Litli Bergþór - 01.06.2021, Síða 45
Litli-Bergþór 45
Konur stunduðu ýmiskonar fjáröflun vegna
söfnunarátaksins, seldu armbönd og súkkulaði og
í nóvember stóðu kvenfélögin fyrir áheitabakstri á
sörum og öðrum jólabakstri sem rann allt í „Gjöf
til allra kvenna“ sem hlutur kvenfélagsins.
Af öðrum málefnum sem Kvenfélagið styrkti
má nefna að:
Við gáfum Heilsugæslustöðinni í Laugarási nýtt
ómtæki, tæki sem bæði nemur hjartslátt í fóstrum
svo og æðaslátt í fótleggjum fólks á öllum aldri.
Það kostaði tæplega 200 þús. kr. Tækið sem
heilsugæslan notaðist við áður var úr sér gengið
og farið að gefa villandi niðurstöður.
Við styrktum Sjóðinn góða um kr. 200 þús. rétt
fyrir jólin, en Sjóðurinn góði er samstarfsverkefni
sóknarkirkja í Árnessýslu, Rauða krossins, félags
þjónustu Árborgar, félagsþjónustu Árnesþings og
ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu. Þetta samstarf
hefur staðið síðan árið 2008 og hefur þann tilgang
að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim
sem ekki eiga fyrir nauðþurftum.
Við styrktum Félag eldri borgara í Biskups
tungum með nýjum gardínum í Bergholt, rúm
lega 120 þús. Sjúkrahússjóður SSK naut styrks
frá okkur upp á kr. 124 þús. með kaupum á jóla
kortum og kærleiksenglum.
Við tókum þátt í kaupum á nýju hlaupabretti
í Íþróttamiðstöðina í Reykholti með styrk upp á
kr. 100 þús. Styrktum kaup á nýjum ljósaperum á
Iðubrúna fyrir kr. 20 þús., gáfum 10. bekkingum
í Bláskógaskóla í Reykholti bækurnar „Þú ert
snillingur“ að verðmæti 24 þús. kr. Gáfum svo
skólabörnum í sama skóla jólanammi í poka
fyrir andvirði 24 þús. á jólaskemmtun þeirra
sem haldin var utandyra í Haukadalsskógi. Að
lokum má stefna styrk til SÁÁ upp á kr. 8 þús.
Samtals námu bókaðir styrkir Kvenfélagsins á
árinu 2020 til hinna mismunandi verkefna
kr. 1.680.000.
Við náðum að halda nokkra
stjórnarfundi á árinu, tvo
í kjötheimum eins og Páll
Óskar kallar svo skemmtilega
hefðbundna fundi þar sem fólk
hittist og tvo í rafheimum, auk þess
sem stjórnin talaði mikið saman í hóp á
messenger.
Fulltrúar kvenfélagsins tóku þátt
í að halda óvenjulega 17. júní
barnaútisamkomu 2020 í samvinnu við
fulltrúa Ungmennafélagsins, Lions og
æskulýðsdeild Hestamannafélagsins
Loga, sem tókst vel í frábæru veðri.
Við náðum að fara í mjög
skemmtilega 19. júní ferð um
Suðurland þar sem við heimsóttum Gamla bæinn/
Íslenska bæinn í Austur Meðalholtum, skoðuðum
lifandi listasmiðju í Forsæti í Flóahreppi, EM
heima gallerí á Selfossi þar sem framleiddir eru
skartgripir, leirmunir og myndlist, Hespuhúsið,
opna jurtalitunarvinnustofa í Ölfusi og enduðum í
kvöldverði í Tryggvaskála. Virkilega skemmtileg
ferð.
Við skipulögðum einnig útiveru, Tölt í
Tungunum, þar sem við tókum nokkrar göngur
saman meðfram Tungufljóti og hittumst í kaffi
að þeim loknum á þeim stað sem göngur enduðu.
Sóttvarnarreglur voru að sjálfsögðu í hávegum
hafðar í þessari samveru.
Við vorum með áskoranir á netinu, göngu
áskorun í takt við Heilsueflandi uppsveitir „Lát um
það ganga“ og í framhaldinu göngu- og mynda-
áskor un þar sem félagskonur tóku á göngu sinni
um Tungurnar myndir af „línum“ í umhverfinu.
Svo í desember tók stór hluti félagskvenna þátt
í Að ventu leik kvenfélagsins þar sem í boði voru
3 góð ir vinningar fyrir það að birta myndir eða
sögur af einhverju skemmtilegu sem tengdist jól
unum.
Tvær kvenfélagskonur urðu 60 ára á síðasta ári
og fengu gjöf frá kvenfélaginu, en það er margra
ára hefð fyrir því.
Í smá Covid-glugga í vor náðum við svo að
halda aðal fundinn okkar þ. 3. mars 2021 og var
vel mætt. Í stjórn Kvenfélags Biskupstungna eru
nú: Andrea Rafnar formaður, Margrét Baldurs
dóttir ritari, Sigríður Emilía Eiríksdóttir gjald
keri, Margrét Sverrisdóttir meðstjórnandi og
vara formaður, Vala Oddsdóttir meðstjórnandi
og vara menn eru þær Dagný Guðmundsdóttir
og Sigríður Egilsdóttir. Fyrir veitinganefnd er
Kjötheimar?
rafheimar? ... þetta
líst mér ekki heldur á.
Frábær gönguhópur á Höfða í maí 2020.