Litli Bergþór - 01.06.2021, Síða 46

Litli Bergþór - 01.06.2021, Síða 46
46 Litli-Bergþór Jórunn Svavarsdóttir. Við þökkum Ernu Björgu Kjartansdóttur og Nönnu Mjöll Atladóttur, sem gengu úr fyrri stjórn, kærlega fyrir vel unnin störf í þágu kvenfélagsins. Þann 18. mars héldum við fund í Aratungu um stefnu mótun í Kvenfélaginu. Skemmtilegar og því líkt hug myndaríkar kvenfélagskonur unnu vel og fag lega í stefnumótunarvinnunni og fram komu frá bærar tillögur og hugmyndir um það hvernig við getum gert félagið okkar ennþá öflugra, skemmti legra og betra … þó gott sé nú þegar! Nú verða allar þessar hugmyndir teknar saman og niðurstöðurnar kynntar á vorfundinum okkar. Svo er bara að spýta í lófana, láta verkin tala og hafa gaman! Á síðasta ári náðum við að vísu ekki að halda vorfund, haustfund, jólafund né héldum við jólamarkað og ekki komumst við í hefðbundna ferð með eldri borgurum. En þrátt fyrir þessar furðulegu aðstæður, sem við höfum búið við síðasta árið, var bara ýmislegt um að vera hjá okkur í Kvenfélagi Biskupstungna. Ég vona svo sannarlega að árið 2021 verði með öðrum hætti og að við getum gert okkur enn glaðari daga saman. Hvet allar konur í Tungunum til að ganga í kven félagið okkar, það er mannbætandi og ótrú­ lega skemmtilegt að taka þátt í þessu starfi. Andrea Rafnar, formaður. Nönnu Mjöll þökkuð góð störf á aðalfundinum. Ný stjórn Kvenfélagsins mars 2021. Efst eru þær Emma og Sirrý, í miðröð Magga Baldursdóttir og Maggý og neðst þær Vala, Dagný og Andrea. Hugmynd að fæðast á stefnumótunarfundi? F.v. Elín Björt, Þrúða, Ólöf á Helgastöðum (snýr baki í myndavél), Dagný, Margrét Elín og Sirrý. Á næsta borði má sjá þær Maggý og Emmu.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.