Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Side 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Side 19
Hundavaktin“, frá miðnætti til 04:00 á síðnóttu, var oftast róleg um borð í MS. Gullfossi. „Brandvaktarmað- urinn“, sem var í raun öryggisvörður um borð, var þriðji hásetinn á vaktinni, við hinir tveir stóðum vaktina á stjórn- palli ásamt 3. stýrimanni. Hlutverk brandvaktarmannsins var að fara í reglulegar eftirlitsferðir um vistar- verur skipsins og gæta að öryggi farþega og áhafnar sem og að taka sig af þeim sem voru á ónæðissömu fylleríi á göng- um eða í klefum eftir lokun á börunum. Því vorum við sem stóðum vaktina á stjórnpalli blessunarlega lausir við að annast, það sem nú kallast áfallahjálp, fyrir þá sem töldu sig drekkja sorgum svikinna ásta eða þagga niður í söng- þörf ölvaðra hetjutenóra. Það sem þó gat truflað hug okkar, sem vorum á vakt í brúnni, frá skyldustörfum við stjórn skipsins, var ef við sáum par paufast eftir myrkvuðu fordekkinu til ástarleikja. Slíkir leikir voru stundum iðkaðir milli bíla sem voru keðjaðir fastir á tvölúg- unni framan við brúna. Þar var myrkur og fólk gerði sér ekki grein fyrir að á bak við myrkvaða glugga brúarinnar voru menn sem voru búnir að venjast myrkrinu og sáu allt sem fram fór. Ef fólk valdi sér staði þar sem það var í hvarfi frá brúnni séð, sem var sjaldnast, urðum við að ímynda okkur framgang leiksins eftir tímalengd viðdvalarinnar. Ímyndun jafnast þó hvergi á við raun- verulega sýningu í þessum efnum. Fólk sem hafði ekki aðstöðu í eigin klefa varð að láta fara nógu notalega um sig á lestarlúgu á Gullfossi til að losa út Sjómannablaðið Víkingur – 19 Guðjón Petersen fyrrv. háseti á MS. Gullfossi Dvergurinn í skápnum - Saga sem sögð er úr fortíð er sambland af þeim sannleik og skáldskap sem minningar vefa MS Gullfoss var 3.858 lestir, smíðaður hjá Burmeister og Wain í Kaupmannahöfn þar sem honum var hleypt af stokkunum árið 1950. Myndin er tekin hjá Dönunum en ekki er víst hvert skipið er. Gullfoss, sem rúmaði liðlega 200 farþega, hvarf úr íslenskri eign (Eimskipafélagsins) 1972 og hafa Íslendingar ekki síðan átt farþegaskip. Rómantíkin var aldrei langt undan þar sem Gullfoss klauf öldurnar. - Ljósmynd: Poul Erik Olsen.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.