Skólavarðan - 2021, Síða 47

Skólavarðan - 2021, Síða 47
VOR 2021 SKÓLAVARÐAN 47 Vinnuumhverfismál / KENNARSAMBANDIÐ Hver skóli þarf að hafa skýrar línur um hvar mörk ofbeldis og hótana liggja. Mikil- vægt er að allir, bæði starfsfólk og nemendur, taki þátt í því að smíða ramma utan um hugtökin hótun og ofbeldi svo meðvitund vakni meðal allra. Þegar allir vita hvað er ofbeldi og hvenær hótun er alvarleg verða mörkin skýrari. Það hjálpar öllum þegar mörkin eru ljós, sérstaklega börnum. Rannsóknir á Norðurlöndunum sýna að um leið og umræða um hótanir og ofbeldi gegn kennur- um fer af stað og mörk ofbeldis eru skilgreind innan skóla, fækkar atvikum og öryggi allra eykst. Viðbragðsáætlun Viðbragðsáætlunina þarf að virkja. Það er í valdi hvers skóla að meta áhættuþáttinn ofbeldi og hótanir og kynna æskileg viðbrögð, hver gerir hvað og hvernig. Um leið og allir vita hvernig ber að bregðast við og hvenær, líður öllum betur og sálrænt öryggi eykst. Að virkja viðbragðsáætlun merkir að fela einhverjum umsjón með henni og kynna hana meðal starfsfólks. Einnig merkir það að allir vita að til er viðbragðsáætlun og hvernig ber að bregðast við atvikum af þessu tagi. Fumlaus og skjót viðbrögð geta einmitt afstýrt þungum árekstrum. Viðbragðsá- ætlun þarf að endurskoða árlega enda þarf áhættumat að vera í stöðugri þróun. Drög eða sniðmát að viðbragðsáætlun má finna aftast í pakkanum (6). Mikilvægt er að vinna þetta skjal vandlega og kynna það fyrir starfsfólki. Sálrænt öryggi Um leið og starfsfólk veit hvernig ber að bregðast við þeim áhættu- þáttum sem fyrirfinnast í skólanum líður því betur og streita minnkar. Sálrænt öryggi er hugtak sem hefur verið notað í mannauðsstjórnun. Rannsóknir hafa sýnt að í þeim teymum þar sem ríkir sálrænt öryggi verður til meiri þekking meðal starfsfólks, það deilir frekar reynslu og hugmyndum og lærir þar með frekar hvert af öðru. Talað hefur verið um að þekkingarmiðl- un sé mest þar sem starfsfólk þori að ræða mistök sín og deila þeim þannig að allir innan hópsins geti lært af þeim. Oft er sálrænu öryggi ruglað saman við traust. Í trausti felst t.d. að treysta fagmennsku einhvers á vinnustað en sálrænt öryggi lýtur að því að starfsfólk segir frá hugmyndum sínum, áliti á úrlausnum verkefna og skoðunum þrátt fyrir hættuna á faglegum ágreiningi og veit að þeim er tekið af opnum huga og þær ræddar. Þetta má yfirfæra á vinnustaði. Í stuttu máli eru einkenni vinnustaðar þar sem starfsfólk upplifir sálrænt öryggi þau að starfsfólk er upplýst. Til eru skýrar viðbragðsáætlanir og starfs- lýsingar, vinnustaðurinn telst heilbrigður og samskipti allra, bæði stjórnenda og starfsfólks, eru opin, einlæg og góð. Gagnkvæm virðing ríkir og jafnrétti er sýnilegt bæði í orði og verki. Rannsóknir sýna að starfsánægja er meiri á vinnustöðum þar sem ríkir sálrænt öryggi, frammistaða betri og fólk helgar sig frekar starfi og vinnustað. Hér er því til mikils að vinna.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.