Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 48

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 48
48 SKÓLAVARÐAN VOR 2021 RADDIR / Samstarf N orræna tungu- málaætlunin Nordplus Sprog hefur í áraraðir eflt norrænt samstarf í gegnum kraft tungumála. Áætlunin veitir kennurum tækifæri til að styrkja tengslanetið sitt með því að hitta kollega sína víðs vegar á Norðurlöndunum og kynnast nýjum kennsluaðferðum. Nemendur fá einnig kost á því að kynnast nýrri menningu, hvort sem það er í nyrsta hluta Noregs eða vesturströnd Grænlands. Dönskukennarar í Mennta- skólanum við Hamrahlíð taka þátt í sam- starfsverkefninu Unge i Nordatlanten þar sem þeir vinna náið með dönsku- kennurum á Grænlandi og Færeyjum. Verkefni af slíku tagi er „nemlig“ það sem Nordplus samstarfið snýst um. „Maður þekkir mann“ virkar Sif Bjarnadóttir er ein af dönsku- kennurum MH og nýtti hún ásamt kollegum sínum Nordplus undirbún- ingsstyrki til að koma verkefninu af stað. „Ferðastyrkurinn gerði okkur kleift að koma samstarfinu af stað, en án hans hefði ekkert orðið úr því.“ Hugmyndin að því að tengja verkefnið milli Íslands, Færeyja og Grænlands kom til vegna sérstaks sam- bands þjóðanna við danska tungumálið. „Fyrsta skrefið var að finna samstarfsaðila og það gerðum við með því að hafa samband við dönsku- kennara í menntaskólum í Færeyjum og Grænlandi, því þar er danska ekki móðurmál nemenda og við eigum margt sameiginlegt með þessum þjóðum. Við fundum dönskukennara í Menntaskól- anum í Nuuk á heimasíðu skólans sem var strax tilbúinn í samstarf en það var snúnara að ná sambandi við færeyskan menntaskóla. Það tókst þó að lokum með aðferðinni „maður þekkir mann“ og þá fengum við jákvæð svör frá Miðnámi í Kambsdal.“ Menningarfræðsla í gegnum dag- legt líf Samstarfið er til tveggja ára en hugsunin er sú að nýta danska tungu- málið til að efla menningartengsl milli nemendanna. En þó er nálgunin ekki síður sú að kynnast landi, þjóð og siðum í Færeyjum og Grænlandi. Tengingin á milli þjóðanna hefur svo verið þróuð enn frekar innan veggja MH. „Í áfanga í MH sem kenndur er á 3. þrepi hafa nemendur unnið með efni frá Færeyjum og Grænlandi, með áherslu á Grænland. Þeirri vinnu lýkur með ritgerð eða smásögu þar sem þemað er sjálfsmynd, þjóðernisvitund og hvernig tungumálið skiptir máli í því samhengi.“ Að sögn Sifjar voru nemendur áhugasamir að fræðast betur um nærfrændur okkar í Grænlandi og Fær- eyjum. Nemendur í löndunum þremur skiptust á myndskeiðum þar sem þau sögðu frá daglegu lífi. „Það opnar huga þeirra og þau geta speglað sig í daglegu lífi hinna og séð að þau eiga margt sameiginlegt.“ Faraldsfótur á norðurslóðum Kennarar frá Menntaskólanum í Nuuk og framhaldsskólanum Miðnámi í Aðsend grein Nemendur spegla sig í daglegu lífi annarra Kambsdal sóttu MH heim í septem- ber 2019 með hjálp Nordplus sprog styrksins. „Markmiðið með samstarfinu er að koma á og efla tengsl milli okkar kennaranna þar sem við höfum öll sama leiðarljósið – að bæta kunnáttu nem- enda okkar í heimsmálinu, dönsku.“ Heimsfaraldurinn hafði sitt að segja í þessu verkefni líkt og víðar. „Fundir okkar á Grænlandi og Færeyj- um féllu niður vegna ferðabanns og allir lögðust í híði og áttu nóg með að aðlaga sig nýjum kennsluháttum og umhverfi sökum COVID-19.“ Þrátt fyrir það bakslag er engan bilbug að finna á Sif og dönskukennur- unum í MH. „Við höfum ákveðið að fresta öllum samskiptum þar til í vor og vonandi getum við hist skólaárið 2021- 2022. Við hlökkum til að hitta kollega okkar á Grænlandi og í Færeyjum þegar af því verður. Það mun líka hleypa krafti í samstarfið því það er mjög lærdómsríkt að kynnast skólastarfi og skólabrag í öðrum löndum.“ Nordplus – styrkir til samstarfsverkefna Nordplus Sprog er ein af fimm undiráætlunum Nordplus og stuðlar að miðlun norrænna tungu- mála á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum. Samstarfið er einkum sniðið að dönsku, norsku og sænsku og miðað er við að minnsta kosti tvö þátttökulönd í hverju verkefni. Næsti umsóknar- frestur fyrir undirbúningsstyrki er 1. október 2021. Undirbúningsstyrkir eru hugsaðir til að auðvelda leit að samstarfsaðilum fyrir þróun umsókna í Nordplus fyrir næsta frest, þann 1. febrúar 2022. Nordplus hefur einnig fleiri áætlanir á sínum snærum og eru tækifæri fyrir öll skólastig, sem og samstarf þvert á skólastig. Hægt er að sækja um styrki til þróunarverkefna, samstarfsneta, ferðalaga svo sem nemendaskipta og kennaraheimsókna, ásamt styrkjum fyrir þjálfun nema í starfsnámi og undirbúningsheimsókna. Yfir 5.000 Íslendingar hafa nýtt sér styrkjanet Nordplus hingað til. Ekki hika við að hafa samband við landsskrifstofu Nord- plus, en teymið þar er alltaf reiðubúið til aðstoðar. Jóhann Páll Ástvaldsson sérfræðingur hjá RANNÍS Sif Bjarnadóttir dönskukennari við Mennta- skólann við Hamrahlíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.