Litli Bergþór - 01.06.2021, Síða 13

Litli Bergþór - 01.06.2021, Síða 13
Litli-Bergþór 13 skólann við Sund í Reykjavík. Þangað fór ég þar sem mér hafði verið boðið að spila körfubolta með Val og vildi ég reyna að ná árangri þar. Bæði faðir minn Ólafur og bróðir minn Fannar voru atvinnu­ og landsliðsmenn í handbolta og körfubolta og því voru þeir miklar fyrirmyndir. Mér gekk vel framan af, ég fékk Einarsbikarinn í Val (efnilegasti leikmaðurinn), var tekin yfir í KR ári seinna þar sem við unnum Íslandsmeistaratitla í yngri flokkum og ég fór að æfa með meistaraflokki. Ég var í unglingalandsliðs úrvölum en uppúr 18 ára aldri fóru að koma meiðsl. Ég var nokkuð fylginn mér í æfingum, 2-3svar á dag alla daga, og byrjaði að fá álagsmeiðsli á vinstri löpp. Ég er fæddur með fatlaða vinstri löpp, svokallaðan klumbufót. En löppin neðan ökkla var öfug. Ég fór i mikinn uppskurð rétt eftir fæðingu og við tók spelkunotkun til 6 ára aldurs. Því er hreyfigetan lítil á þeirri löpp. Mér var sagt að ég hefði aldrei átt að vera svona lengi í körfu, en mér þykir erfitt að gefast upp og ná ekki markmiðum mínum. Ég hætti samt í íþróttum eftir 3­4 ár í meiðslum og einbeitti mér að náminu og útskrifaðist úr MS. Lagði síðan stund á jarðfræði við HÍ. Ég hafði mikinn áhuga á jarðhita, olíu og gasi og málmum og fór fljótt að velta þessum hlutum fyrir mér. Í HÍ var það í raun ástríða á vísindum sem dreif nemendur áfram, enda fer stór hluti rannsóknastyrkja HÍ í jarðvísindagreinar. En einungis 5­10 nemendur héldu áfram á annað ár. Mér hefur alla tíð þótt mikið til þeirra koma sem leggja stund á vísindi, en satt best að segja voru þetta vinnufúsari námsmenn en ég er. Ég hafði hins vegar mjög mikinn áhuga á því að skapa eitthvað nýtt og tók ég að mér það verkefni að skrifa um nýtni varma í rótum jarðhitakerfa. Í ritgerðinni velti ég upp þeirri spurningu hvort hægt væri að nýta djúpar borholur (5km) til framleiðslu rafmagns. Ég sótti um vinnu hjá Ásgeiri Margeirs hjá nýstofnuðu félagi sem hét Geysir Green Energy en tilgangur þess var að byggja upp jarðhitavirkjanir alþjóðlega. Ég fékk mjög góðan skóla hjá Ásgeiri og áttum við vel saman og erum enn í dag perluvinir og samstarfsmenn. Ég naut þess að ferðast út um allan heim til að skoða og fylgja eftir verkefnum. Ég fluttist fyrst til Shanghai í Kína til að vinna að uppbyggingu hitaveitna með ríkisolíufyrirtæki þar. Meðan ég bjó þar ákvað Geysir að selja Asíu verkefnin sín og ég tók á það ráð að safna saman hópi undir forystu minni til að kaupa verkefnin og leggja þeim til nýtt hlutafé. Þetta gekk að lokum og stækkuðum við veituna úr einni borg í fjórar borgir. Þetta fyrirtæki heldur áfram að stækka og gengur vel og er ég gríðarlega stoltur af þátttöku okkar í þessum fasa, sem var mjög tvísýnn á tímabili. Árið 2012 fengum við tilboð um að selja, sem við tókum, enda var þá fyrsta barn okkar komið undir belti og okkur þótti tími til kominn að færa okkur nær Íslandi. Ég og konan mín, Guðrún Helga Kristjánsdóttir, fluttum til Danmerkur þar sem ég fór í framhaldsnám í fjármálum og við eignuðumst Ísey (10 ára), okkar fyrsta barn. Þar byrjaði ég að skoða verkefni í jarðhita, olíu og gasi og svo námuverkefni á Grænlandi. Við fluttumst til London 2012 þar sem við settum upp félögin sem ég er enn að vinna við í dag. Konan mín lærði þar fatahönnun en hún rekur sitt eigið merki í dag sem heitir Gudrun Studio og búin að reka það í 4 ár. Við eignuðumst annað barn okkar í London, hana Grímheiði sjö ára. Þegar verkefnin á Grænlandi fóru að taka meiri tíma þá fluttumst við aftur heim til Íslands. Sá böggull fylgir skammrifi að ég er helst til of mikið á ferðalagi, enda erum við með skrifstofur í Bretlandi, Kanada og á Grænlandi. En hér er gott að vera og hér kom þriðja barn okkar, hún Ingibjörg Drífa, í heiminn en hún er tveggja ára. Helstu framtíðarplön okkar hjónanna er að koma börnunum okkar til manns, við njótum þess að geta verið heima á Torfastöðum um helgar og um hátíðir. Fyrir mína parta þá togar sveitin, yndislega fólkið þar og náttúran mikið í mig og kannski að það sé mitt helsta plan að reyna eyða meiri tíma þar í framtíðinni. Eldur, Ingibjörg Drífa, Guðrún Helga, Ísey og Grímheiður.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.