Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Side 7
Sjómannablaðið Víkingur – 7
Færeyingarnir koma
og einn hringar sig niður
í brúnni
Siglt var á Nýfundnalandsmið, svokall-
aðan Ritubanka, sem er 80 sjómílur suð-
ur af Nýfundnalandi. Þar höfðu fundist
gjöful karfamið. Allt gekk eins og í sögu.
Skipið var fyllt og við komum heim til
Sauðárkróks og lönduðum þar eftir 18
sólarhringa túr. Karlarnir sem fengust á
skipið í Reykjavík reyndust flestir frá-
bærlega vel í alla staði, flestir vanir sjó-
menn.
Þegar hér var komið var búið að
semja við sjómenn og verkfallið í Færeyj-
um leyst. Nú streymdu Færeyingar til
landsins á þau skip sem búið var að ráða
þá á. Þá var aftur farið til Reykjavíkur og
skipt um áhöfn, nema Óla Færeying,
hann var áfram á skipinu. Óli var sérstök
persóna. Hann sóttist eftir að vera við
stýrið, þetta var maður fáskiptinn og
blandaði lítið geði við samskipsmenn
sína. Er hann átti frívakt svaf hann oftast
í brúnni og hringaði sig niður í fata-
hrúgu á gólfinu í einhverju horni brúar-
innar þar sem lítið fór fyrir honum.
Þetta var stór hópur Færeyinga sem
kom um borð, eða hálf önnur vakt. Mér
virtist allir vera komnir yfir miðjan aldur
nema tveir bræður sem voru langtum
yngstir af hópnum, annar var trésmiður
en hinn rafvirki. Færeyingarnir höfðu
gaman af að fá sér í staupinu og fóru
vel með það nema þessir bræður, þeir
drukku illa og kom fyrir að þeim lenti
saman. Þeir eldri skiptu sér ekkert af
þeim en sögðu bara að svona væri ung-
dómurinn í dag.
Nú þegar Færeyingarnir voru komnir
um borð var ekki til setunnar boðið,
kostur tekinn í túrinn og landfestar
leystar, stefnan sett fyrir Reykjanes og á
sömu mið skyldi halda.
Meðan skipið stansaði í Reykjavík
höfðu nokkrir skipverjar brugðið sér í
land. Ég átti hundavaktina, það er frá
miðnætti fram að fjögur. Nú kom í ljós
að annar kyndarinn sem koma átti á
vaktina með mér hafði ekki skilað sér
um borð. Þurfti ég því bæði að sjá um
kyndinguna og vélina. Ekki tók betra við
þegar annar vélstjóri átti að taka við
vaktinni af mér. Hann lá blindfullur í
koju og þóttist vera fárveikur. Ég varð þá
að bæta hans vakt við mig líka. Þegar við
komum fyrir Garðskagann var komið
snarvitlaust suðaustan rok og stórsjór.
Um nóttina fékk skipið á sig feikna mik-
ið brot og braut botninn á bakborðs-
björgunarbátnum.
Ekki var hægt að keyra meira en hálfa
ferð vegna veðurs. Einu sinni kom það
fyrir í mestu látunum að vélsíminn
hringdi á fulla ferð, ég svaraði „fulla
ferð“ á vélsímann en bætti ekki við vél-
ina. Eftir smástund kom önnur hringing
úr brú um hálfa ferð og ég svaraði sem
áður. Þetta var í einasta skiptið sem ég
óhlýðnaðist skipun úr brú vegna þess að
ég vissi að stjórnandinn var ekki alveg
edrú. Þetta fannst mér einna ömurlegasta
nóttin um borð. Einn að skrölta í véla-
rúminu og réði mér vart fyrir látum svo
feginn varð ég þegar fyrsti vélstjóri leysti
mig af klukkan átta, ég beint í koju því
þreytan var farin að segja til sín. Eftir
þetta þurfti ég ekki að standa einn í véla-
rúmi og sjá um vél og kyndingu því ráð-
inn var Færeyingur í kyndarastarfið,
gamall vélstjóri og vanur sjómaður til
margra ára.
Skipið fer á hliðina
Veðrið skánaði lítillega eftir þetta en var
samt leiðindaskakstur alla leiðina, þar til
á miðin kom um miðnætti laugardaginn
7. febrúar. Þá snögglyngdi allt í einu með
mikilli logndrífu, eitthvað heyrði ég um
að togarinn Júlí væri skammt frá okkur
þarna í sortanum. En þetta reyndist
svikalogn og stóð ekki lengi. Eins og
hendi væri veifað rauk hann upp í norð-
anofsa, síðan í norðvestrið með miklu
frosti. Ég var á vakt í vél frá miðnætti til
fjögur um nóttina. Skipssíðurnar tóku að
héla og voru orðnar hvítar er ég fór af
vaktinni. Ég stoppaði stutt við í eldhúsi
en dreif mig í koju sem var bakborðs-
megin. Ég var búinn að vera smástund í
koju er skipið lagðist á bakborðshliðina
og ég ligg ofan á sænginni á skipssíðunni
og rúmdýnan ofan á mér. Skipið rétti sig
fljótt en rúllaði þá yfir á stjórnborð. Sjór-
inn fossaði niður um uppgönguna sem
hafði verið opin. Ferðataskan undan föt-
um mínum sem kominn voru í fataskáp-
inn, flaut um gólfið. Ég hékk á koju-
stokknum og hafði það af að halda mér
meðan á þessu stóð. Ekki veit ég hvað
skipið lá lengi á hliðinni. Mér fannst það
óhugnanlega langur tími. Svo rétti skipið
sig hægt og rólega og valt ekki úr því.
Eftir á sagði 2, stýrimaður mér að
skipstjórinn hefði verið ræstur og hann
þá verið búin að dreyma látna föður-
móður sína. Hún hefði komið til sín og
skipað sér að snúa skipinu undan veðr-
inu, sem hann ákvað að gera er hann
kom upp, en það verið orðið svo ísað að
það þoldi ekki veðrið á hliðina, og jafn-
framt að brúargluggar hefðu farið á kaf í
sjó. Ég veit að það sem hefur bjargað því
að við fórumst ekki var að ísinn var
frosinn í stump í lestinni og haggaðist
ekki. Hefði hann farið af stað og kastast
til hefðu leikslokin orðið önnur.
Lítið gat ég sofið það sem eftir lifði
nætur. Á vaktina mætti ég svo aftur kl.
12. Þá var komið þykkt lag af hrími á
skipsíðurnar og sjódælur. Skipið stóð á
endum á sjónum, mikill hvinur heyrðist
áður en brotin skullu aftanundir skipið.
Það hreinsaði alveg undan því fram und-
ir miðju, þannig að sjódælurnar fylltust
af lofti. Ég tók það ráð að stilla loftkran-
ana þannig að dælurnar lofttæmdust