Litli Bergþór - 01.06.2021, Page 23

Litli Bergþór - 01.06.2021, Page 23
Úr „Ljóðmyndalindum“ Gísla Sigurðssonar í Úthlíð: Dagur við Kúðafljót Þau fluttu með börn sín og búslóð á morgni síðustu aldar, ung og hraust, en ekkert býli að hafa, utan eitt í mikilli fjarlægð, allar götur vestur í Biskupstungum, það var jafnvel lengra en til Amreku. Úfið var Eldhraunið en kvíði þeirra var bundinn Kúðafljóti. Þau komu að vaðinu snemma dags og höfðu ráðið sér fylgd yfir fljótið, sem breytist frá degi til dags; hér var um líf og dauða að tefla. Fylgdarmaðurinn taldi ekki ráð að reyna við fljótið svo snemma og reyndin var sú að hann þekkti það út í hörgul. Þau biðu. Tóku ekki klyfjarnar ofan, en fóru af baki; biðu í kulda og ausandi regni. Þá leið á dag og útlitið fór að skána. Fylgdarmaðurinn vissi um færar krókaleiðir án sandbleytu, en beljandi jökulvatnið á miðjar síður. Á vönum vatnahesti reið hann og Egill næstur á eftir. Steinunn fylgdi þeim fast, negld við hestinn og hélt á kornabarni. Fljótið virtist án enda, kvísl eftir kvísl og fyrst undir kvöld komust þau yfir. Og þá kvartaði enginn um kulda eða vosbúð og sult. Þau vissu að þau voru hólpin, næstum komin til Amreku, og þó voru fleiri vötn eftir, Skálm og önnur Jökulsá utar, Markarfljót þarnæst og drjúgar sprænur eins og Þjórsá og Hvítá. Kvenfélag Biskupstungna sendir félögum sínum og Sunnlendingum öllum óskir um gott og gjöfult sumar Litli-Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.