Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Qupperneq 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Qupperneq 14
borðsalurinn var stærri. Frammi í hval- bak var frystiklefi bakborðsmegin, lík- legast var hann fyrsti frystitogarinn okkar, þótt lítið væri það notað. Á Óla Jóh var ég í ein þrjú ár. Þá fór ég aftur á Hvalfellið, og nú var Guðbjörn Jensson, Bubbi, með hann og Jói Belló stýrimaður (Jóhann Björgvin Sigurgeirsson). Bubbi léttur, kátur, sagðist vera miklu meiri söngmaður en Ketill, bróðir hans. Ég átti að verða söngmaður, sagði hann um sjálfan sig. Jói Belló var seinna stýri- maður hjá Bubba Jens á Hallveigu Fróðadóttur, en þar kom ég stutt við, sem betur fer. Þeir voru góðir saman, Bubbi og Jói.3 Næst fór ég 2–3 túra á nýja Fylki. Auðun Auðunsson var einnig skipstjóri á þessum Fylki, en Sæmundur, bróðir hans, var að grípa í hann af og til og fór á honum sumarið 1958 og fann karfa- miðin við Nýfundnaland á Ritubanka. Ekki fannst mér nú Auðun skemmti- legur, ákaflega húmorslaus. Var svo persónulegur, ef hann yrti á menn, nefndi þá fullu nafni. Fylkir var nýr, smíðaður 1958 og með lórantæki. En frammi í lúkar var ekkert nýtt. Hann var þröngur að framan, mjósleginn, vel lagaður til gangs og gekk vel með 1.500 hestafla vél, 650 tonna togarinn! Hafði mikinn togkraft. Miklir fiskimenn voru þeir allir þessir bræður. Einna minnst bar á Gunnari, kannski vegna þess að hann fiskaði svo mikið, reif lítið, enginn netaböðull, var vinsæll af mannskapnum, auðveldara að vera með honum. Ólafur: Sagt er, að Gunnar hafi alltaf kallað úr brúarglugganum: „Nú er það Þórscafé, strákar!“ – þegar veiðum var lokið, taka ætti inn trollið, gera sjóklárt og halda heim. Benedikt: Var eiginlega feginn að geta farið að yfir á Ask. Guðmundur Ásgeirs- son var stýrimaður þar, honum hafði ég kynnzt áður á bv. Ólafi Jóhannessyni. Guðni Sigurðsson var með Ask, hann tók seinna Frey og var með hann, þar til að Bretinn keypti Frey (hét eftir það Ross Revenge og heitir enn, þar sem hann hefur legið lengi við bryggju ein- 14 – Sjómannablaðið Víkingur Benedikt, 15 ára pjakkur á spilinu á bv. Elliða SI 1. Ljósmynd: Benedikt Brynjólfsson. Benedikt við vírastýrið á bv. Elliða frá Siglufi rði. Ljósmynd: Benedikt Brynjólfsson. Um borð í bv. Guðmundi Júní. Látið fara. Ljósmynd: Benedikt Brynjólfsson. Skúli Einarsson kokkur á Guðmundi Júní árið 1959. Hann gerðist verkalýðs- foringi á efri árum og formaður Félags matreiðslumanna. Þykist hér vera neta- maður. Ljósmynd: Haukur Brynjólfsson.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.