Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Blaðsíða 15
hvers staðar í Bretlandi). Þarna á Aski
var ég, þar til skólinn byrjaði 1. október
1959, Stýrimannaskólinn.
Sumarið 1960 var ég kominn á síld á
Hafþór Guðjónsson VE 265 frá Vest-
mannaeyjum. Ætlaði að klára skólann
veturinn eftir með kaupinu, sem ég fengi
yfir sumarið á síldinni. En svo lítill var
síldaraflinn, að ég átti ekki fyrir því að
fara í skólann um haustið. Engin náms-
lán á þeim árum, ekki búið að finna þau
upp, varðst að eiga fyrir öllum hlutum.
Ég var svo vitlaus seinna að þiggja ekki
boð þeirra hjá Akureyrarútgerðinni, þeir
buðust til að styrkja mig; og þá yrði ég
bundinn þeim í nokkurn tíma á eftir,
sem hefði verið í bezta lagi. Um haustið
er ég á Gullborginni hjá Binna í Gröf,
vorum á trolli. Gaman af karlinum. Gull-
borgin er geymd í sjóminjasafninu núna,
en mynd af henni með gömlu brúnni
finn ég ekki. Þá kom togarinn Haukur
(upphaflega Austfirðingur) til Vest-
mannaeyja, vantaði menn, sama útgerð
með hann og Hvalfellið, Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjan h/f. Geiri Gísla (Ásgeir
Gíslason) var með Hauk, einn af þessum
toppfiskiskipstjórum, og Bubbi var fyrsti
stýrimaður hjá honum og Belló annar. Ég
og Friðrik, sonur Binna, fórum á Hauk
RE 27. Þá var það Egill Skallagrímsson,
skipstjóri Gunnar Ólafsson og stýrimað-
ur Rafn Kristjánsson. Af Agli fór ég á
Sigurð, splunkunýjan 1000 lesta togara.
En honum var lagt eftir tvo túra, og ég
komst á systurskipið Frey, þeir voru al-
veg eins.
Ég var bátsmaður á Steingrími trölla
hjá Guðmundi Halldórssyni. Vorum í
Reykjarfjarðarál á Húnaflóa í blönduðum
fiski, þegar ég skaut á Bretann eins og
Guðmundur segir frá í viðtalsbókinni.
Þetta var í þorskastríðinu. Bretinn kom
siglandi upp að okkur til að trufla veið-
arnar ... já, hann kom aftur og aftur, og
ég fór inn og náði í haglabyssuhólk og
skaut yfir togarann. Þeir fleygðu sér flatir
á dekkið, Tjallarnir, og Gvendur var í
glugganum og kallaði: „Hvað gerirðu,
drengur?“
Mikill hávaði varð í talstöðinni hjá
Bretanum á eftir. Við færðum okkur utar.
Guðmundur tók ekki af mér byssuna, en
segir í bókinni, að þessi bátsmaður hafi
verið svolítið hrekkjóttur4. Daginn eftir
vildi svo „skemmtilega“ til, að við feng-
um tundurdufl í trollið. Guðmundur
kallaði strax í freigátuna og segir þeim
að koma og hreinsa þetta, duflið sé frá
þeim. Bretinn var tregur til, en komu svo
og voru allir vopnaðir handvélbyssum,
10–12 af þeim! Gerðu duflið óvirkt, það
var híft í sjóinn og því sökkt.
Hvergi betri bæjarútgerð
Benedikt: Árið 1963 er ég fluttur til
Sauðárkróks, hef stofnað heimili, en er á
Harðbak og Svalbak hjá Útgerðarfélagi
Akureyrar. Þessir tveir voru svo til eins,
matsalurinn var þó frammi í keisnum
á Harðbak, stærri og huggulegri, og
minnisstætt er mér litla afturmastrið á
Svalbak. Rætt hefur verið, hversu framar-
lega stýrið var í brúnni á þessum tog-
urum. Það var framarlega í þessum
báðum.
Hvergi liðið betur en á Harðbak og
Svalbak, og hvergi verið hjá betri útgerð
en Ú.A. Vilhelm Þorsteinsson var skip-
stjóri á Harðbak, varð síðan forstjóri út-
gerðarinnar. Alltaf góður mannskapur
hjá Villa. Nú heitir einn frystitogarinn
eftir honum, Vilhelm Þorsteinsson EA-
11, og annar eftir tvíburabróður hans,
það er Baldvin Þorsteinsson EA-10. Vil-
helm bauðst til að styrkja mig í skólann,
ég var þá annar stýrimaður á Svalbak á
undanþágu. Halldór Hallgrímsson var
með Svalbak. Sem sjómenn eru Villi á
Harðbak og Dóri á Svalbaki mér minnis-
stæðastir, þegar ég lít yfir tímann.
Þegar ég hætti á Akureyrartogurun-
um, var ég skipstjóri á bátum frá Sauð-
árkróki. Flutti svo suður rétt fyrir 1970
og þá austur á land með seinni kon-
unni. Fyrir austan tekur við nýtt tíma-
bil, skuttogarar, var 2. stýrimaður á Otto
Wathne frá Seyðisfirði, kallaður „ljóti
andarunginn“, var einnig á Hólma-
tindi frá Eskifirði, sem Alli ríki átti.
Síðast á Snæfuglinum í 3–4 ár. Það var
gamla gula Guggan. Mér fannst hún
leiðinlegt skip, leiðinlegar hreyfingar.
Það átti kannski við um alla skuttogara,
mér leiddust þeir ... var vanur öðrum
hreyfingum.
Síðutogaratímabilið þykir mér vænt
um. Þegar maður skoðar myndir af
gömlu togurunum, fær maður saknaðar-
tilfinningu, af því að nú eru þeir allir
horfnir. Síðasti síðutogarinn, sem gerður
var út, var líklegast Rán frá Hafnarfirði;
Ásgeir Gíslason og Kjartan Ingimundar-
son voru með hann undir það síðasta þar
Sjómannablaðið Víkingur – 15
Olav Öyahals, annar vélsjóri á Guðmundi Júní. Ljósmynd: Haukur Brynjólfsson. Ólafur Halldórsson loftskeytamaður á Guðmundi Júní. Ljósmynd: Haukur
Brynjólfsson.