Litli Bergþór - 01.06.2021, Síða 60
60 Litli-Bergþór
áttræðisaldri hafi mætt og þar fann
fólk ekki fyrir kynslóðabili. Það var
því mikil gleði og eftirvænting sem
ríkti í hugum þeirra sem sóttu Skálholt
heim upp úr miðjum ágúst ár hvert til
að taka þátt í námskeiðunum. Söngfólk
Kirkjukórs Sauðárkróks gerði sér far um
að komast til Skálholts og ég var svo
heppin að vera þátttakandi í fimm skipti.
Námskeiðin hófust strax á mánudegi og
áttu organistarnir sviðið, söngfólkið
mætti svo á fimmtudegi eða föstudegi.
Við lögðum af stað frá Sauðárkróki
snemma morguns á föstudegi og
þegar komið var í Skálholt náðum við
í möppur sem innihéldu viðfangsefni
námskeiðsins. Þá fengum við að vita
hvar við ættum að gista og yfirleitt fórum við
fljótlega á gististaðinn til að ganga frá farangri
okkar. Tvisvar sinnum gisti hópurinn í minni
húsunum í Skálholtsbúðum en nokkrum sinnum
vorum við í stóra húsinu, sem við kölluðum Löngu
vitleysu. Okkur leið mjög vel í því húsi enda
margmenni þar og við vorum skemmtanaglaðir
Skagfirðingar. Síðar í greininni mun ég segja
frekar frá dvöl okkar þar.
Þegar búið var að koma
farangr inum fyrir var strax
hafist handa við að kanna hvar
við ættum að mæta til æfinga
á tón listinni sem flytja átti á
sunnu deginum, mappan góða
innihélt andlega tónlist sem
flutt var í messu sem og verald-
lega tónlist sem flutt var á tón-
leik um eftir messuna. Dag
skráin var þétt og markviss
og stíft var æft undir leiðsögn
ákveð inna kennara; til dæmis
Hauks, Mána Sigurjónssonar,
Harðar Áskelssonar, Ingveldar
Hjaltested raddþjálfara og
ekki síst Hilmars Arnar Agn-
ars sonar. Ég og elsta systir
mín sungum sópran og vorum
við svo heppn ar að lenda einu
sinni í kór hjá Hilmari og valdi hann okkur til
að syngja í tvöföldum kvartett á tónleikum, eftir
messu á sunnudeginum. Það var mikil upphefð
og ánægjuleg upplifun að fá að syngja undir hans
stjórn. Á þessum tíma þekkti ég Hilmar ekkert
og hafði ekki hugmynd um að ég myndi kynnast
honum vel nokkrum misserum seinna, verða
samkennari hans í Reykholtsskóla og syngja
undir hans stjórn í Skálholtskórnum.
Þegar formlegri dagskrá dagsins var lokið
voru margir orðnir þreyttir og því fegnir að
komast í búðirnar. Þar slakaði fólk á, spjallaði
við kórfélaga og blandaði geði við söngfólk
sem komið var víða að. Þarna kynntumst við
fólki af höfuðborgarsvæðinu, Austfirðingum,
Vestfirðingum og ekki síst öðrum Norðlendingum.
Þreytan var furðulega fljót að líða úr manni og
ekki leið á löngu þar til söngurinn ómaði á ný og
nú með öðru sniði.
Teknar voru upp söngbækur og sungnir vinsælir
dægurlagatextar og lög sem allir kunnu.
Síðla kvölds, þegar fólk vildi halda til náða,
tók nokkur hópur fólks sig til og hélt inn á
baðherbergið í Löngu vitleysu því þar var besta
næðið og góður hljómur.
Við handlaugarnar þar inni var „Klósettkórinn“
stofnaður og starfaði hann öll þau ár sem ég
mætti til námskeiðs í Skálholti og einnig hittust
nokkrir kórfélagar á Sauðárkróki. Valið fólk var
í hverju rúmi í þessum kór og aðalmarkmið hans
var mildur, vandaður og einlægur söngur sálma
úr sálmabókinni. Þess má geta að einhverju
sinni sungum við alla sálma í bókinni, að
jarðarfararsálmum undanteknum. Í þessum
kór vorum við systurnar ásamt mági mínum og
nokkrum fleirum úr Kirkjukór Sauðárkróks,
nokkrum mönnum úr Vestur- Húnavatnssýslu
og tveimur konum frá Súðavík. Það var alveg
stór kost legt tilfinning sem kom yfir okkur við
þennan samsöng, raddirnar smellpössuðu saman
og voru svo vel samstilltar að unun var að heyra
og upplifa. Nokkrum sinnum villtist fólk inn á
okkar svæði, sem vildi láta ljós sitt skína, og var
því vinsamlega bent á markmið söngsins og það
Haukur er
vinur minn.
Norðlendingar syngja af innlifun.