Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Side 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Side 17
gamlir og úr sér gengnir, sem í lagi var að höggva á, ef Gæzlan birtist, og svo nýir vírar, sem ekki var höggvið á. Ólafur: Magnús Runólfsson segir, að á millistríðsárunum hafi enginn togara- skipstjóri verið álitinn maður með mönnum nema að hann gæti veitt í land- helgi; sjálfur hafi hann veitt í landhelgi, þegar hann var fiskiskipstjóri hjá Hellyer og Hudson, og íslenzkir bátasjómenn aðstoðuðu íslensku og ensku skipstjór- ana við veiðarnar og fengu þorsk í stað- inn (tröllafiskinn)! Magnús lýsir atburði við Garðskaga, líklegast 1937, þegar hann rétt slapp, en Þórarinn Olgeirsson á King Sol o.fl. voru teknir, 4–5 íslenskir skipstjórar, allir á enskum togurum. Þar var Einar M. Einarsson, skipherra á Ægi, á ferð. Glæpalýður þjóðarúrhraksins, sem þá var við völd (kallast „Þeir“ í frá- sögninni), bolaði Einari úr starfi eins og alkunnugt er og Magnús segir hrein- skilningslega frá í lýsingu Guðjóns Frið- rikssonar.9-10 Ekki minnist Þórarinn í sögu sinni á þetta, minnist reyndar hvergi á Einar M. Einarsson, skipherra, í allri bókinni.11 Löngu seinna strandaði þessi sami King Sol á Meðalandssandi og enn í eigu Rinovia-félagsins í Grimsby; og var enn með trollið aftan í sér?!?12-13 Gamli Marzinn RE 114 strandaði á Gerða- hólmanum í nóvember 1916 með trollið í rassgatinu.14 Þetta var að toga upp í landsteina. Ólafur: Ásgeir Jakobsson lýsir afreks- manninum Gísla Oddssyni á Leifi heppna og segir hann líka hafa verið barn síns tíma, þrælaði áhöfn sinni allra manna mest fyrir vökulögin 1921 (4 klst. hvíld á 8 sólarhringum var hans met).15 Þeir bræður Jón Sigurður og Gísli Magnús Oddssynir lærðu togaramennsku af Bretum. Það sást síðast til Leifs heppna á Halanum í febrúar 1925, að Gísli hélt áhöfninni í aðgerð á dekki, þegar óveðrið var að skella á.16 Þeir fórust allir. Ofbauð Gísli áhöfninni og skipinu? Björn Árnason var stýrimaður á Hellyer-togaranum Fieldmarshall Ro- bertson, þegar hann fórst í þessu sama veðri. Björn hafði sagt heima hjá bróður sínum, áður en að hann fór í þessa síð- ustu för, að dallurinn væri ósjóhæfur. Þeir voru þrír bræðurnir, sem fórust með því skipi.17 Þessi óregla, sem fólk kom til að skoða á bryggjunni Ólafur: Magni Kristjánsson sagði þetta um skipsfélaga sína, frá því að hann var stýrimaður á Hvalfellinu: „Fyrir fólk, sem ekki þekkti til, var áhöfnin að sjá eins og samansafn af fyllibyttum. Fólk keyðri niður á bryggju til [að] skoða áhafnirnar, þegar farið var út ... Þegar rann af þessum drengjum og vinnan byrjaði, kom í ljós, að þetta voru af- bragðsmenn og skemmtilegir, og mér þótti bara gaman um borð. Tíðarandinn var bara svona, það mátti fara fullur út á togurunum. Niðurlægingin var orðin svo mikil, að þetta var í lagi. Eina reglan í óreglunni, að minnsta kosti á þessu skipi, var sú, að þegar búið var að sleppa, var tekið allt vín, sem náðist í. Mönnum var ekki leyft að halda áfram ... Þessi óregla, sem fólk kom að skoða á bryggjunni, náði ekki nema út fyrir hafn- arkjaftinn. Eftir að út var komið voru þetta slíkir reglumenn, að ég held, að flestir gætu verið hreyknir af slíkri reglu- semi í eigin vinnu og þeim aga, sem þá var uppi.“18 Magni varð einn af fyrstu skuttogaraskipstjórunum, Magni á Barða frá Norðfirði, og með mestu aflamönn- um á sinni tíð. „Fyllibytturnar voru snill- ingar, þegar rann af þeim, en þá stund vildu þeir ákveða sjálfir,“ stendur í Tog- arasögunni. Hann hélt nokk góðum köllum, skipstjórinn í þeirri sögu, þótt erfitt væri orðið að fá menn, þeir mok- fiskuðu við Grænland, drukku svakalega og bryggjan fór illa í Færeyingahöfn, oj ... oj, oj ...19 Og hver sagði: „Með sjómenn er það nú svo, að þeir verða að drekka það á einni kvöldstund, sem aðrir eru vikuna eða kannski hálfan mánuð að lepja, og ætla sér þá stundum ekki af. Þessvegna ber oft meir á þeim en öðrum á kendiríi ... Að menn drekki úti í sjó, þó drykk- feldir séu, kemur nú alls ekki fyrir, það er af og frá.“ Þetta var Markús Guð- mundsson á Júpíter, sá farsæli aflamað- ur.20 Benedikt: Skipstjórum var boðið í dýrar laxveiðiár til að slappa af. Aðrir urðu að láta sér stutta inniveruna nægja til að drekka. Fyrst var 24 klst. skyldustopp eftir löndun. Þegar það var lengt í 36 klst. í einhverjum kjarasamningunum, urðu „þeir“ vitlausir, útgerðarmennirnir, nei, ekki sjómennirnir. Ólafur: Hagskýrslur áranna 1951– 1972 sýna, að aflaverðmæti á togarasjó- mann var nærri tvöfalt á við hvern báta- sjómann á þessum árum, en þetta tíma- bil er nefnt hnignunartími og endalok síðutogaranna á Íslandi. Stóð útgerðin sig ekki verr en þetta? Vilja hagfræðing- arnir líka vita kostnaðinn á hvert tonn af veiddum fiski úr sjó, hjá togurunum annars vegar og bátunum hinsvegar!! Í upphafi aldarinnar var hægt að ganga að þeim á Hótel Íslandi, í Svínastí- unni ... þar drukku Óli Hólakots, Valdi Guðjóns, Oddur af Skaganum, Stjáni blái ..., víkingar til sjós og eftirsóttir í hvert pláss undir lok skútualdarinnar.21 Hálfri öld síðar voru þeir rétt hinum megin við götuna, á Langabar í Aðalstræti, togara- karlarnir, sem drukku, þeir voru sóttir þangað, þegar halla tók undan fæti hjá togaraútgerðinni á 6. áratug aldarinnar. Sjómannablaðið Víkingur – 17 Hér má sjá ,,rópinn”, sveri kaðallinn fremst á myndinni. Ljósmynd: Haukur Brynjólfsson.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.