Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 10
10 – Sjómannablaðið Víkingur
Inn í miðja bryggju
Við þurftum inn á Akureyri í hvert sinn
sem landað var til að taka ís og olíu.
Annarsstaðar var þetta ekki afgreitt norð-
anlands. Einu sinni sem oftar er við vor-
um búnir að taka ísinn þurftum við að
færa skipið að olíubryggjunni sem var
gömul trébryggja. Olíulögnin var fest
ofan á bryggjudekkið og dælan á endan-
um á leiðslunni í smáskýli. Skipið kom
að á of mikilli ferð og rann langt inn í
bryggjuna, sópaði á undan sér olíuleiðslu
og dælu. Eftir á sagði 2. stýrimaður í
gríni að fúinn í bryggjunni hefði verið
svo mikill að hefði mátt rækta þar
kartöflur. En olíuna fengum við eftir að
búið var að lagfæra skemmdir á olíu-
leiðslunni.
Fullir og veiðist eitt tundurdufl
Fréttir komu frá togurum sem voru að
mokveiða á Grímseyjarsundi. Í flýti var
skipverjum smalað um borð en fáir voru
vinnufærir vegna ölvunar svo að legið
var út við Hrísey á meðan rann af mann-
skapnum. Það passaði, er áhöfnin var
orðin vinnufær var fiskiríið búið á Sund-
inu.
Eitt sinn vorum við að toga í Straum-
nesröstinni og var lítið að hafa nema
smákropp af steinbít. Í einu halinu, þeg-
ar búið var að taka pokann og leysa frá
honum í stíu sem á dekkinu var, sáum
við að tundurdufl var í steinbítshrúg-
unni. Var belgurinn á trollinu hringaður
í kring um duflið til að skorða það af og
siglt inn á sundin við Ísafjörð og beðið
þar eftir mönnum frá Landhelgisgæsl-
unni til að gera duflið óvirkt. Í ljós kom
að duflið var virkt þó það væri illa út-
lítandi af ryði.
Fleiru markverðu man ég ekki eftir
í fljótu bragði. Ég fór heim í sauðburð-
inn um vorið og þar með lauk minni
reynslumiklu og viðburðaríku sjó-
mennsku á síðutogaranum Norðlendingi.
Strandar í Færeyjum
og svanasöngur
Kristján skipstjóri heimsótti mig eftir að
hann var hættur á Norðlendingi og sagði
mér frá því að hann hefði farið í nóvem-
ber til Færeyja til að sækja þangað þar-
lenda menn á skipið. Þeir hefðu komið
til hafnar í Trangisvogi í Suðurey og
tekið menn um borð síðan höfðu þeir
farið til annarrar eyjar, sem ég man ekki
nafn á, til að sækja fleiri menn. Á þeirri
leið lenti togarinn á blindskeri sem
Kristján sagði að ekki hefði verið merkt
inn á sjókortið sem hann hafði af sigl-
ingarleiðinni.
Fyrir stuttu áttum við tal saman Ósk-
ar Jónsson, yfirlæknir á Sjúkrahúsi Sauð-
árkróks, þar sem Norðlending bar á
góma. Hann sagði mér að eftir að ég fór
af skipinu hefði hann ráðið sig þar um
borð. Hann hefði verið á skipinu er það
strandaði og var frásögn hans í megin
dráttum sú sama og hjá Kristjáni skip-
stjóra. Eftir strandið fór útgerðarstjórinn
Gunnar Halldórsson til Færeyja og sótti
Norðlending, sem þá var búið að gera
við, og sigldi honum heim. Síðan fór
Gunnar eina veiðiferð með skipið og 1.
stýrimaður tvo túra en þá voru enda-
lokin ráðin á útgerð Norðlendings. Út-
gerðarfélagið Norðlendingur h/f var orð-
ið gjaldþrota. Skipið fór á nauðungar-
uppboð og hreppti Útgerðarfélag Akur-
eyringa það. Hjá ÚA fékk skipið nafnið
Hrímbakur. Þar sem skipið var orðið lé-
legt og rekstur þess gekk ekki sem skyldi
var ákveðið að selja það út í brotajárn.
Ef ég man rétt úr fréttum urðu enda-
lok skipsins þau að lagt var af stað með
það út ásamt öðru skipi. Þeir hrepptu
versta veður í hafi og Hrímbakur slitnaði
aftan úr dráttarskipinu og endaði á hafs-
botni.
Höfundur er frá Reykjarhóli í Austur-Fljótum,
nú búsettur á Sauðárkróki.
Tundurdufl ið komið um borð í Norðlending.
Landað úr Norðlendingi í Sauðárkrókshöfn með skurðgröfu sem Ræktunarsamband Skagafjarðar átti.