Litli Bergþór - 01.06.2021, Page 59
Litli-Bergþór 59
Í Tungunum er vísan um Kristján í Stekkholti í
miklum metum og er nánast einkennissöngur
Tungnamanna. Við Skagfirðingar eigum líka
vísu sem sennilega hefur verið oftar sungin í
þeim fagra firði en nokkur önnur vísa og hefst á
orðunum ,,Skála og syngja Skag firðingar.“
Í þessari grein ætla ég að sleppa umfjöllun um
fyrsta orð þessa vísubrots en fjalla því meira um
sönginn. Jónas Ingimundar píanóleikari sagði
einhvern tíma að tónlistin væri drottning allra
lista og ekkert gæfi manni eins mikið og að vera
með í músík. Ég var alin upp á heimili þar sem
tónlist var í hávegum höfð, af hvaða toga sem
var. Foreldrar mínir sungu í kórum, móðir mín
söng oft einsöng og hóf þann feril 12 ára gömul
þegar hún söng einsöng með Karlakórnum Vísi
á Siglufirði. Faðir minn var harmonikuleikari og
lék oft fyrir dansi í Eyjafirðinum á sínum yngri
árum. Öll systkinin, átta talsins, sungu í kórum,
mörg okkar í fleiri en einum kór. Á heimilinu
hljómaði oft raddaður söngur og hljóðfæraleikur
undir. Flest okkar kunnu á nokkur hljóðfæri og
sum virtust geta spilað á hvaða hljóðfæri sem
var og því var aldrei hörgull á fólki til að leysa
hljóðfæraleikara af ef á þurfti að halda.
Söngurinn göfgar og
glæðir guðlega neista í sál
Sigurlaug Angantýsdóttir
Ég fór ung að syngja í kórum, fyrst í Barna
kór Sauðár krókskirkju undir stjórn Ey þórs
Stefánssonar tónskálds og skólastjóra Tón listar
skóla Sauðárkróks en hann kenndi mér einnig
tónfræði sem nýttist mér vel síðar þegar ég fór
að útsetja lög sem stjórnandi barnakórs og síðar
unglinga kórs á Sauðárkróki. Eftir stúdentspróf
kenndi ég einn vetur á Króknum og þá söng ég
með Sam kór Sauðárkróks. Til gaman má geta þess
að vorið 1979 fór kórinn í söngferð suður á land
og við héldum mjög góða og fjölmenna tónleika
í Aratungu og að þeim loknum var hald inn dans
leikur þar sem hljómsveit Geirmundar Valtýs
sonar spilaði fyrir dansi. Var mikið dans að og
sungið fram á nótt og áttum við þar ógleymanlega
samveru með Sunnlendingum.
Meðfram námi mínu við Kennaraháskóla Ís-
lands söng ég með Skagfirsku Söngsveitinni í
Reykja vík og að náminu loknu fór ég aftur heim
og gekk þá í Kirkjukór Sauðárkróks og starfaði
í hon um í u.þ.b. 12 ár og var formaður hans
um tíma. Einnig söng ég með Rökkurkórnum í
Skagafirði í nokkur ár.
Haukur Guðlaugsson var
söngmálastjóri þjóð kirkj
unnar. Hann var ein lægur og
elskulegur mað ur, sem hafði
ein staka hæfi leika til að ná
til fólks, hrífa það og virkja.
Í um aldar fjórðung hélt hann
árleg kóra og organista
nám skeið í Skál holti. Þessi
námskeið voru geysi vinsæl
og á þau komu organ istar
og söngfólk víðsvegar að
af landinu, ég minnist þess
að í eitt sinn voru um 100
konur í sópran og sýnir
það vel hversu fjölmenn
þessi námskeið voru. Segja
má að fólk á öllum aldri,
frá táningum upp í fólk á Stoppað í Borgarnesi á leið í Skálholt og auðvitað var svo lagið tekið.