Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 8
8 – Sjómannablaðið Víkingur
sjálfkrafa. Veðrið var svo mikið að það
þoldi ekki að hreyfa vél, henni var bara
haldið heitri. Skipið hallaðist ýmist í
stjórn- eða bakborða eftir hvernig ísinn
hlóðst á það. Þá var tekið það ráð að
dæla olíunni milli síðutankanna að
beiðni úr brú til að rétta það við. Svona
gekk þetta í tvo sólahringa sem veðrið
var verst. Síðdegis á öðrum sólahring var
farið að hreyfa skrúfu smástund í einu,
og síðan smájókst það þar til hægt var
að keyra á hægri ferð með batnandi
veðri.
Þetta er búið
Það var í mestu látunum, eða daginn eft-
ir að veðrið skall á, sem við fréttum að
Þorkell Máni sem búinn var að fylla sig
og ætlaði að fara að leggja af stað heim-
leiðis þegar veðrið skall á, væri að far-
ast og ekkert hefði heyrst af Júlí frá því
kvöldinu áður. Þá voru alltaf að berast
fréttir af Þorkeli Mána um baráttu skip-
verja að halda sér ofansjávar. Svo slitnaði
loftnetið niður hjá okkur og vorum við
sambandslausir og vissum ekki hvernig
Þorkeli hefði reitt af fyrr en veðri slotaði
svo að hægt var að gera við loftnetið og
hengja það upp að nýju. Þá heyrðum við
að Þorkell hefði haft það af, og jafnframt
að þeir á Þorkeli hefðu skorið af sér líf-
bátana sem orðnir voru fullir af klaka, til
að létta skipið.
Ekkert fréttist af Júlí en við vonuð-
umst eftir að þar hefði slitnað niður loft-
netið eins og hjá okkur og togarinn þar
af leiðandi ekki getað látið vita af sér. En
alþjóð veit hver leikslokin urðu hjá Júlí.
Það var margt sem í gegnum hugann
fór á meðan lætin voru hvað verst. Á
tímabili var ég orðinn sannfærður um að
þetta yrði mitt síðasta. Ég var búinn að
ákveða að það væri þýðingarlaust að
reyna að bjarga sér ef skipið færist, því
björgun væri ekki möguleg eins og veð-
urofsinn var og það tæki fljótara af að
fara niður með skipinu. Og ég verð að
segja eins og er að taugar mínar voru
ekki þandar. Þær voru lamaðar.
Og þær náðu sér aldrei til fulls eftir
þessa lífsreynslu. Þrátt fyrir það hélt ég
stillingu minni og vann mín verk fum-
laust. En það sama var ekki hægt að
segja um færeyska kyndarann. Hann
trylltist af hræðslu. Þegar farið var að
hreyfa vél rauk hann á gufukranann, til-
búinn að hlýða skipunum úr brú. Og
þarna hékk hann á krananum titrandi og
nötrandi alla vaktina út. Ég svaraði vél-
símanum og fylgdist með kyndaranum
því að ég gerði mér fyllilega grein fyrir
því að maðurinn var stórhættulegur í
þessu ástandi. En þetta kom ekki fyrir
nema á þessari einu vakt sem hann stóð
með mér. Svo var það seinna þegar
veðrið var orðið gott að hann krossaði
sig og þuldi einhverjar þakkir til Guðs á
færeysku sem ég skildi ekki, en sagði
mér að hann hefði verið að þakka guði
fyrir að hlífa okkur við dauða. Hann
sagðist vera búinn að vera þrjátíu ár til
sjós og aldrei lent í þvílíku veðri.
Ísingin var geypileg. Þegar veður fór
að ganga niður voru settar á vaktir við
að berja ís af skipinu. Brúin gekk fram
yfir togspilin og voru þau komin í kaf í
þykkt íslag, alveg orðið slétt frá brúar-
gluggum niður á dekk, öll stög eins og
tunnubotnar að sverleika. Heitur sjór var
notaður til að hreinsa af brú og báta-
dekki. Þegar hér var komið vorum við
komnir í hlýrri sjó, eða langleiðina til
Færeyjar, og skipið hætt að ísa.
Nú var skipinu snúið á hægri ferð í
áttina heim, Daginn eftir var veðrið
orðið skaplegt en þá bilaði rafmótor sem
knúði stýrisdælurnar. Enginn varamótor
var til í skipinu en Stefán vélstjóri var
fær í sínu fagi og eftir nokkurn tíma
tókst honum að gera við mótorinn.
Grauturinn fer upp í loft
og Færeyingar reiðast
Meðan að veðrið var sem verst kom fyrir
atvik sem ekki gleymist. Allir sem ekki
þurftu að sinna störfum voru við mat-
borðið um hádegisleytið í matsal skips-
ins. Þá heyrðum við hvin koma á undan
broti. Við skorðuðum okkur af við borð-
in með því að spyrna tánum í gólfið og
settum hnén undir borðplötuna. Þannig
gátum við fest okkur við borðið, og grip-
um utanum það sem framan við okkur
var á matborðunum. Þetta tókst hjá öll-
um nema einum Færeying sem var lítill
vexti og stuttur til hnjánna og sat aftan
við aftara matborðið. Hann tókst á loft
og sveif í boga fram að innganginum í
matsalinn, lenti þar á sitjandanum. Svo
sveif stór skál full af mjólkurgraut á eftir
honum og hvolfdist yfir kallinn. Þetta
var spaugileg sjón að sjá. Við Íslending-
arnir fórum að skellihlæja þó alvara væri
á ferðum. Færeyingarnir risu allir sem
einn á fætur með ógnandi svip, en karl
stóð upp, hristi af sér grautinn og fór að
hlæja eins og við. Þá róuðust hinir og
kímdu að öllu saman.
Sláturtunna var bundin í sturtuklef-
anum sem var til hliðar við matsalinn. Í
henni var slatti af sláturkeppum með
sýru á. Í öllum látunum hreinsaðist hver
einasti keppur og sýrudropi upp úr
tunnunni og ultu sláturkeppirnir um
gólfið. Voru þeir ekki lystugir til átu á
eftir, því að eitthvað blandaðist saman
við slátrið óþverri sem spýttist upp úr
klósettunum sem voru í klefum við
sturtuklefann og opið undir hurðir.
Sá allt en var þó
í órafjarlægð
Ég vil einnig geta atviks sem gerðist á
heimili Stefáns vélstjóra. Hann átti bróð-
ur sem Eiríkur hét og bjó á Vallanesi í
Skagafirði með konu sinni sem er systir
mín, Sigríður Jónsdóttir. Þau áttu tvö
ung börn. Hjá þeim var móðir þeirra
bræðra og orðin öldruð. Það hafði komið
fyrir að hún lenti í ástandi sem engin á
heimilinu skildi.
Kvöldið sem veðrið skall á úti á Ný-
fundnalandsmiðum var leiksýning hjá
ungmennafélaginu í Seyluhreppi, haldin
í Melsgili. Var Sigríður einn leikarinn.
Síðan átti að vera dansleikur á eftir og
ætluðu Vallaneshjónin að vera á honum.
Eftir að dansleikurinn hófst og komið
var fram á nóttina fór Sigríður að ókyrr-
ast, fannst sem eitthvað væri að heima
hjá sér og hafði orð á því við mann sinn.
Hann var tregur að trúa svona hugdettu
Kristján Gíslason skipstjóri.
Fyrsti vélstjóri, Stefán Valdimarsson frá Vallanesi í
Skagafi rði.