og
vinnuum-
hverfismálum
hjá KÍ.
Rannsóknir hafa sýnt
að í þeim teymum
þar sem ríkir sál-
rænt öryggi verður til
meiri þekking meðal
starfsfólks, það deil-
ir frekar reynslu og
hugmyndum og lærir
þar með frekar hvert
af öðru.