Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 4
Nú stendur til að dusta rykið af Landsdómi en það fyrirbæri er sérdómstóll sem kveðið er á um í 14. grein stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands. Hann fer með og dæmir mál sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra og starfar eftir lögum nr. 3/1963 og er skipaður 15 dómendum. Þessi dómur hefur aldrei verið kallaður saman á Íslandi frá stofnun hans árið 1905. Nú skal blásið í lúðra, ábúðarfullir stjórnmálamenn stíga á stokk og segja að ekki verði vikist undan þeirri þungu ábyrgð sem á herðum þeirra hvíli sem þjóðkjörnir fulltrúar þjóðarinnar. Svo er að heyra á forsætisráðherra að þjóðinni verði ekki rótt fyrr en 3 - 4 fyrrverandi ráðherrar verði komnir á Kvíabryggju. Ekki er annað að merkja en að afgreiðsla þessa máls sé brýnasta úrlausnarefnið um þessar mundir. Sumum þykir þó sem verið sé að hengja bakara fyrir smið, þótt ekki væri fyrir annað en þriggja ára fyrningafrest gagnvart fyrrverandi ráðamönnum samkvæmt lagabókstafnum. Það eitt gerir allan þennan málatilbúnað fáránlegan og fráleitt til þess fallinn að róa þjóðina. Búið er að hálfu þingmannanefndar að setja saman skala fyrir mismunandi andvaraleysi/gáleysi, allt frá hefðbundnu upp í vítavert og þar með refsivert gáleysi. Yfi r þessu liggja okkar þjóðkjörnu fulltrúar um þessar mundir meðan eldar loga vítt og breitt út um þjóðfélagið og óteljandi þjóðþrifamál bíða úrlausnar. Ekki er að merkja að hugtakið forgangs- röðun sé til í huga þeirra sem með völdin fara í þessu landi. Framtakssjóðurinn Fimmtudaginn 16. sept. var haldinn „kynningarfundur“ um málefni Framtakssjóðs, en það er sjóður sem að standa 16 lífeyrissjóðir og ætlað er það hlutverk að stuðla að endurreisn atvinnulífsins. Uppleggið var að fjárfesta í lífvænlegum fyrirtækjum með fjárhagsstöðu sem ekki væri verri en svo að innspýting frá sjóðnum kæmi viðkomandi fyrirtæki á beinu brautina á ný og legði þar með grunninn að ávöxtunarmögu- leikum lífeyrissjóðanna. Nú bregður svo við að stjórnendur sjóðsins hafa keypt eignahaldsfélagið Vestia af Landsbanka Ísland. Samkomu- lagið er reyndar með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakannanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Slík áreiðanleikakönnun hlýtur að hafa farið fram áður en gengið var frá 3 þúsund miljóna innspýtingu sjóðsins í Icelandair, en á þeim kynningarfundi sem áður er getið fékk aðkoma Framtakssjóðs að Icelandair þvílíka falleinkun að það hálfa hefði verið nóg. Óhætt er að fullyrða að hafi þessum fundi verið ætlað það hlutverk að róa sjóðfélaga þeirra lífeyrissjóða sem hlut eiga að máli, þá hefur það markmið algjörlega mistekist. Árni Bjarnason. Efnis-Nú skal róa þjóðina Togarinn Norðlendingur hætt kominn. Alfreð Jónsson var á togaranum við Nýfundnaland í febrúar 1959. Alfreð segir hér frá þeirri lífsreynslu sem og ýmsu fl eiru úr sögu togarans. Ljósmyndin. Jón Kr. Friðgeirsson blekkir augað. Vænt þykir mér um síðutogaratímabilið. Ólafur Grímur Björnsson rabbar við Benedikt Brynjólfsson. Bróðir hans, Haukur, leggur orð í belg. Þetta er fyrsti hluti þessa skemmtilega og fróðlega viðtals. Leiðrétting. Tilvitnunin var frá forseta vorum, Árna Bjarnasyni. Ástleitni um borð í Gullfossi. Guðjón Petersen segir af eigin reynslu. Má skipta mannkyni í „sigurvegara“ og „tapara“? Fáein „lýsandi“ dæmi þar um. Helgi Laxdal stingur niður penna í tilefni af hinni bráðskemmtilegu dragnótagrein Jónasar Haralds- sonar er birtist í 1. tbl. Víkings þessa árs. Veiðiþáttur Ragnars Hólms Ragnarssonar: Svolítil lífsspeki. Kennt um strand en var þó í landi. Ragnar Franzson deilir með okkur endurminningum sínum. Bræluball í Grímsey. Bernharð Haraldsson náði þessu minningarbroti frá Baldvini Bjarnasyni. Hilmar Snorrason færir okkur fréttir utan úr heimi. Togarakallar hittast. Myndaopna. Ljósmyndakeppni sjómanna 2010. Loftárásir á miðin. Hið einstaka stríð við háhyrn- ingana. Ráðherra fyrir misskilning. Kaspryba, framandi skip í heimsókn. Hilmar Snorrason fer niður að höfn í Reykjavík. Getraunin, rétt svör. Hilmar siglir um netið. Um hvalabók, fróðleg og skemmtileg. Frívaktin. Þakkir. Guðmundur og Olga eru hætt. Sjómenn og aðrir lesendur Víkings. Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagn- rýni eða hrós, tillögur um efnisþætti og hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjó- menn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þætt- inum: Raddir af sjónum. Netjið á jonhjalta@simnet.is Forsíðumynd: Siglingakeppni á Pollinum við Akureyri. Fjær er snekkjan, Octopus, sem Hilmar minnist á í þætti sínum, Sigling um netið. Ritstjóri vor, Jón Hjaltason, tók myndina í sumar. 6 11 12 18 19 20 22 24 31 34 26 36 Útgefandi: Völuspá, útgáfa, í samvinnu við Farmanna- og fi skimannasamband Íslands. Afgreiðsla og áskrift: 462 2515/netfang: jonhjalta@simnet.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 462 2515, netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri. Auglýsingastjóri: Vilborg Aldís Ragnarsdóttir, sími 894 6811 Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason. Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason. Prentvinnsla: Ásprent. Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum. Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra félagsmanna FFSÍ. Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári. ISSN 1021-7231 29 38 43 47 44 46 50 48 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.