Litli Bergþór - 01.06.2021, Page 37
Litli-Bergþór 37
Upp úr fyrsta áratug 20. aldar var til
félagsskapur sem gekk undir nafninu „Nafn-
lausa fjelagið“. Nafnlausa fjelagið er undan-
fari Ferða félags Íslands (FÍ) og gaf afrakstur
starfsemi sinnar til byggingar sæluhússins
í Hvítárnesi þegar félagið var lagt niður og
sameinað FÍ. Stofn endur Nafnlausa fjelagsins
voru nokkrir ungir menn í Reykjavík sem áttu það
sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á útilegum og
ferðalögum þeim tengdum. Allt frá æsku vissi ég
að hann afi minn, Einar Pétursson (1892-1961),
hafði verið meðlimur í þessu félagi en vissi
ekkert sérstaklega mikið um hvað félagið hafði
á stefnuskrá sinni nema að tilgangurinn var að
kanna fáfarnar slóðir á Íslandi og hálendisferðir
voru mikið áhugamál hjá þeim. Því miður, þá hef
ég ekki nema nokkur minningarbrot sem tengjast
þessu merka félagi.
Einar afi minn var sá Einar sem var tekinn til
yfirheyrslu af danska yfirvaldinu 12. júní árið 1913
þegar að hann reri á einmennings kappróðrabáti
sínum í kringum herskipið Islands Falk þar sem
skipið lá á legu sinni í Reykjavíkurhöfn. Afi
var með fánann Hvítbláinn í stafni bátsins en
ekki þann danska og það fór heldur betur fyrir
brjóstið á skipherra Islands Falk sem gerði fánann
upptækan og það hafði ýmsa eftirmála í för með
sér sem ekki verður skrifað um í þessari grein.
Nafnlausa fjelagið var fá mennt félag, stofnað
þann 11. ágúst 1916 af nokkrum ungum mönn
um sem áttu það sameigin legt að hafa gaman af
að fara í göngu ferðir um helgar og ferðast inn
í óbyggðir og fjar lægar sveitir í sumar leyfum
sínum. Svæðin sem þeir fóru aðallega um og
könnuðu voru fáfarin og afskekkt svæði eins og
Reykjanesskaginn, Þingvellir, Uxahryggir og Ok.
Einnig svæðin í kringum Langjökul, Hvítárnes
og Kerlingafjöll. Skýringuna á nafngiftinni á
félaginu segir Skúli Skúlason ritstjóri vera þá
að stofnendur félagsins voru að búa sig undir
sumarleyfisferðalag og keyptu sér sameiginlega
í nestið í versluninni Liverpool við Vesturgötu.
Í stað þess að skrifa á reikninginn nöfn allra
þátttakenda var kosið að láta Nafnlausa fjelagið
Nafnlausa fjelagið