Skólavarðan - 2021, Side 51

Skólavarðan - 2021, Side 51
Sagnaarfur / SKÓLARNIR Athugið. Léttlestrarbækur merktar með gulum lit eru fyrir byrjendur en bækur merktar með ljósbláum lit eru fyrir lengra komna. NÝJAR léttlestrarbækur M.v. bekkjarsett, eru léttlestrarbækurnar á tilboðsverði 790 kr. stk. Pantanir sendist á tölvupóstfangið pantanir@odinsauga.com. Bókin Skjáveiran dregur upp gamansama en jafnframt dökka mynd af áhrifum of mikillar skjánotkunar. Bókin er tæki til að ræða skjátíma barna og mikilvægi þess að fara út að leika sér og tala ekki bara við vinina í gegnum síma. Hentar vel til að æfa lestur. Áhugasvið barna eru ólík og mikilvægt að í boði séu bækur sem ýta undir löngun þeirra til að lesa. Þessi bók hentar börnum sem heillast af dýrum. Í bókinni koma fram forvitnilegar staðreyndir um dýr. Undraverð dýr 2 er svo væntanleg fljótlega. Eva elskar hamborgara. Svo mikið að hún keppir um það hver getur torgað flestum hamborgurum. Stuttur texti á hverri blaðsíðu auðveldar börnum lestur bókarinnar. Að klára að lesa bók fyllir börn sjálfsöryggi og stolti. Það er mikilvægt að ræða einelti í skólum. Í þessari bók er beint sjónum að vanlíðan þess sem leggur aðra í einelti. Bekkurinn getur lesið bókina saman og rætt um einelti að því loknu. Árnastofnun stýrir verkefninu Handritin til barnanna sem komið var á fót í tilefni af því að í vor verður liðin hálf öld frá því að fyrstu miðaldahandritin komu frá Danmörku. Hægt var að senda inn handrit í handritasamkeppni á vegum Árnastofnunar og voru grunnskólanemar hvattir til að koma hugmyndum sínum í handrit, hvort sem um var að ræða texta, saumaskap/hannyrðir, myndlist eða annað. Settar voru fram leiðbeiningar og innblástur fyrir kennara á vef verkefnisins og allt gert til að gera samkeppnina spennandi og aðgengilega fyrir nemendur. Síðasta vetrardag, miðviku- daginn 21. apríl 2021, verður streymi beint úr Hörpu kl. 10, þar sem fram fer svokölluð hand- ritaheimkomuhátíð. Hátíðin er hugsuð fyrir grunnskólanema og markmiðið með henni er að „færa börnunum handritin“ með því að kynna fyrir þeim mesta dýrgrip- inn, Konungsbók eddukvæða. Hátíðin er sett saman úr ýmsum fjörlegum atriðum þar sem þátt taka ýmsir góðkunningjar sem ekki hafa áður tengt sig við miðaldaarfinn og sögur hans. Kennarar og nemendur eru beðnir um að taka tímann frá og sýna nemendum streymið sem tekur rétt innan við eina kennslu- stund. Sama dag verða veittar viðurkenningar fyrir framúrskar- andi handrit frá börnum. Þau handrit koma öll til álita sem Ung- mennahandritið 2021 en hvaða handrit hlýtur þá nafnbót kemur í ljós á verðlaunahátíðinni Sögur í byrjun júní. Fleira verður á dagskrá þennan síðasta vetrardag og má þar nefna að út kemur ný barna- og fjölskyldubók um ævi og örlög Möðruvallabókar eftir Arndísi Þórarinsdóttur. Hornsteinn verður auk þess lagður að Húsi íslenskunnar sem verður áhuga- verður áfangastaður skólafólks í náinni framtíð, en ráðgert er að húsið verði opnað með sýningu og aðstöðu fyrir almenning haustið 2023. Handritaheimkomuhátíð verður streymt frá Hörpu

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.