Litli Bergþór - 01.06.2021, Side 53
Litli-Bergþór 53
Bjarna frá Geysi) og „Mín sál þinn söngur hljómi“
(kirkjuleg tónlist). Þar fyrir utan voru gefnir út
ófáir geisladiskar með upptökum af tónleikum
fyrir kórfélagana.
Kórferðir. Kórinn bjó við þau hlunnindi að
hafa farar stjóra innan sinna raða, sem var Hólm-
fríður Bjarna dóttir, þáverandi kona Hilmars
Arnar. Nutum við góðs af því og fljótlega var
farið að tala um utanlands ferð. Ekki var þó farið
langt í fyrstu „utan landsferðinni“, heldur haldið
til Vest mannaeyja vorið 1997, þar sem sungið
var á tónleikum ásamt Mos fells kórnum og gist
eina nótt.
Í október 1998 var haldið í skemmtilega
kór ferð til Þýskalands og Frakklands þar
sem sungnir voru tónleikar í borginni Leiwen í
Mósel dalnum og aðrir í borginni Barr í Alsace í
Frakklandi.
Svo vel þótti kórinn standa sig þar að honum
var boðið að koma aftur til Frakklands ári
síðar og syngja á ráðstefnu geðlækna á vegum
Evrópuráðsins! Svo góðu boði var ekki hægt
að hafna, svo ári seinna, í október 1999, var
kórinn aftur kominn til borgarinnar Rouffach í
vínræktarhéraðinu Alsace í Frakklandi, og með
í för var vinkona okkar, söngdívan Diddú, Keli
maður hennar hornleikari og Kári Þormar með
leikari. Þar mætti kórinn í fínar móttökur, tón
leikar voru í gamalli virðulegri kirkju og gala
kvöld verður og söngur í ævintýrahöll, og allt
gekk það eins og í sögu. En fyrst við vorum nú
komin út fyrir landsteinana skellti kórinn sér
áfram til Ítalíu, þar sem dvalið var við Garda
vatnið, sungið þar á einum tónleikum auk þess
sem skotist var í dagstúra til Feneyja og Verona. Í
Verona naut kórinn sérstakrar leiðsagnar Diddúar
og Kela, sem bjuggu þar um árabil. Allt var
þetta mjög eftir minnilegt og skemmtilegt og má
lesa ferða sögur þessara tveggja kórferða í Litla
Bergþóri 3. tbl 1998 og 3. tbl. 1999.
Gunnar Þórðarson og Hilmar Örn fyrir flutning Brynjólfsmessu
Gunnars í Keflavík.
Hilmar Örn og Haukur Guðlaugsson fyrrverandi söngmálastjóri fyrir
utan Skálholtskirkju á kveðjutónleikum Hilmars í sept. 2008.
Tónleikar í Slóveníu - gula dressið.
Skálholtskórinn á tónleikum í Þýskalandi árið 1998 – grænu vestin.