Skólavarðan - 2021, Page 52

Skólavarðan - 2021, Page 52
52 SKÓLAVARÐAN VOR 2021 MATSTÆKI / Stöðumat F yrir skömmu var Stöðumat fyrir nýkomna nem- endur af erlendum uppruna gert aðgengilegt á vef Menntamálastofnunar. Um er að ræða matstæki sem þýtt var úr sænsku sem skólar geta notað til að meta námsstöðu nemenda af erlendum uppruna sem eru nýkomnir til landsins. Árið 2016 kynntust fulltrúar í Hafnarfirði, Reykjanesbæ og Árborg sænsku stöðumati fyrir nemendur af erlendum uppruna. Eftir að hafa kynnt sér markmið stöðumatsins, fengið kynningu á því frá sænskum sérfræðingi og farið á nákvæman hátt yfir efnið var ljóst að virkileg vöntun væri á slíku mati hér á landi. Í framhaldinu var ákveðið að óska eftir því við sænsku mennta- málastofnunina, Skolverket, að fá leyfi til að þýða stöðumatið á íslensku og stýrihópur settur á laggirnar. Hópurinn sótti um styrk til Sprotasjóðs og kynnti stöðumatið víða í menntakerfinu s.s. í mennta- og menningarmálaráðu- neytinu, hjá Kennarasambandi Íslands, Menntamálastofnun og fleiri tengdum aðilum til að óska eftir samstarfi. Menntamálastofnun sótti um þýðingar- leyfi til Skolverket og vinna stýrihópsins hófst í kjölfarið. Stöðumatið hefur vakið mikla athygli og búið er að innleiða það víða um land. Þeir sem hafa ekki fengið kynningu eru hvattir til að hafa samband við stýrihópinn en Stöðumatið er öllum að kostnaðarlausu og verkefnið var unnið í anda lærdómssamfélagsins frá upphafi. Gott tækifæri til að mæta nemand- anum strax Anna Sigríður Guðmundsdóttir, verkefnastjóri ÍSAT og Inga Huld Guðmannsdóttir, kennari við Lækj- arskóla í Hafnarfirði hafa reynslu af notkun Stöðumatsins og eru sammála ágæti þess. „Stöðumatið gefur okkur nákvæm- ar upplýsingar um stöðu nemanda námslega í læsi, talnaskilningi og stærð- fræði og upplýsingar um fyrri reynslu, almenna þekkingu og skólagöngu. Það gerir okkur kleift að staðsetja nemanda á nákvæmari hátt í námi miðað við fyrri reynslu og þekkingu og koma til móts við þarfir nemandans,“ segir Anna Sigríður. Inga Huld tekur undir þetta og segir að það sé mikill kostur að vera komin með tæki í hendurnar til að meta stöðu nemenda við komuna til landsins. „Við höfum verið með frá upphafi eða frá vori 2019 og okkar upplifun er að Stöðumatið sjálft sé aðgengilegt og gefi góða mynd af þekkingu, aðstæðum og reynslu nemandans. Það auðveldar því þeim sem koma að nemandanum að staðsetja hann í nemendahópnum og finna námsefni við hæfi.“ Aðspurðar um hvað reynslan af Stöðumatinu hafi kennt þeim nefna þær báðar að Stöðumatið gefi mikilvægar upplýsingar um fyrri reynslu nemenda, námslega stöðu þeirra, styrkleika og áhugamál. „Þetta eru upplýsingar sem við vorum áður að fá smám saman yfir langan tíma en nú liggja þær fyrir í byrjun skólagöngu nemenda. Það er mjög góður grunnur að hafa fyrir skipulag kennsluáætlana sem koma til móts við þarfir nemandans,“ segir Inga Huld. Anna Sigríður bendir á að Stöðumatið veiti meira öryggi við val á námsefni, við að auka eða minnka námslegar kröfur miðað við getu og geri kennurum fært að samræma sig varð- andi niðurstöður matsins og íhlutun. Þegar kemur að spurningu um hvaða helstu áskoranir séu við Stöðumatið segja þær að huga þurfi að ýmsu þegar það er lagt fyrir, þrátt fyrir að vera tiltölulega einfalt í fyrirlögn og aðgengilegt. „Stöðumatið krefst skipulagningar þar sem margir koma að því. Í fyrsta móttökuviðtalinu þarf að vera túlkur, forráðamenn nemandans og nemandinn sjálfur og getur verið erfitt að ná öllum saman,“ segir Anna Sigríður. „Hins vegar veita niðurstöð- urnar okkur og nemanda sjálfum góð tækifæri að mæta nemandanum strax þar sem hann er staddur í námi og gerir það honum auðveldara að aðlagast námi inni í bekk en ella væri.“ Aðspurðar hvort þær geti bent á eitthvað sem mætti bæta við eða breyta varðandi Stöðumatið segir Inga Huld að það sé mjög vel sett upp og ekkert út á það að setja. Það eina sem komi upp í Menntamálastofnun Stöðumat fyrir nemendur af erlendum uppruna hugann sé að talnaskilningurinn mætti jafnvel vera afmarkaðri en að öðru leyti sé það virkilega gott. Anna Sigríður segir að vænlegast væri ef skólarnir myndu fá aðgang að stöðumati í fleiri námsgreinum á stigi 3 þar sem það bíð- ur frekari þýðingar á íslensku. Einnig væri gott að geta nýtt sér stöðumatið á tölvutæku formi. Þær mæla tvímælalaust með því að skólar noti matið þar sem það gefi kennurum upplýsingar á stuttum tíma um námslega stöðu nemanda sem annars myndi taka töluverðan tíma að komast að og geri auðveldara að koma til móts við þarfir hans í námi. Lakari staða kom í ljós „Síðasta haust lögðum við stöðumatið fyrir systkini sem höfðu verið í öðrum skóla á Íslandi í eitt ár. Við fyrstu sýn leit út fyrir að þau væru komin töluvert lengra í námi en raun bar vitni. Þegar stöðumatið var lagt fyrir þau á þeirra tungumáli með túlki kom hins vegar í ljós að námsleg staða var töluvert lakari en gengur og gerist meðal jafnaldra og það sem stöðu- matið gerði fyrir okkur var að við gátum byrjað að aðlaga námið að þeirra þörfum miðað við námslega getu þeirra á þeirra móðurmáli og aðstoðað þau að aðlagast inn í bekk.“ Aukinn sértækur stuðningur „Já, það er svo gaman að sjá hvað stöðumatið nýtist vel öllum nemendum, ekki bara þeim sem þurfa á sértækum stuðningi að halda, og sýnir vel styrkleika þeirra. Við fengum til okkar stúlku í stöðumatið sem var nýlega komin til landsins. Hún hafði verið í nokkrar vikur í skólanum áður en matið var tekið. Það var verið að velta fyrir sér hvort að hún þyrfti auk- inn sértækan stuðning en í stöðumatinu kemur í ljós að hún er afskaplega sterkur nemandi. Hana vantaði því einungis áskoranir við sitt hæfi í náminu.“ Anna Sigríður Guðmundsdóttir Inga Huld Guð- mannsdóttir

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.